Bergur Þór: „Það að stjórnin sé sprungin núna á þessu máli sannar alvarleika þess“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. september 2017 11:00 Bergur Þór Ingólfsson, faðir stúlku sem Robert Downey braut gegn, á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar á dögunum þegar málið var þar til umfjöllunar. vísir/ernir Bergur Þór Ingólfsson leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey braut á segir að sú staðreynd að ríkisstjórnin hafi fallið vegna mála sem tengjast uppreist æru kynferðisbrotamanna sýni hversu alvarlegt málið sé. Hann segist þakklátur fyrir hamingjuóskir sem honum og hans nánustu hafi borist en að málinu sé enn ekki lokið, aðalatriðið sé að endurskoða lög og reglur um uppreist æru. „Það er náttúrulega súrrealískt. Maður hefði aldrei getað ímyndað sér það að ástæðan fyrir allri þessari tregðu væri þessi. Ég hélt að kerfið væri bara svona erfitt og asnalegt, en að þetta væri ástæðan maður hefði aldrei getað ímyndað sér það,“ segir Bergur Þór í samtali við Vísi.Leyndarhyggjan sprakk „Þetta er ekkert mér að þakka eða mér að kenna eða neitt svoleiðis. Leyndarhyggjan bara sprakk.“ Fjölmargir hafa sent Bergi Þór kveðjur á Facebook í dag og í gær og ýmist óskað honum til hamingju eða þakkað honum fyrir baráttu sína í máli Robert Downey. Nokkrir hafa meira að segja skorað á hann sjálfan til að fara út í stjórnmál og berjast fyrir málinu á Alþingi. Hann segir þó að ekkert slíkt sé í kortunum. „Ég verð aldrei forsætisráðherra og fer aldrei út í pólitík, það er algjörlega klárt. Það er mjög erfitt fyrir mig að fólk sé að tala um að ég sé maður ársins og slíkt vegna þess að málið snýst um annað. Það snýst um að barnaníðingar fengu uppreist æru og við horfumst í augu við eldgömul og úrelt lög sem studdu undir það og urðu þess valdandi að níðingur dóttur okkar fékk lögmannsréttindi. það er auðvitað miðjan í málinu og við bara vonum að ríkisstjórnin sé fallin komi ekki í veg fyrir það að þetta verði allt saman leiðrétt og það helst sem fyrst. Að þingið nái að vinna í þeim málum áður en lengra er haldið því annars ef að verður kosið, sem ég vona að verði og ég vona að stjórnarskráin verði lögð fyrir í þeim kosningum um leið.“Upptöku frá innleggi Bergs Þórs af fundi stjórnskipunar- og allsherjarnefndar um málið í lok ágúst má sjá hér fyrir neðan.Bergur Þór leikstýrir um þessar mundir verkinu 1984 sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu í kvöld. Lokaæfingin var haldin í gær og segir hann að dystópísk veröld George Orwell hafi minnt hann á eigin baráttu við kerfið. „Þegar ég horfði á lokaæfingu í gær þá voru ótalmargar setningar sem tengjast þessu algjörlega. Af því ég er náttúrulega að vinna við að leikstýra þessu þá er ég á kafi en í gær á generalprufunni þá í rauninni fór ég í gegnum okkar baráttu við stóra bróður og Flokkinn, með stóru F-i.“Sigur fyrir alla þolendur ofbeldis Hann segist vona að gengið verði frá breytingu á lögum um uppreist æru áður en gengið verði til kosningar, fari svo að Alþingi þurfi að endurnýja umboð sitt. „Annars á þetta eftir að lita alla þessa kosningabaráttu því við hættum ekkert að hafa hátt. Við viljum að lögum um uppreist æru verði breytt sem fyrst og við viljum að lögum sem koma í veg fyrir það að barnaníðingar geti sinnt lögmannsstörfum verði líka komið á sem fyrst. Við viljum að upplýsingalög séu opin í eðli sínu en ekki lokuð. Þegar fólk vill fá að sjá sannleikann þá þurfi það ekki að berjast svona við þessi tröll heldur að stjórnsýslan sé opin og við getum fengið að sjá hvað er í gangi og að það sé ekki hægt að fela hluti fyrir fólki á persónulegum forsendum eins og núna er augljóst.“ Bergur segir að sigurinn í málinu sé upprisa fyrir alla þolendur ofbeldis og kynferðisofbeldis og ítrekar að hann hafi ekki staðið einn í baráttunni. „Það að stjórnin sé sprungin núna á þessu máli sannar alvarleika þess og er ákveðin upprisa fyrir alla þolendur ofbeldis og kynferðisofbeldis. Það er eiginlega sigurinn í þessu öllu saman og þetta er ekki allt í höfn einu sinni. Okkur vantar lögin, okkur vantar að þessu verði breytt. Auðvitað er ég mjög þakklátur fyrir allar kveðjurnar sem ég er að fá og við en guð minn góður ég hef ekki gert þetta einn, það er alveg borðleggjandi.“ Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Útköll vegna slagsmála Innlent Fleiri fréttir Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Sjá meira
Bergur Þór Ingólfsson leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey braut á segir að sú staðreynd að ríkisstjórnin hafi fallið vegna mála sem tengjast uppreist æru kynferðisbrotamanna sýni hversu alvarlegt málið sé. Hann segist þakklátur fyrir hamingjuóskir sem honum og hans nánustu hafi borist en að málinu sé enn ekki lokið, aðalatriðið sé að endurskoða lög og reglur um uppreist æru. „Það er náttúrulega súrrealískt. Maður hefði aldrei getað ímyndað sér það að ástæðan fyrir allri þessari tregðu væri þessi. Ég hélt að kerfið væri bara svona erfitt og asnalegt, en að þetta væri ástæðan maður hefði aldrei getað ímyndað sér það,“ segir Bergur Þór í samtali við Vísi.Leyndarhyggjan sprakk „Þetta er ekkert mér að þakka eða mér að kenna eða neitt svoleiðis. Leyndarhyggjan bara sprakk.“ Fjölmargir hafa sent Bergi Þór kveðjur á Facebook í dag og í gær og ýmist óskað honum til hamingju eða þakkað honum fyrir baráttu sína í máli Robert Downey. Nokkrir hafa meira að segja skorað á hann sjálfan til að fara út í stjórnmál og berjast fyrir málinu á Alþingi. Hann segir þó að ekkert slíkt sé í kortunum. „Ég verð aldrei forsætisráðherra og fer aldrei út í pólitík, það er algjörlega klárt. Það er mjög erfitt fyrir mig að fólk sé að tala um að ég sé maður ársins og slíkt vegna þess að málið snýst um annað. Það snýst um að barnaníðingar fengu uppreist æru og við horfumst í augu við eldgömul og úrelt lög sem studdu undir það og urðu þess valdandi að níðingur dóttur okkar fékk lögmannsréttindi. það er auðvitað miðjan í málinu og við bara vonum að ríkisstjórnin sé fallin komi ekki í veg fyrir það að þetta verði allt saman leiðrétt og það helst sem fyrst. Að þingið nái að vinna í þeim málum áður en lengra er haldið því annars ef að verður kosið, sem ég vona að verði og ég vona að stjórnarskráin verði lögð fyrir í þeim kosningum um leið.“Upptöku frá innleggi Bergs Þórs af fundi stjórnskipunar- og allsherjarnefndar um málið í lok ágúst má sjá hér fyrir neðan.Bergur Þór leikstýrir um þessar mundir verkinu 1984 sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu í kvöld. Lokaæfingin var haldin í gær og segir hann að dystópísk veröld George Orwell hafi minnt hann á eigin baráttu við kerfið. „Þegar ég horfði á lokaæfingu í gær þá voru ótalmargar setningar sem tengjast þessu algjörlega. Af því ég er náttúrulega að vinna við að leikstýra þessu þá er ég á kafi en í gær á generalprufunni þá í rauninni fór ég í gegnum okkar baráttu við stóra bróður og Flokkinn, með stóru F-i.“Sigur fyrir alla þolendur ofbeldis Hann segist vona að gengið verði frá breytingu á lögum um uppreist æru áður en gengið verði til kosningar, fari svo að Alþingi þurfi að endurnýja umboð sitt. „Annars á þetta eftir að lita alla þessa kosningabaráttu því við hættum ekkert að hafa hátt. Við viljum að lögum um uppreist æru verði breytt sem fyrst og við viljum að lögum sem koma í veg fyrir það að barnaníðingar geti sinnt lögmannsstörfum verði líka komið á sem fyrst. Við viljum að upplýsingalög séu opin í eðli sínu en ekki lokuð. Þegar fólk vill fá að sjá sannleikann þá þurfi það ekki að berjast svona við þessi tröll heldur að stjórnsýslan sé opin og við getum fengið að sjá hvað er í gangi og að það sé ekki hægt að fela hluti fyrir fólki á persónulegum forsendum eins og núna er augljóst.“ Bergur segir að sigurinn í málinu sé upprisa fyrir alla þolendur ofbeldis og kynferðisofbeldis og ítrekar að hann hafi ekki staðið einn í baráttunni. „Það að stjórnin sé sprungin núna á þessu máli sannar alvarleika þess og er ákveðin upprisa fyrir alla þolendur ofbeldis og kynferðisofbeldis. Það er eiginlega sigurinn í þessu öllu saman og þetta er ekki allt í höfn einu sinni. Okkur vantar lögin, okkur vantar að þessu verði breytt. Auðvitað er ég mjög þakklátur fyrir allar kveðjurnar sem ég er að fá og við en guð minn góður ég hef ekki gert þetta einn, það er alveg borðleggjandi.“
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Útköll vegna slagsmála Innlent Fleiri fréttir Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Sjá meira