Hreyfing til heilsu Unnur Pétursdóttir skrifar 8. september 2017 09:03 Allir, ungir sem aldnir, þurfa á hreyfingu að halda. Staðreyndin er hins vegar sú að samkvæmt alþjóðlegum tölum nær þriðjungur fullorðinna ekki þeirri lágmarkshreyfingu sem mælt er með. Þeirri staðreynd vilja sjúkraþjálfarar um allan heim vekja athygli á, nú þegar þeir fagna alþjóðlegum degi sjúkraþjálfunar, 8. september 2017. Þennan dag nýta sjúkraþjálfarar til vekja athygli á þjálfun, forvörnum og mikilvægi þess að allir njóti daglegrar hreyfingar, burtséð frá líkamsburðum. Hreyfing, sem hluti af daglegu lífi, bætir heilsu og líðan fólks og dregur úr áhættu á ýmsum sjúkdómum t.d. hjarta- og æðasjúkdómum og sykursýki af tegund 2. Að hreyfa sig og vera virkur í daglega lífinu er algerlega nauðsynlegt fyrir heilsu og vellíðan, það hafa fjölmargar rannsóknir sýnt fram á og sönnunargögnin eru ótvíræð. Samt sem áður er það ekki auðvelt fyrir alla og í raun erfitt fyrir marga. Lífstíll okkar og umhverfi þar sem við vinnum, leikum og lærum stuðlar ekki alltaf að líkamlegri virkni. Til eru einfaldar leiðir til að fella hreyfingu og líkamlega virkni inn í dagslegt amstur og á því vilja sjúkraþjálfarar vekja athygli. Æfing og hreyfing geta verið alls konar og geta falið í sér heimilisstörf og garðyrkju, auk dans, hlaupa eða hjólreiða svo fáein dæmi séu tekin. Sífelld aukin þekking á mannslíkamanum eykur skilning á hreyfikerfum og hreyfiþörf líkamans. Hér á Íslandi eru 600 sjúkraþjálfarar tilbúnir til að ræða við fólk og fræða um það hvernig hægt er að auka almenna daglega hreyfingu til heilsubótar.Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Unnur Pétursdóttir Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi. Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun 97 ár í sjálfboðaliðastarfi Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Allir, ungir sem aldnir, þurfa á hreyfingu að halda. Staðreyndin er hins vegar sú að samkvæmt alþjóðlegum tölum nær þriðjungur fullorðinna ekki þeirri lágmarkshreyfingu sem mælt er með. Þeirri staðreynd vilja sjúkraþjálfarar um allan heim vekja athygli á, nú þegar þeir fagna alþjóðlegum degi sjúkraþjálfunar, 8. september 2017. Þennan dag nýta sjúkraþjálfarar til vekja athygli á þjálfun, forvörnum og mikilvægi þess að allir njóti daglegrar hreyfingar, burtséð frá líkamsburðum. Hreyfing, sem hluti af daglegu lífi, bætir heilsu og líðan fólks og dregur úr áhættu á ýmsum sjúkdómum t.d. hjarta- og æðasjúkdómum og sykursýki af tegund 2. Að hreyfa sig og vera virkur í daglega lífinu er algerlega nauðsynlegt fyrir heilsu og vellíðan, það hafa fjölmargar rannsóknir sýnt fram á og sönnunargögnin eru ótvíræð. Samt sem áður er það ekki auðvelt fyrir alla og í raun erfitt fyrir marga. Lífstíll okkar og umhverfi þar sem við vinnum, leikum og lærum stuðlar ekki alltaf að líkamlegri virkni. Til eru einfaldar leiðir til að fella hreyfingu og líkamlega virkni inn í dagslegt amstur og á því vilja sjúkraþjálfarar vekja athygli. Æfing og hreyfing geta verið alls konar og geta falið í sér heimilisstörf og garðyrkju, auk dans, hlaupa eða hjólreiða svo fáein dæmi séu tekin. Sífelld aukin þekking á mannslíkamanum eykur skilning á hreyfikerfum og hreyfiþörf líkamans. Hér á Íslandi eru 600 sjúkraþjálfarar tilbúnir til að ræða við fólk og fræða um það hvernig hægt er að auka almenna daglega hreyfingu til heilsubótar.Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar