Fulltrúi VG lýsir einnig vantrausti á formennsku Brynjars Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2017 21:42 Svandís Svavarsdóttir segir nefndina ekki geta lokið málum sem varða uppreist æru undir formennsku Brynjars Níelssonar. Vísir/Eyþór Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, segir að nefndin geti ekki lokið málum sem varða uppreist æru undir formennsku Brynjars Níelssonar. Greint hefur verið frá því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ætli að fá heimild til að rjúfa þing á morgun. Gengið verði til kosninga 28. október. Í færslu á Facebook-síðu sinni skrifar Svandís að hægt verði að halda þingfundum áfram fram að kosningum og nefndarstarfi sömuleiðis. Nefnir hún að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafi í nógu að snúast varðandi uppreist æru. „Í ljósi nýjustu vendinga og stjórnarslita verður að halda þeirri umfjöllun áfram og ljúka með fullnægjandi hætti. Ljóst er að það getur ekki verið undir forystu Brynjars Níelssonar,“ skrifar Svandís.Viðreisn krafðist rannsóknar á embættisfærslum ráðherraBrynjar hefur verið gagnrýndur fyrir hvernig hann stýrði umfjöllun nefndarinnar um uppreist æru í sumar. Fulltrúar meirihlutans kynntu sér ekki gögn sem voru lögð fyrir nefndina sem vörðuðu uppreist æru Roberts Downey, dæmds barnaníðings. Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra Viðreisnar, lýsti vantrausti á formennsku Brynjars í samtali við Vísi í kvöld. Ráðgjafaráð Viðreisnar hafði þá samþykkt ályktun um að nefndin myndi rannsaka embættisfærslur forsætisráðherra og Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sem leiddu til stjórnarslita. Brynjar hafnaði gagnrýninni í samtali við Vísi og sagði ályktun Viðreisnar vanhugsaða. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Viðreisn vill rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar Flokkurinn vill að niðurstaða rannsóknar á störfum forsætis- og dómsmálaráðherra liggi fyrir áður en landsmenn ganga að kjörborðinu. 17. september 2017 17:09 Brynjar útilokar rannsókn þingnefndar á Bjarna og Sigríði Engin þörf er á því að embættisfærslur forsætis- og dómsmálaráðherra varðandi uppreist æru verði rannsakaðar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þrátt fyrir ályktun Viðreisnar þess efnis, að sögn Brynjars Níelssonar. 17. september 2017 20:22 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, segir að nefndin geti ekki lokið málum sem varða uppreist æru undir formennsku Brynjars Níelssonar. Greint hefur verið frá því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ætli að fá heimild til að rjúfa þing á morgun. Gengið verði til kosninga 28. október. Í færslu á Facebook-síðu sinni skrifar Svandís að hægt verði að halda þingfundum áfram fram að kosningum og nefndarstarfi sömuleiðis. Nefnir hún að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafi í nógu að snúast varðandi uppreist æru. „Í ljósi nýjustu vendinga og stjórnarslita verður að halda þeirri umfjöllun áfram og ljúka með fullnægjandi hætti. Ljóst er að það getur ekki verið undir forystu Brynjars Níelssonar,“ skrifar Svandís.Viðreisn krafðist rannsóknar á embættisfærslum ráðherraBrynjar hefur verið gagnrýndur fyrir hvernig hann stýrði umfjöllun nefndarinnar um uppreist æru í sumar. Fulltrúar meirihlutans kynntu sér ekki gögn sem voru lögð fyrir nefndina sem vörðuðu uppreist æru Roberts Downey, dæmds barnaníðings. Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra Viðreisnar, lýsti vantrausti á formennsku Brynjars í samtali við Vísi í kvöld. Ráðgjafaráð Viðreisnar hafði þá samþykkt ályktun um að nefndin myndi rannsaka embættisfærslur forsætisráðherra og Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sem leiddu til stjórnarslita. Brynjar hafnaði gagnrýninni í samtali við Vísi og sagði ályktun Viðreisnar vanhugsaða.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Viðreisn vill rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar Flokkurinn vill að niðurstaða rannsóknar á störfum forsætis- og dómsmálaráðherra liggi fyrir áður en landsmenn ganga að kjörborðinu. 17. september 2017 17:09 Brynjar útilokar rannsókn þingnefndar á Bjarna og Sigríði Engin þörf er á því að embættisfærslur forsætis- og dómsmálaráðherra varðandi uppreist æru verði rannsakaðar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þrátt fyrir ályktun Viðreisnar þess efnis, að sögn Brynjars Níelssonar. 17. september 2017 20:22 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
Viðreisn vill rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar Flokkurinn vill að niðurstaða rannsóknar á störfum forsætis- og dómsmálaráðherra liggi fyrir áður en landsmenn ganga að kjörborðinu. 17. september 2017 17:09
Brynjar útilokar rannsókn þingnefndar á Bjarna og Sigríði Engin þörf er á því að embættisfærslur forsætis- og dómsmálaráðherra varðandi uppreist æru verði rannsakaðar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þrátt fyrir ályktun Viðreisnar þess efnis, að sögn Brynjars Níelssonar. 17. september 2017 20:22