Um 5. stigs fellibyl er að ræða og varar Bandaríska fellibyljastofnunin við því að Irma geti valdið gríðarlega mikilli eyðileggingu á þeim svæðum sem hún fer um.
Mesti vindhraði sem Irma hefur náð hingað til er um 300 kílómetrar á klukkustund sem gera um 83 metra á sekúndu. Til samanburðar er mesti vindhraði sem mælst hefur á Íslandi 74,2 metrar á sekúndu.
Á gagnvirka kortinu hér fyrir neðan má fylgjast með Irmu en rétt er að taka fram að kortið byggir á spám nokkurra daga fram í tímann.