Styttir upp í Houston en áfram spáð ofviðri í Louisiana-ríki Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. ágúst 2017 07:00 Íbúar Houston eru enn varaðir við því að aka um götur borgarinnar enda er vatnselgurinn mikill. Vísir/AFP Útlit er fyrir sól og úrkomuleysi í Houston í Texasríki næstu daga en borgin kom afar illa út úr hitabeltisstorminum Harvey, sem var um skeið flokkaður sem fellibylur. Tala látinna í Houston hækkaði í tuttugu í gær en ekki er vitað hversu margra er saknað. Þúsundir þurftu jafnframt að yfirgefa heimili sín. Gífurleg flóð skullu á Houston og fleiri svæðum í Texas og gripu sumir íbúar til þess að ræna yfirgefin heimili á meðan ofviðrið gekk yfir. Útgöngubann var sett á í borginni í gær til þess að reyna að koma í veg fyrir slíka glæpi. Harvey skall á Louisiana-ríki í gærmorgun eftir að hafa farið yfir Mexíkóflóa og er búist við því að stormurinn stefni í norðausturátt áður en hann lægir. Mun hann koma við í Missouri, Tennessee og Kentucky. Stormurinn mun ekki fara beint yfir New Orleans-borg, sem fellibylurinn Katrina lék grátt á síðasta áratug, en þó er búist við miklu regni og jafnvel flóðum í borginni. Spá veðurfræðingar því að um 25 sentimetar regnvatns muni falla á borgina á 36 klukkustundum. Til samanburðar mældist úrkoma í Reykjavík allan júlímánuð 37,1 millimetri og 20,1 millimetri í sama mánuði á Akureyri. Á sumum svæðum Texas mældist úrkoma undanfarinna sólarhringa um 122 sentimetrar sem er næstum jafn mikið og allt árið í fyrra á sömu svæðum, að því er BBC greinir frá. Mikill fjöldi vinnur nú að björgunarstarfi í Houston til að aðstoða þá sem urðu verst úti í flóðunum. Art Acevedo, lögreglustjóri borgarinnar, sagði við CNN í gær að yfirvöldum hefðu borist um 70.000 símtöl þar sem óskað var eftir hjálp. „Við biðjum bara til Guðs að tala látinna hækki ekki mikið,“ sagði Acevedo. Að minnsta kosti 30.000 eru nú heimilislaus í borginni og þá eru mun fleiri án rafmagns. Tugir þúsunda gista í neyðarskýlum. Í úttekt BBC á afleiðingum Harveys kemur fram að efnahagsleg áhrif ofviðrisins gætu orðið mikil. Til að mynda hafi ekki verið hægt að vinna um tvær milljónir olíutunna, sem jafngildir um tíund af olíuþörf Bandaríkjanna, vegna Harveys en Houston er ein stærsta olíuvinnsluborg Bandaríkjanna. Þá hafi bómullaruppskera á svæðinu einnig eyðilagst sem gæti haft áhrif á bómullarverð. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vísindamenn gagnrýndir fyrir að ræða þátt loftslagsbreytinga í Harvey Talsmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna þar sem margir loftslagssérfræðingar starfa gagnrýnir vísindamenn fyrir að tala um vísindi í tengslum við fellibylinn Harvey. 30. ágúst 2017 15:51 Tala látinna komin í tuttugu í Bandaríkjunum Vatnsyfirborðið hefur lækkað víða um Houston og er það í fyrsta sinn í nokkra daga. 30. ágúst 2017 17:39 Útgöngubann í Houston en útlit fyrir betra veður Spáð er að rigningunni sem hefur dunið á Houston-borg í Texas sloti með deginum. Allt að þriðjungur hennar er engu að síður enn á kafi í vatni. 30. ágúst 2017 08:28 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira
Útlit er fyrir sól og úrkomuleysi í Houston í Texasríki næstu daga en borgin kom afar illa út úr hitabeltisstorminum Harvey, sem var um skeið flokkaður sem fellibylur. Tala látinna í Houston hækkaði í tuttugu í gær en ekki er vitað hversu margra er saknað. Þúsundir þurftu jafnframt að yfirgefa heimili sín. Gífurleg flóð skullu á Houston og fleiri svæðum í Texas og gripu sumir íbúar til þess að ræna yfirgefin heimili á meðan ofviðrið gekk yfir. Útgöngubann var sett á í borginni í gær til þess að reyna að koma í veg fyrir slíka glæpi. Harvey skall á Louisiana-ríki í gærmorgun eftir að hafa farið yfir Mexíkóflóa og er búist við því að stormurinn stefni í norðausturátt áður en hann lægir. Mun hann koma við í Missouri, Tennessee og Kentucky. Stormurinn mun ekki fara beint yfir New Orleans-borg, sem fellibylurinn Katrina lék grátt á síðasta áratug, en þó er búist við miklu regni og jafnvel flóðum í borginni. Spá veðurfræðingar því að um 25 sentimetar regnvatns muni falla á borgina á 36 klukkustundum. Til samanburðar mældist úrkoma í Reykjavík allan júlímánuð 37,1 millimetri og 20,1 millimetri í sama mánuði á Akureyri. Á sumum svæðum Texas mældist úrkoma undanfarinna sólarhringa um 122 sentimetrar sem er næstum jafn mikið og allt árið í fyrra á sömu svæðum, að því er BBC greinir frá. Mikill fjöldi vinnur nú að björgunarstarfi í Houston til að aðstoða þá sem urðu verst úti í flóðunum. Art Acevedo, lögreglustjóri borgarinnar, sagði við CNN í gær að yfirvöldum hefðu borist um 70.000 símtöl þar sem óskað var eftir hjálp. „Við biðjum bara til Guðs að tala látinna hækki ekki mikið,“ sagði Acevedo. Að minnsta kosti 30.000 eru nú heimilislaus í borginni og þá eru mun fleiri án rafmagns. Tugir þúsunda gista í neyðarskýlum. Í úttekt BBC á afleiðingum Harveys kemur fram að efnahagsleg áhrif ofviðrisins gætu orðið mikil. Til að mynda hafi ekki verið hægt að vinna um tvær milljónir olíutunna, sem jafngildir um tíund af olíuþörf Bandaríkjanna, vegna Harveys en Houston er ein stærsta olíuvinnsluborg Bandaríkjanna. Þá hafi bómullaruppskera á svæðinu einnig eyðilagst sem gæti haft áhrif á bómullarverð.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vísindamenn gagnrýndir fyrir að ræða þátt loftslagsbreytinga í Harvey Talsmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna þar sem margir loftslagssérfræðingar starfa gagnrýnir vísindamenn fyrir að tala um vísindi í tengslum við fellibylinn Harvey. 30. ágúst 2017 15:51 Tala látinna komin í tuttugu í Bandaríkjunum Vatnsyfirborðið hefur lækkað víða um Houston og er það í fyrsta sinn í nokkra daga. 30. ágúst 2017 17:39 Útgöngubann í Houston en útlit fyrir betra veður Spáð er að rigningunni sem hefur dunið á Houston-borg í Texas sloti með deginum. Allt að þriðjungur hennar er engu að síður enn á kafi í vatni. 30. ágúst 2017 08:28 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira
Vísindamenn gagnrýndir fyrir að ræða þátt loftslagsbreytinga í Harvey Talsmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna þar sem margir loftslagssérfræðingar starfa gagnrýnir vísindamenn fyrir að tala um vísindi í tengslum við fellibylinn Harvey. 30. ágúst 2017 15:51
Tala látinna komin í tuttugu í Bandaríkjunum Vatnsyfirborðið hefur lækkað víða um Houston og er það í fyrsta sinn í nokkra daga. 30. ágúst 2017 17:39
Útgöngubann í Houston en útlit fyrir betra veður Spáð er að rigningunni sem hefur dunið á Houston-borg í Texas sloti með deginum. Allt að þriðjungur hennar er engu að síður enn á kafi í vatni. 30. ágúst 2017 08:28