„Þetta verður virkilega slæmt en við erum mjög vel undirbúin“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. september 2017 19:58 Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir yfirvöld vel undirbúin fyrir komu Irmu. vísir/getty Íbúar í Flórída í Bandaríkjunum búa sig nú undir komu fellibylsins Irmu sem er einn sá öflugasti síðan mælingar hófust. Hann var 5. stigs fellibylur þegar hann hóf að herja á eyjar í Karíbahafi um miðja vikuna en hefur nú misst örlítið af styrk sínum og er nú skilgreindur sem 4. stigs fellibylur. Irma er engu að síður enn mjög öflug og hefur Brock Long, yfirmaður Bandarísku almannavarnastofnunarinnar, sagt að það sé ekki spurning hvort að íbúar Flórída verði fyrir barðinu á Irmu heldur hversu miklum usla hún veldur. Því er spáð að fellibylurinn nái strönd Flórída seint á sunnudag og fari þá yfir Flórídaskagann. Embættismenn hafa ítrekað varað íbúa Flórída við Irmu í dag og sagt þeim að vanmeta ekki fellibylinn og eyðilegginguna sem hann getur valdið. Þannig sagði ríkisstjórinn Rick Scott fyrr í dag að Irma væri mun stærri en fellibylurinn Andrew sem gekk yfir Flórída árið 1992 og er stærsti fellibylurinn sem skollið hefur á ströndum skagans. Þá hefur Donald Trump, Bandaríkjaforseti, einnig varað íbúa landsins við Irmu í dag en hann sagði fellibylinn geta valdið sögulegri eyðileggingu í landinu. Þegar hann yfirgaf Hvíta húsið í dag voru þetta skilaboð hans til landsmanna: „Við erum undirbúin. Við erum mjög vel undirbúin. Þetta verður virkilega slæmt en við erum mjög vel undirbúin. Vonandi fer allt vel.“ Að minnsta kosti 23 hafa látið lífið á hinum ýmsu eyjum í Karíbahafi vegna Irmu. Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Ríkisstjóri Flórída: Allir íbúar ríkisins búi sig undir að þurfa að yfirgefa heimili sín Rick Scott segir fellibylinn stærri en Flórída-ríki og því þurfi íbúar á bæði vestur- og austurströnd ríkisins að vera reiðubúnir að flýja. 8. september 2017 14:26 Trump segir Irmu geta valdið sögulegri eyðileggingu Bandaríkjaforseti segir alríkisstjórninina vinna með yfirvöldum í einstaka ríkjum að því að undirbúa komu fellibylsins til að hægt verði að komast hjá manntjóni. 8. september 2017 15:44 Íslendingar í farvegi Irmu láti vita af sér Íslendingar í Flórída og öðrum svæðum sem fellibylurinn Irma mun skella á eru beðnir um að láta ættingi og vini vita af sér. 8. september 2017 16:14 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Íbúar í Flórída í Bandaríkjunum búa sig nú undir komu fellibylsins Irmu sem er einn sá öflugasti síðan mælingar hófust. Hann var 5. stigs fellibylur þegar hann hóf að herja á eyjar í Karíbahafi um miðja vikuna en hefur nú misst örlítið af styrk sínum og er nú skilgreindur sem 4. stigs fellibylur. Irma er engu að síður enn mjög öflug og hefur Brock Long, yfirmaður Bandarísku almannavarnastofnunarinnar, sagt að það sé ekki spurning hvort að íbúar Flórída verði fyrir barðinu á Irmu heldur hversu miklum usla hún veldur. Því er spáð að fellibylurinn nái strönd Flórída seint á sunnudag og fari þá yfir Flórídaskagann. Embættismenn hafa ítrekað varað íbúa Flórída við Irmu í dag og sagt þeim að vanmeta ekki fellibylinn og eyðilegginguna sem hann getur valdið. Þannig sagði ríkisstjórinn Rick Scott fyrr í dag að Irma væri mun stærri en fellibylurinn Andrew sem gekk yfir Flórída árið 1992 og er stærsti fellibylurinn sem skollið hefur á ströndum skagans. Þá hefur Donald Trump, Bandaríkjaforseti, einnig varað íbúa landsins við Irmu í dag en hann sagði fellibylinn geta valdið sögulegri eyðileggingu í landinu. Þegar hann yfirgaf Hvíta húsið í dag voru þetta skilaboð hans til landsmanna: „Við erum undirbúin. Við erum mjög vel undirbúin. Þetta verður virkilega slæmt en við erum mjög vel undirbúin. Vonandi fer allt vel.“ Að minnsta kosti 23 hafa látið lífið á hinum ýmsu eyjum í Karíbahafi vegna Irmu.
Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Ríkisstjóri Flórída: Allir íbúar ríkisins búi sig undir að þurfa að yfirgefa heimili sín Rick Scott segir fellibylinn stærri en Flórída-ríki og því þurfi íbúar á bæði vestur- og austurströnd ríkisins að vera reiðubúnir að flýja. 8. september 2017 14:26 Trump segir Irmu geta valdið sögulegri eyðileggingu Bandaríkjaforseti segir alríkisstjórninina vinna með yfirvöldum í einstaka ríkjum að því að undirbúa komu fellibylsins til að hægt verði að komast hjá manntjóni. 8. september 2017 15:44 Íslendingar í farvegi Irmu láti vita af sér Íslendingar í Flórída og öðrum svæðum sem fellibylurinn Irma mun skella á eru beðnir um að láta ættingi og vini vita af sér. 8. september 2017 16:14 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Ríkisstjóri Flórída: Allir íbúar ríkisins búi sig undir að þurfa að yfirgefa heimili sín Rick Scott segir fellibylinn stærri en Flórída-ríki og því þurfi íbúar á bæði vestur- og austurströnd ríkisins að vera reiðubúnir að flýja. 8. september 2017 14:26
Trump segir Irmu geta valdið sögulegri eyðileggingu Bandaríkjaforseti segir alríkisstjórninina vinna með yfirvöldum í einstaka ríkjum að því að undirbúa komu fellibylsins til að hægt verði að komast hjá manntjóni. 8. september 2017 15:44
Íslendingar í farvegi Irmu láti vita af sér Íslendingar í Flórída og öðrum svæðum sem fellibylurinn Irma mun skella á eru beðnir um að láta ættingi og vini vita af sér. 8. september 2017 16:14