Vísindamenn gagnrýndir fyrir að ræða þátt loftslagsbreytinga í Harvey Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2017 15:51 Gervitunglamynd sem sýnir leifar Harvey þegar þær gengu á land í Lúisíana í dag. NASA/NOAA GOES Project Bandaríska umhverfisstofnunin (EPA) sakar loftslagsvísindamenn um að blanda pólitík inn í harmleik með því að benda á að hnattræn hlýnun hafi átt þátt í hversu öflugur fellibylurinn Harvey hefur orðið.Úrkomumet hafa verið slegin eftir að Harvey gekk á land sem fjórða stigs fellibylur í Texas á föstudagskvöld. Áætlað er að allt að þriðjungur Houston-borgar liggi nú undir vatni. Yfir tuttugu manns hafa farist og þúsundir borgarbúa sjá fram á eignartjón af völdum vatnselgsins. Loftslagsvísindamenn hafa lengi varað við því að hnattræn hlýnun af völdum manna geti gert hitabeltisstorma og fellibyli öflugari jafnvel þó að þeir verði ekki endilega tíðari. Margir þeirra hafa bent á að þó að loftslagsbreytingar hafi ekki valdið Harvey þá hafi þær tvímælalaust gefið storminum meiri styrk. Hlýrri sjór og loft gera fellibyljum enda kleift að verða enn öflugri. Þrátt fyrir að vísindamenn EPA séu á meðal þeirra sem hafa komist að þessum niðurstöðum brást talskona stofnunarinnar önug við þegar hún var spurð út í tengsl Harvey við loftslagsbreytingar í gær, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. „EPA einbeitir sér að öryggi þeirra sem verða fyrir áhrifum af fellibylnum Harvey og að veita neyðarstuðning, ekki að taka þátt í tilraunum til þess að blanda pólitík inn í áframhaldandi harmleik,“ svaraði Liz Bowman, talskona EPA, þegar hún var spurð út í ummæli loftslagsvísindamanna.Stjórnmálaskoðanir hafa mikil áhrif á afstöðu Bandaríkjamanna til loftslagsbreytinga. Þannig vill fólk af hægri vængnum ekki heyra á það minnst að hnattræn hlýnun gæti hafa haft áhrif á hörmungarnar í Texas.Vísir/EPAAfneitun innleidd í UmhverfisstofnuninaBandarískir hægrimenn hafa almennt keppst við að gera lítið úr áhrifum hnattrænnar hlýnunar á hamfarirnar í Texas en þeir afneita vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum upp til hópa. Eftir að Donald Trump forseti skipaði Scott Pruitt sem forstjóra EPA hefur stofnunin fljótt skipt um stefnu í loftslagsmálum. Pruitt er áberandi andstæðingur loftslagsvísinda og hefur meðal annars sagt að hann trúi ekki niðurstöðu vísindamanna, þar á meðal hans eigin, að koltvísýringur sé meginorsök hnattrænnar hlýnunar á jörðinni. EPA hefur þannig fjarlægt upplýsingar um loftslagsbreytingar af vefsíðu sinni og tekið fyrstu skrefin í átt að því að afnema reglur sem settar voru í tíð Baracks Obama og miðuðu að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun. Rifjað hefur verið upp að aðeins nokkrum vikum áður en Harvey skall á Texas ákvað Trump að afnema reglur sem Obama hafði komið á að alríkisstjórnin þyrfti að taka tillit til aukinna flóða og vatnsskemmda vegna loftslagsbreytinga við mannvirkjagerð. Eins hefur verið bent á að sú staðreynd að borgaryfirvöld í Houston séu ein fárra sem kjósa að hafa ekkert deiliskipulag gæti hafa gert áhrif flóðanna af völdum Harvey verri en þau hefðu ella verið. Fellibylurinn Harvey Loftslagsmál Tengdar fréttir Hver millímetri viðheldur hörmungunum Íslenskur veðurfræðingur útskýrir hvað hefur gert Harvey að svo öflugum stormi. Ástandið muni ekki endilega skána þó að úrkoman minnki á næstu dögum. 29. ágúst 2017 15:30 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Bandaríska umhverfisstofnunin (EPA) sakar loftslagsvísindamenn um að blanda pólitík inn í harmleik með því að benda á að hnattræn hlýnun hafi átt þátt í hversu öflugur fellibylurinn Harvey hefur orðið.Úrkomumet hafa verið slegin eftir að Harvey gekk á land sem fjórða stigs fellibylur í Texas á föstudagskvöld. Áætlað er að allt að þriðjungur Houston-borgar liggi nú undir vatni. Yfir tuttugu manns hafa farist og þúsundir borgarbúa sjá fram á eignartjón af völdum vatnselgsins. Loftslagsvísindamenn hafa lengi varað við því að hnattræn hlýnun af völdum manna geti gert hitabeltisstorma og fellibyli öflugari jafnvel þó að þeir verði ekki endilega tíðari. Margir þeirra hafa bent á að þó að loftslagsbreytingar hafi ekki valdið Harvey þá hafi þær tvímælalaust gefið storminum meiri styrk. Hlýrri sjór og loft gera fellibyljum enda kleift að verða enn öflugri. Þrátt fyrir að vísindamenn EPA séu á meðal þeirra sem hafa komist að þessum niðurstöðum brást talskona stofnunarinnar önug við þegar hún var spurð út í tengsl Harvey við loftslagsbreytingar í gær, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. „EPA einbeitir sér að öryggi þeirra sem verða fyrir áhrifum af fellibylnum Harvey og að veita neyðarstuðning, ekki að taka þátt í tilraunum til þess að blanda pólitík inn í áframhaldandi harmleik,“ svaraði Liz Bowman, talskona EPA, þegar hún var spurð út í ummæli loftslagsvísindamanna.Stjórnmálaskoðanir hafa mikil áhrif á afstöðu Bandaríkjamanna til loftslagsbreytinga. Þannig vill fólk af hægri vængnum ekki heyra á það minnst að hnattræn hlýnun gæti hafa haft áhrif á hörmungarnar í Texas.Vísir/EPAAfneitun innleidd í UmhverfisstofnuninaBandarískir hægrimenn hafa almennt keppst við að gera lítið úr áhrifum hnattrænnar hlýnunar á hamfarirnar í Texas en þeir afneita vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum upp til hópa. Eftir að Donald Trump forseti skipaði Scott Pruitt sem forstjóra EPA hefur stofnunin fljótt skipt um stefnu í loftslagsmálum. Pruitt er áberandi andstæðingur loftslagsvísinda og hefur meðal annars sagt að hann trúi ekki niðurstöðu vísindamanna, þar á meðal hans eigin, að koltvísýringur sé meginorsök hnattrænnar hlýnunar á jörðinni. EPA hefur þannig fjarlægt upplýsingar um loftslagsbreytingar af vefsíðu sinni og tekið fyrstu skrefin í átt að því að afnema reglur sem settar voru í tíð Baracks Obama og miðuðu að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun. Rifjað hefur verið upp að aðeins nokkrum vikum áður en Harvey skall á Texas ákvað Trump að afnema reglur sem Obama hafði komið á að alríkisstjórnin þyrfti að taka tillit til aukinna flóða og vatnsskemmda vegna loftslagsbreytinga við mannvirkjagerð. Eins hefur verið bent á að sú staðreynd að borgaryfirvöld í Houston séu ein fárra sem kjósa að hafa ekkert deiliskipulag gæti hafa gert áhrif flóðanna af völdum Harvey verri en þau hefðu ella verið.
Fellibylurinn Harvey Loftslagsmál Tengdar fréttir Hver millímetri viðheldur hörmungunum Íslenskur veðurfræðingur útskýrir hvað hefur gert Harvey að svo öflugum stormi. Ástandið muni ekki endilega skána þó að úrkoman minnki á næstu dögum. 29. ágúst 2017 15:30 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Hver millímetri viðheldur hörmungunum Íslenskur veðurfræðingur útskýrir hvað hefur gert Harvey að svo öflugum stormi. Ástandið muni ekki endilega skána þó að úrkoman minnki á næstu dögum. 29. ágúst 2017 15:30