Ríkið í samningaviðræður við kennara og háskólafólk í haust Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. september 2017 06:00 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra. vísir/eyþór Samningaviðræður ríkisins við 17 aðildarfélög BHM eru hafnar og í nóvember hefjast formlegar kjaraviðræður við Félag framhaldsskólakennara. Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir mikilvægt að í komandi kjaraviðræðum leggi ríkið fram áætlun um það hvernig eigi að jafna laun milli opinbera markaðarins og almenna markaðarins. „Svo eru fjölmörg önnur atriði sem varða innri útfærslur á okkar kjarasamningi varðandi vinnutímaákvæði, kennsluskyldu og annað,“ segir Guðríður. Guðríður segir engar áætlanir hafa verið lagðar fram um jöfnun lífeyrisréttinda. „Það hefur bara ekkert komið fram, bara ekki neitt. Það var farið fram með talsverðu offorsi fyrir áramót að breyta lögum um lífeyrissjóð opinberra starfsmanna. Það var talað um að því ætti þá að fylgja jöfnun á launum milli markaða,“ segir Guðríður. Það sé ekki hægt að réttlæta launamun milli opinbera markaðarins og almenna markaðarins þegar búið er að jafna lífeyrisréttindin. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í gær að áherslan væri á að viðhalda þeirri kaupmáttaraukningu sem orðið hefur á undanförnum árum og byggja upp samkeppnishæft starfsumhverfi ríkisins. „Við nálgumst þetta verkefni við samningaviðræðurnar sem samstarfsverkefni við verkalýðsfélögin. Það er búið að lýsa því yfir að við ætlum að jafna kjör á almennum og opinberum markaði. Það hafa verði stigin mikilvæg skref í þá átt við samræmingu lífeyrisréttinda sem verður að fullu lokið á miðju næsta ári og í síðustu kjarasamningum lýsti ríkið því yfir að það vildi vinna að þessari samræmingu,“ segir Benedikt. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Markmiðið að viðhalda kaupmætti launa Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í dag áherslur ríkisins í komandi kjaraviðræðum við starfsmenn ríkisins. 5. september 2017 15:17 Meiri áhersla á starfsumhverfi en prósentur Fjármálaráðherra segir mikilvægt að varðveita kaupmáttaraukningu liðinna ára. Í komandi kjaraviðræðum við starfsmenn ríksins verður áhersla því lögð á að bæta vinnuumhverfi og önnur atriði sem ekki snúa beint að launaliðnum. 5. september 2017 20:00 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sjá meira
Samningaviðræður ríkisins við 17 aðildarfélög BHM eru hafnar og í nóvember hefjast formlegar kjaraviðræður við Félag framhaldsskólakennara. Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir mikilvægt að í komandi kjaraviðræðum leggi ríkið fram áætlun um það hvernig eigi að jafna laun milli opinbera markaðarins og almenna markaðarins. „Svo eru fjölmörg önnur atriði sem varða innri útfærslur á okkar kjarasamningi varðandi vinnutímaákvæði, kennsluskyldu og annað,“ segir Guðríður. Guðríður segir engar áætlanir hafa verið lagðar fram um jöfnun lífeyrisréttinda. „Það hefur bara ekkert komið fram, bara ekki neitt. Það var farið fram með talsverðu offorsi fyrir áramót að breyta lögum um lífeyrissjóð opinberra starfsmanna. Það var talað um að því ætti þá að fylgja jöfnun á launum milli markaða,“ segir Guðríður. Það sé ekki hægt að réttlæta launamun milli opinbera markaðarins og almenna markaðarins þegar búið er að jafna lífeyrisréttindin. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í gær að áherslan væri á að viðhalda þeirri kaupmáttaraukningu sem orðið hefur á undanförnum árum og byggja upp samkeppnishæft starfsumhverfi ríkisins. „Við nálgumst þetta verkefni við samningaviðræðurnar sem samstarfsverkefni við verkalýðsfélögin. Það er búið að lýsa því yfir að við ætlum að jafna kjör á almennum og opinberum markaði. Það hafa verði stigin mikilvæg skref í þá átt við samræmingu lífeyrisréttinda sem verður að fullu lokið á miðju næsta ári og í síðustu kjarasamningum lýsti ríkið því yfir að það vildi vinna að þessari samræmingu,“ segir Benedikt.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Markmiðið að viðhalda kaupmætti launa Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í dag áherslur ríkisins í komandi kjaraviðræðum við starfsmenn ríkisins. 5. september 2017 15:17 Meiri áhersla á starfsumhverfi en prósentur Fjármálaráðherra segir mikilvægt að varðveita kaupmáttaraukningu liðinna ára. Í komandi kjaraviðræðum við starfsmenn ríksins verður áhersla því lögð á að bæta vinnuumhverfi og önnur atriði sem ekki snúa beint að launaliðnum. 5. september 2017 20:00 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sjá meira
Markmiðið að viðhalda kaupmætti launa Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í dag áherslur ríkisins í komandi kjaraviðræðum við starfsmenn ríkisins. 5. september 2017 15:17
Meiri áhersla á starfsumhverfi en prósentur Fjármálaráðherra segir mikilvægt að varðveita kaupmáttaraukningu liðinna ára. Í komandi kjaraviðræðum við starfsmenn ríksins verður áhersla því lögð á að bæta vinnuumhverfi og önnur atriði sem ekki snúa beint að launaliðnum. 5. september 2017 20:00