Innlent

The Times hvetur ferðamenn að fljúga beint til Akureyrar

Þórdís Valsdóttir skrifar
Flogið verður beint til Akureyrar frá nokkrum borgum í Bretlandi á næsta ári.
Flogið verður beint til Akureyrar frá nokkrum borgum í Bretlandi á næsta ári. vísir/völundur
Breska fréttaveitan The Times hvetur ferðamenn sem hafa áður ferðast til Reykjavíkur að ferðast heldur til Akureyrar og fara þannig ótroðnar slóðir.

Í greininni kemur fram að á næsta ári verður mögulegt að fljúga beint til Akureyrar frá ellefu borgum í Bretlandi. Innifalið í ferðinni, sem kostar tæplega hundrað þúsund krónur, er gisting í þrjár nætur og skipulögð ferð að Goðafossi og Dimmuborgum.



Ferðaskrifstofan Super Break stendur fyrir ferðunum og tekið er fram að ferðirnar séu tilvaldar til þess að fara á norðurljósaveiðar.

Fjöldinn allur af ferðamönnum ferðast til landsins á hverju ári í þeim tilgangi einum að berja norðurljósin augum og eru væntingar fólks gífurlegar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×