Goldman Sachs fer með atkvæðarétt í Arion banka Kristinn Ingi Jónsson skrifar 6. september 2017 08:45 Stefnt er að hlutafjárútboði Arion banka síðar í október eða nóvember. vísir/eyþór Bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs, sem keypti fyrr á árinu 2,6 prósenta hlut í Arion banka, fer með atkvæðarétt í bankanum, að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi Kaupskila, dótturfélags Kaupþings. Atkvæðaréttur fylgir hins vegar ekki eignarhlutum vogunarsjóðanna Attestor Capital, Taconic Capital og Och-Ziff Capital að svo stöddu, en þeir keyptu samanlagt 26,6 prósenta hlut í bankanum. Goldman Sachs og vogunarsjóðirnir þrír keyptu samanlagt tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka af Kaupþingi fyrir ríflega 48,8 milljarða króna í mars síðastliðnum. Í kjölfarið sendi Fjármálaeftirlitið frá sér tilkynningu þar sem meðal annars kom fram að keyptu eignarhlutunum fylgdi ekki atkvæðaréttur að svo stöddu. Eftirlitið leiðrétti tilkynninguna skömmu síðar og tók þá fram að „Fjármálaeftirlitið hefur vitneskju um þetta atriði að því er varðar þrjá stærstu aðilana, en hefur ekki upplýsingar um þetta atriði varðandi þann fjórða“. Í ársreikningi Kaupskila fyrir síðasta ár kemur fram að félagið hafi fengið 26,58 prósent af atkvæðarétti í Arion banka sem að öðrum kosti hefði flust til kaupendanna, þ.e. vogunarsjóðanna þriggja, við söluna þar til kaupendurnir hafi verið metnir hæfir eigendur eða bankinn skráður á markað. Hlutum Goldman Sachs fylgir hins vegar atkvæðaréttur í bankanum. Eins og greint var frá í Markaðinum í síðasta mánuði munu hvorki vogunarsjóðirnir né Goldman Sachs bæta við hlut sinn í Arion banka síðar á árinu, en þeir hafa kauprétt að um 22 prósenta hlut til viðbótar sem gildir til 19. september.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Markaðir Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Sjá meira
Bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs, sem keypti fyrr á árinu 2,6 prósenta hlut í Arion banka, fer með atkvæðarétt í bankanum, að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi Kaupskila, dótturfélags Kaupþings. Atkvæðaréttur fylgir hins vegar ekki eignarhlutum vogunarsjóðanna Attestor Capital, Taconic Capital og Och-Ziff Capital að svo stöddu, en þeir keyptu samanlagt 26,6 prósenta hlut í bankanum. Goldman Sachs og vogunarsjóðirnir þrír keyptu samanlagt tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka af Kaupþingi fyrir ríflega 48,8 milljarða króna í mars síðastliðnum. Í kjölfarið sendi Fjármálaeftirlitið frá sér tilkynningu þar sem meðal annars kom fram að keyptu eignarhlutunum fylgdi ekki atkvæðaréttur að svo stöddu. Eftirlitið leiðrétti tilkynninguna skömmu síðar og tók þá fram að „Fjármálaeftirlitið hefur vitneskju um þetta atriði að því er varðar þrjá stærstu aðilana, en hefur ekki upplýsingar um þetta atriði varðandi þann fjórða“. Í ársreikningi Kaupskila fyrir síðasta ár kemur fram að félagið hafi fengið 26,58 prósent af atkvæðarétti í Arion banka sem að öðrum kosti hefði flust til kaupendanna, þ.e. vogunarsjóðanna þriggja, við söluna þar til kaupendurnir hafi verið metnir hæfir eigendur eða bankinn skráður á markað. Hlutum Goldman Sachs fylgir hins vegar atkvæðaréttur í bankanum. Eins og greint var frá í Markaðinum í síðasta mánuði munu hvorki vogunarsjóðirnir né Goldman Sachs bæta við hlut sinn í Arion banka síðar á árinu, en þeir hafa kauprétt að um 22 prósenta hlut til viðbótar sem gildir til 19. september.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Markaðir Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent