Segist heldur ekki hafa veitt Hjalta meðmæli vegna umsóknar um uppreist æru Kolbeinn Tumi Daðason og Samúel Karl Ólason skrifa 17. september 2017 17:48 Bréfin tvö sem fylgdu umsókn Hjalta Sigurjóns um uppreist æru. Haraldur segist hafa skrifað þau fyrir starfsumsókn Hjalta. Haraldur Þór Teitsson, framkvæmdastjóri hópferðabílafyrirtækisins Teits Jónassonar, segir að almenn meðmæli sem hann veitti Hjalta Sigurjóni Haukssyni til að sækja um vinnu hafi verið notuð í umsókn um uppreist æru án hans vitundar. Hann hefði aldrei veitt meðmæli í þeim tilgangi og gagnrýnir vinnubrögð dómsmálaráðuneytisins harðlega. Umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar, dæmds kynferðisbrotamanns, um uppreist æru í fyrra fylgdu þrjú umsagnarbréf. Undir rituðu Benedikt Sveinsson, einn eigenda Kynnisferða og faðir forsætisráðherra Bjarna Benediktssonar, Sveinn Matthíasson, næsti yfirmaður Hjalta hjá Kynnisferðum á sínum tíma, og Haraldur Þór. Hjalti hefur sjálfur viðurkennt, í samtali við Vísi í gær, að hafa sjálfur skrifað tvö umsagnarbréf og í framhaldinu fengið undirskriftir. Það hafi verið fljótlegra enda hafi þeir ætlað að veita sér umsögn hvort eð er. Ljóst er að um bréf Benedikts og Sveins er að ræða. Í yfirlýsingu frá Benedikt í vikunni, eftir að Vísir greindi frá því að hann væri einn umsagnaraðila, sagði að Hjalti hefði mætt með bréfið til hans og Benedikt einfaldlega skrifað undir. Hið sama var uppi á teningnum í tilfelli Sveins nema hvað að þar er að finna texta í bréfinu sem Sveinn neitar að hafa skrifað undir. Hann hafi aðeins skrifað undir bréf þar sem hann staðfesti hæfni Hjalta í starfi sem bílstjóra. Bréfin frá Benedikt og Sveini má sjá hér að neðan. Hjalti neitaði í samtali við Vísi í gær að hafa nokkuð átt við bréfin eða að nokkuð annað óeðlilegt hefði verið við bréfin.Bréfin sem undirrituð eru af Benedikt Sveinssyni og Sveini Matthíassyni eru eins uppsett og með sömu dagsetningu.Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná í Harald vegna málsins í vikunni og sendi hann fréttastofu yfirlýsingu í dag. Þar segir hann alls ekki rétt að hann hafi veitt Hjalta Sigurjóni meðmæli um uppreist æru. „Hið rétta er að ég veitti Hjalta almenn meðmæli í maí 2016 til að sækja um vinnu, eins og hann óskaði eftir. Meðmælabréfið til handa Hjalta Sigurjóni Haukssyni hafði ekkert með umsókn um uppreist æru að gera heldur var um að ræða meðmæli í vinnu þar sem staðfest var að Hjalti hefði starfað hjá okkur og ég gæti mælt með honum sem bílstjóra,“ segir Haraldur. Umsókn Hjalta fylgdu tvö bréf sem Haraldur skrifaði undir en þau má sjá hér að neðan. Hjalti starfaði í skamman tíma hjá Teiti og var sagt upp störfum eftir að í ljós kom að hann hafði keyrt skólarútu. Þar gaf hann sig á tal við dóttur fyrrverandi stjúpdóttur sinnar, þeirrar sem Hjalti hlaut fimm og hálfs árs dóm fyrir endurtekin kynferðisbrot gegn frá því hún var fimm ára. „Jafnframt vildi ég að það kæmi fram, gagnvart öðrum fyrirtækjum sem Hjalti kynni að leita starfa hjá, að þau gætu átt von á erfiðleikum vegna forsögu hans. Eins og fram hefur komið í fréttum var Hjalta sagt upp störfum hjá okkur eftir að í ljós kom að hann var dæmdur kynferðisbrotamaður,“ segir Haraldur í yfirlýsingunni. „Það að þessi bréf voru notuð sem meðmæli um uppreist æru Hjalta var gert án minnar vitundar og samþykkis. Undirrituðum var aldrei tjáð að þessi bréf yrðu notuð í þeim tilgangi enda hefðu þau aldrei verið veitt sem slík. Það eru forkastanleg vinnubrögð ráðuneytis að koma með þessum hætti aftan að grandalausu fólki. Það viðurkennist að um dómgreindarbrest var að ræða af minni hálfu að veita þessi meðmæli, þót þau hafi aðeins verið ætluð öðrum vinnuveitendum. Á þeim dómgreindarbresti biðst ég afsökunar af auðmýkt. Sást tekur það mig að þetta ömurlega mál hefur ýft upp djúp sár brotaþola Hjalta. Ég er miður mín vegna þess.“Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, virðist vera sá eini sem veitti Hjalta Sigurjóni umsögn vitandi að hún væri fyrir umsókn um uppreist æru.visir/hariTveir af þremur sverja af sér umsagnirnar Haraldur og Sveinn, tveir af þremur umsagnaraðilum í umsókn Hjalta, hafa því lýst yfir að hafa ekki veitt Hjalta umsögn um uppreist æru. Til að fá uppreist æru þarf að framvísa tveimur umsögnum. Velta má fyrir sér hvaða áhrif það hefur á uppreist æru Hjalta þegar í ljós er komið að aðeins ein umsögn, Benedikts Sveinssonar, var veitt vitandi að Hjalti ætlaði að óska eftir uppreist æru. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að verklagið við afgreiðslu uppreist æru væri fáránlegt. Ráðherra heyrði sjálf af því í júlí að Benedikt, faðir Bjarna Bendiktssonar forsætisráðherra, væri umsagnaraðili í umsókn um uppreist æru. Viðtalið við Sigríði í heild má heyra hér að neðan.Upplýsti hún í framhaldinu Bjarna um þá staðreynd. Hún segist hafa gert það því hún hafi viljað vita hvort Bjarni hefði haft einhverja aðkomu að málunum. Nokkrum vikum fyrr hafði dómsmálaráðuneytið hafnað aðgangi fjölmiðla að gögnum í máli Robert Downey, annars dæmds kynferðisbrotamanns sem hlaut uppreist æru. Þurftu fjölmiðlar að kæra þá ákvörðun til úrskurðarnefndar upplýsingamála sem heimilaði birtingu gagnanna með ákveðnum takmörkunum. Hafa fjölmiðlar fengið aðgang að gögnum í málum þeirra sem hlutu uppreist æru í fyrra. Von er á gögnum í næstu viku yfir alla þá sem hlotið hafa uppreist æru frá 1995. Í framhaldinu þótti Bjartri framtíð að trúnaðarbrestur hefði orðið í ríkisstjórnarsamstarfinu og sleit því á fimmtudagskvöld. Framundan eru kosningar, í annað skiptið á einu ári, sem stefnir í að verði laugardaginn 28. október. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Viðreisn vill rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar Flokkurinn vill að niðurstaða rannsóknar á störfum forsætis- og dómsmálaráðherra liggi fyrir áður en landsmenn ganga að kjörborðinu. 17. september 2017 17:09 Solla og Tolli veittu dæmdum nauðgara meðmæli vegna uppreist æru Maðurinn hlaut tveggja ára dóm fyrir nauðgun árið 1998. 17. september 2017 16:15 Heimdallur lýsir yfir vonbrigðum með Sigríði Andersen Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, lýsir yfir vonbrigðum með Sigríði Á. Andersen, starfandi dómsmálaráðherra, vegna trúnaðarbrests í starfi. Þetta kemur fram í ályktun sem félagið sendi frá sér í dag í kjölfar nýlegrar umræðu um uppreist æru og stjórnsýsluframkvæmd. 17. september 2017 16:47 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Sjá meira
Haraldur Þór Teitsson, framkvæmdastjóri hópferðabílafyrirtækisins Teits Jónassonar, segir að almenn meðmæli sem hann veitti Hjalta Sigurjóni Haukssyni til að sækja um vinnu hafi verið notuð í umsókn um uppreist æru án hans vitundar. Hann hefði aldrei veitt meðmæli í þeim tilgangi og gagnrýnir vinnubrögð dómsmálaráðuneytisins harðlega. Umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar, dæmds kynferðisbrotamanns, um uppreist æru í fyrra fylgdu þrjú umsagnarbréf. Undir rituðu Benedikt Sveinsson, einn eigenda Kynnisferða og faðir forsætisráðherra Bjarna Benediktssonar, Sveinn Matthíasson, næsti yfirmaður Hjalta hjá Kynnisferðum á sínum tíma, og Haraldur Þór. Hjalti hefur sjálfur viðurkennt, í samtali við Vísi í gær, að hafa sjálfur skrifað tvö umsagnarbréf og í framhaldinu fengið undirskriftir. Það hafi verið fljótlegra enda hafi þeir ætlað að veita sér umsögn hvort eð er. Ljóst er að um bréf Benedikts og Sveins er að ræða. Í yfirlýsingu frá Benedikt í vikunni, eftir að Vísir greindi frá því að hann væri einn umsagnaraðila, sagði að Hjalti hefði mætt með bréfið til hans og Benedikt einfaldlega skrifað undir. Hið sama var uppi á teningnum í tilfelli Sveins nema hvað að þar er að finna texta í bréfinu sem Sveinn neitar að hafa skrifað undir. Hann hafi aðeins skrifað undir bréf þar sem hann staðfesti hæfni Hjalta í starfi sem bílstjóra. Bréfin frá Benedikt og Sveini má sjá hér að neðan. Hjalti neitaði í samtali við Vísi í gær að hafa nokkuð átt við bréfin eða að nokkuð annað óeðlilegt hefði verið við bréfin.Bréfin sem undirrituð eru af Benedikt Sveinssyni og Sveini Matthíassyni eru eins uppsett og með sömu dagsetningu.Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná í Harald vegna málsins í vikunni og sendi hann fréttastofu yfirlýsingu í dag. Þar segir hann alls ekki rétt að hann hafi veitt Hjalta Sigurjóni meðmæli um uppreist æru. „Hið rétta er að ég veitti Hjalta almenn meðmæli í maí 2016 til að sækja um vinnu, eins og hann óskaði eftir. Meðmælabréfið til handa Hjalta Sigurjóni Haukssyni hafði ekkert með umsókn um uppreist æru að gera heldur var um að ræða meðmæli í vinnu þar sem staðfest var að Hjalti hefði starfað hjá okkur og ég gæti mælt með honum sem bílstjóra,“ segir Haraldur. Umsókn Hjalta fylgdu tvö bréf sem Haraldur skrifaði undir en þau má sjá hér að neðan. Hjalti starfaði í skamman tíma hjá Teiti og var sagt upp störfum eftir að í ljós kom að hann hafði keyrt skólarútu. Þar gaf hann sig á tal við dóttur fyrrverandi stjúpdóttur sinnar, þeirrar sem Hjalti hlaut fimm og hálfs árs dóm fyrir endurtekin kynferðisbrot gegn frá því hún var fimm ára. „Jafnframt vildi ég að það kæmi fram, gagnvart öðrum fyrirtækjum sem Hjalti kynni að leita starfa hjá, að þau gætu átt von á erfiðleikum vegna forsögu hans. Eins og fram hefur komið í fréttum var Hjalta sagt upp störfum hjá okkur eftir að í ljós kom að hann var dæmdur kynferðisbrotamaður,“ segir Haraldur í yfirlýsingunni. „Það að þessi bréf voru notuð sem meðmæli um uppreist æru Hjalta var gert án minnar vitundar og samþykkis. Undirrituðum var aldrei tjáð að þessi bréf yrðu notuð í þeim tilgangi enda hefðu þau aldrei verið veitt sem slík. Það eru forkastanleg vinnubrögð ráðuneytis að koma með þessum hætti aftan að grandalausu fólki. Það viðurkennist að um dómgreindarbrest var að ræða af minni hálfu að veita þessi meðmæli, þót þau hafi aðeins verið ætluð öðrum vinnuveitendum. Á þeim dómgreindarbresti biðst ég afsökunar af auðmýkt. Sást tekur það mig að þetta ömurlega mál hefur ýft upp djúp sár brotaþola Hjalta. Ég er miður mín vegna þess.“Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, virðist vera sá eini sem veitti Hjalta Sigurjóni umsögn vitandi að hún væri fyrir umsókn um uppreist æru.visir/hariTveir af þremur sverja af sér umsagnirnar Haraldur og Sveinn, tveir af þremur umsagnaraðilum í umsókn Hjalta, hafa því lýst yfir að hafa ekki veitt Hjalta umsögn um uppreist æru. Til að fá uppreist æru þarf að framvísa tveimur umsögnum. Velta má fyrir sér hvaða áhrif það hefur á uppreist æru Hjalta þegar í ljós er komið að aðeins ein umsögn, Benedikts Sveinssonar, var veitt vitandi að Hjalti ætlaði að óska eftir uppreist æru. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að verklagið við afgreiðslu uppreist æru væri fáránlegt. Ráðherra heyrði sjálf af því í júlí að Benedikt, faðir Bjarna Bendiktssonar forsætisráðherra, væri umsagnaraðili í umsókn um uppreist æru. Viðtalið við Sigríði í heild má heyra hér að neðan.Upplýsti hún í framhaldinu Bjarna um þá staðreynd. Hún segist hafa gert það því hún hafi viljað vita hvort Bjarni hefði haft einhverja aðkomu að málunum. Nokkrum vikum fyrr hafði dómsmálaráðuneytið hafnað aðgangi fjölmiðla að gögnum í máli Robert Downey, annars dæmds kynferðisbrotamanns sem hlaut uppreist æru. Þurftu fjölmiðlar að kæra þá ákvörðun til úrskurðarnefndar upplýsingamála sem heimilaði birtingu gagnanna með ákveðnum takmörkunum. Hafa fjölmiðlar fengið aðgang að gögnum í málum þeirra sem hlutu uppreist æru í fyrra. Von er á gögnum í næstu viku yfir alla þá sem hlotið hafa uppreist æru frá 1995. Í framhaldinu þótti Bjartri framtíð að trúnaðarbrestur hefði orðið í ríkisstjórnarsamstarfinu og sleit því á fimmtudagskvöld. Framundan eru kosningar, í annað skiptið á einu ári, sem stefnir í að verði laugardaginn 28. október.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Viðreisn vill rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar Flokkurinn vill að niðurstaða rannsóknar á störfum forsætis- og dómsmálaráðherra liggi fyrir áður en landsmenn ganga að kjörborðinu. 17. september 2017 17:09 Solla og Tolli veittu dæmdum nauðgara meðmæli vegna uppreist æru Maðurinn hlaut tveggja ára dóm fyrir nauðgun árið 1998. 17. september 2017 16:15 Heimdallur lýsir yfir vonbrigðum með Sigríði Andersen Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, lýsir yfir vonbrigðum með Sigríði Á. Andersen, starfandi dómsmálaráðherra, vegna trúnaðarbrests í starfi. Þetta kemur fram í ályktun sem félagið sendi frá sér í dag í kjölfar nýlegrar umræðu um uppreist æru og stjórnsýsluframkvæmd. 17. september 2017 16:47 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Sjá meira
Viðreisn vill rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar Flokkurinn vill að niðurstaða rannsóknar á störfum forsætis- og dómsmálaráðherra liggi fyrir áður en landsmenn ganga að kjörborðinu. 17. september 2017 17:09
Solla og Tolli veittu dæmdum nauðgara meðmæli vegna uppreist æru Maðurinn hlaut tveggja ára dóm fyrir nauðgun árið 1998. 17. september 2017 16:15
Heimdallur lýsir yfir vonbrigðum með Sigríði Andersen Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, lýsir yfir vonbrigðum með Sigríði Á. Andersen, starfandi dómsmálaráðherra, vegna trúnaðarbrests í starfi. Þetta kemur fram í ályktun sem félagið sendi frá sér í dag í kjölfar nýlegrar umræðu um uppreist æru og stjórnsýsluframkvæmd. 17. september 2017 16:47