N1 fer fram á lægra kaupverð fyrir Festi vegna samdráttar hjá Krónunni Hörður Ægisson skrifar 6. september 2017 07:00 Festi rekur meðal annars sautján verslanir undir merkjum Krónunnar. Vísir/Ernir Olíufélagið N1 fer fram á að greiða lægra verð en tæplega 38 milljarða króna fyrir allt hlutafé Festar, næst stærsta smásölufélags landsins sem rekur meðal annars sautján verslanir undir merkjum Krónunnar, eins og gert var ráð fyrir í kaupsamkomulagi sem var undirritað í júní. Þar vegur þyngst að afkoma Krónunnar á undanförnum mánuðum hefur verið nokkuð undir áætlunum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Stjórnendur N1 vísa til þess, að sögn þeirra sem þekkja vel til stöðu mála, að í samningunum séu leiðréttingarákvæði sem kveði á um að kaupverðið skuli taka breytingum reynist afkoma félaganna ekki í samræmi við helstu skilmála kaupsamkomulagsins. Ekki fást upplýsingar um hversu mikinn afslátt N1 hyggst fara fram á af áður umsömdu kaupverði í viðræðum sínum við Festi. Tillögur N1 að lægra kaupverði hafa enn ekki verið formlega ræddar á fundum stjórnenda félaganna. Samkvæmt heimildum Markaðarins er nú búist við því að hagnaður verslana í rekstri Festar fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) verði í kringum tíu prósentum lægri á yfirstandandi rekstrarári en spár höfðu áður gert ráð fyrir. Þegar tilkynnt var um kaup N1 á öllu hlutafé Festar fyrir um þremur mánuðum kom fram að 37,9 milljarða króna heildarvirði Festar grundvallaðist meðal annars á áætlunum um að EBITDA rekstrarfélaganna – Krónunnar, Elko, Nóatúns og Kjarvals – yrði 2.125 milljónir. Minni EBITDA er sögð endurspegla sölusamdrátt hjá Krónunni eftir að Costco opnaði heildsöluverslun sína í lok maímánaðar en á móti kemur að rekstur raftækjaverslunarinnar Elko, sem einnig er í eigu Festar, hefur gengið betur en vonir stóðu til. Fyrirhuguð kaup N1 á Festi innihalda einnig á kaup á samtals 17 fasteignum félagsins sem eru samtals um 71.500 fermetrar að stærð.Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður Festa og einn stærsti hluthafi félagsins.Viðræður um endanlegan kaupsamning milli N1 og Festar standa enn yfir og er gert ráð fyrir niðurstöðu á þriðja ársfjórðungi. Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður Festar og einn stærsti hluthafi félagsins, segist í samtali við Markaðinn ekkert geta tjáð sig um viðræðurnar. Unnið sé að því að ljúka kaupsamningi. Þá vísar Hreggviður til þess að í skilmálum samkomulagsins, sem tilkynnt hafi verið um í byrjun júní, hafi verið gert ráð fyrir ákveðnu kaupverði og að það gæti orðið hærra – allt að einum milljarði – ef afkoma rekstrarfélaga Festar reynist umfram áætlanir. Ekki standi til að gera breytingar á þeim skilmálum af hálfu Festar.Ekki varhluta af innkomu Costco Þegar tilkynnt var um fyrirhuguð kaup N1 á Festi þann 9. júní síðastliðinn hækkuðu hlutabréf í olíufélaginu um nærri tíu prósent í verði. Var gengi bréfanna við lok markaðar þann dag 124 krónur á hlut. Gert er ráð fyrir að kaupverðið á Festi verði greitt með hlutum í N1 á genginu 115, jafnvirði 8.750 milljóna króna, og hins vegar með yfirtöku skulda og lántöku. Gengi bréfa N1 standa nú í 111,5 krónum á hlut en hlutabréfaverð félagsins hefur lækkað nokkuð síðustu vikur og mánuði. Afkoma N1 á fyrri árshelmingi olli vonbrigðum en EBITDA félagsins lækkaði um 30 prósent á milli ára. Stjórnendur gera hins vegar eftir sem áður ráð fyrir óbreyttri EBITDA á þessu ári og að hún verði á bilinu 3.500 til 3.600 milljónir króna. Lakari afkoma af rekstri Krónunnar er til marks um að verslunarkeðjan, rétt eins og smásölurisinn Hagar, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Bónuss og Hagkaups, hefur ekki farið varhluta af innkomu Costco á íslenskan dagvörumarkað. Hlutabréfaverð Haga hefur lækkað í verði um þriðjung frá opnun Costco og hefur félagið í tvígang sent frá sér afkomuviðvörun þar sem fram hefur komið að sölusamdráttur hafi orðið í júní og júlí og vísað til þess að breytt samkeppnisumhverfi hafi haft áhrif á rekstur og markaðsstöðu félagsins. Gert er ráð fyrir því að EBITDA Haga verði um 20 prósentum lægri á öðrum ársfjórðungi rekstrarársins en á sama tíma fyrir ári.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Markaðir Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ Atvinnulíf „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Olíufélagið N1 fer fram á að greiða lægra verð en tæplega 38 milljarða króna fyrir allt hlutafé Festar, næst stærsta smásölufélags landsins sem rekur meðal annars sautján verslanir undir merkjum Krónunnar, eins og gert var ráð fyrir í kaupsamkomulagi sem var undirritað í júní. Þar vegur þyngst að afkoma Krónunnar á undanförnum mánuðum hefur verið nokkuð undir áætlunum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Stjórnendur N1 vísa til þess, að sögn þeirra sem þekkja vel til stöðu mála, að í samningunum séu leiðréttingarákvæði sem kveði á um að kaupverðið skuli taka breytingum reynist afkoma félaganna ekki í samræmi við helstu skilmála kaupsamkomulagsins. Ekki fást upplýsingar um hversu mikinn afslátt N1 hyggst fara fram á af áður umsömdu kaupverði í viðræðum sínum við Festi. Tillögur N1 að lægra kaupverði hafa enn ekki verið formlega ræddar á fundum stjórnenda félaganna. Samkvæmt heimildum Markaðarins er nú búist við því að hagnaður verslana í rekstri Festar fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) verði í kringum tíu prósentum lægri á yfirstandandi rekstrarári en spár höfðu áður gert ráð fyrir. Þegar tilkynnt var um kaup N1 á öllu hlutafé Festar fyrir um þremur mánuðum kom fram að 37,9 milljarða króna heildarvirði Festar grundvallaðist meðal annars á áætlunum um að EBITDA rekstrarfélaganna – Krónunnar, Elko, Nóatúns og Kjarvals – yrði 2.125 milljónir. Minni EBITDA er sögð endurspegla sölusamdrátt hjá Krónunni eftir að Costco opnaði heildsöluverslun sína í lok maímánaðar en á móti kemur að rekstur raftækjaverslunarinnar Elko, sem einnig er í eigu Festar, hefur gengið betur en vonir stóðu til. Fyrirhuguð kaup N1 á Festi innihalda einnig á kaup á samtals 17 fasteignum félagsins sem eru samtals um 71.500 fermetrar að stærð.Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður Festa og einn stærsti hluthafi félagsins.Viðræður um endanlegan kaupsamning milli N1 og Festar standa enn yfir og er gert ráð fyrir niðurstöðu á þriðja ársfjórðungi. Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður Festar og einn stærsti hluthafi félagsins, segist í samtali við Markaðinn ekkert geta tjáð sig um viðræðurnar. Unnið sé að því að ljúka kaupsamningi. Þá vísar Hreggviður til þess að í skilmálum samkomulagsins, sem tilkynnt hafi verið um í byrjun júní, hafi verið gert ráð fyrir ákveðnu kaupverði og að það gæti orðið hærra – allt að einum milljarði – ef afkoma rekstrarfélaga Festar reynist umfram áætlanir. Ekki standi til að gera breytingar á þeim skilmálum af hálfu Festar.Ekki varhluta af innkomu Costco Þegar tilkynnt var um fyrirhuguð kaup N1 á Festi þann 9. júní síðastliðinn hækkuðu hlutabréf í olíufélaginu um nærri tíu prósent í verði. Var gengi bréfanna við lok markaðar þann dag 124 krónur á hlut. Gert er ráð fyrir að kaupverðið á Festi verði greitt með hlutum í N1 á genginu 115, jafnvirði 8.750 milljóna króna, og hins vegar með yfirtöku skulda og lántöku. Gengi bréfa N1 standa nú í 111,5 krónum á hlut en hlutabréfaverð félagsins hefur lækkað nokkuð síðustu vikur og mánuði. Afkoma N1 á fyrri árshelmingi olli vonbrigðum en EBITDA félagsins lækkaði um 30 prósent á milli ára. Stjórnendur gera hins vegar eftir sem áður ráð fyrir óbreyttri EBITDA á þessu ári og að hún verði á bilinu 3.500 til 3.600 milljónir króna. Lakari afkoma af rekstri Krónunnar er til marks um að verslunarkeðjan, rétt eins og smásölurisinn Hagar, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Bónuss og Hagkaups, hefur ekki farið varhluta af innkomu Costco á íslenskan dagvörumarkað. Hlutabréfaverð Haga hefur lækkað í verði um þriðjung frá opnun Costco og hefur félagið í tvígang sent frá sér afkomuviðvörun þar sem fram hefur komið að sölusamdráttur hafi orðið í júní og júlí og vísað til þess að breytt samkeppnisumhverfi hafi haft áhrif á rekstur og markaðsstöðu félagsins. Gert er ráð fyrir því að EBITDA Haga verði um 20 prósentum lægri á öðrum ársfjórðungi rekstrarársins en á sama tíma fyrir ári.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Markaðir Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ Atvinnulíf „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira