Eiður Smári Guðjohnsen er gestur Guðmundar Benediktssonar í viðtalsþættinum 1 á 1 í kvöld. Þátturinn hefst klukkan 22:10 og verður sýndur á Stöð 2 Sport HD.
Þar ræðir Eiður m.a. um af hverju hann hafnaði tilboði Breiðabliks um að spila með liðinu út tímabilið í Pepsi-deild karla. Ekkert varð því af því að hann spilaði með með elsta syni sínum, Sveini Aroni.
„Ég vildi ekki fjölmiðlafárið í kringum þetta. Feðgar að spila saman og allt sem myndi fylgja því. Ég hef aldrei haft mikinn áhuga á að spila á Íslandi en það kitlaði eitthvað að spila með syni mínum,“ sagði Eiður.
„Mér fannst það ekki náttúrulegt. Ég vildi bara leyfa honum að vera í friði. Minn tími er búinn og hans tími á að fá að renna upp og hann á að njóta sín.“
Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Eiður Smári í 1 á 1: Af hverju vildi hann ekki fara til Breiðabliks?
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mest lesið








Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn
Enski boltinn


Aron verður heldur ekki með í dag
Handbolti