Sigurður Ingi: „Óhjákvæmilegt að horfa til kosninga“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. september 2017 09:07 Ég skal viðurkenna það að að afleiðingin af þessu í gærkvöldi kom mér á óvart, segir Sigurður Ingi. Vísir/Ernir „Þetta eru allnokkur tíðindi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í samtali við Vísi um stjórnarslitin. Spurður hvað komi til greina í þessari stöðu, hvort reynt verði að mynda nýja ríkisstjórn eða hvort boða þurfi til kosninga, segist Sigurður alla þurfa að melta það sem hefur gerst. „Ég á von á því að flestir muni hitta sína þingflokka. Við Framsóknarmenn munum hittast eftir hádegið og fara yfir stöðuna og hvaða hugsanlegu möguleikar eru í stöðunni. Það er ljóst að eftir erfiðar stjórnarmyndunarviðræður síðasta vetur var þetta niðurstaðan. Þessi niðurstaða entist í átta mánuði. Ég held að það verði flókið að taka upp þráðinn þar sem stjórnarmyndunarviðræður hættu í janúar. Það gæti verið óhjákvæmilegt að horfa til kosninga, en ég ætla ekki að útiloka neitt og ætla að ræða við þingflokk minn áður en ég ræði þetta frekar,“ segir Sigurður Ingi. Framsóknarflokkurinn er með átta þingmenn og gæti fræðilega séð myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn, en frá Viðreisn bárust þau skilaboð við síðustu stjórnarmyndunarviðræður að flokkurinn myndi ekki vinna með Framsóknarflokknum. Í desember í fyrra sagðist Sigurður Ingi helst vilja mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum, en VG er með 10 þingmenn. Það þýðir að Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og VG yrðu með 39 manna meirihluta á þingi ef af því yrði. Sigurður segir í samtali við Vísi að hann muni fyrst ræða við þingflokk sinn áður en hann tjáir sig um nokkurn skapaðan hlut. Spurður út í þessa atburðarás alla, segir Sigurður að nokkrar spurningar hafi vaknað sem þarf að fara yfir á þinginu. „En ég skal viðurkenna það að að afleiðingin af þessu í gærkvöldi kom mér á óvart.“ Eins og áður hefur komið fram samþykkti stjórn Bjartrar framtíðar að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn, á fundi sínu í gærkvöldi. Í tilkynningu frá Bjartri framtíð segir að ástæðan sé alvarlegur trúnaðarbrestur innan ríkisstjórnarinnar.Boðað var til stjórnarfundarins í ljósi nýjustu vendinga í málum sem tengjast uppreist æru en greint var frá því í gær að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, hefði verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmds kynferðisbrotamanns, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra. Dómsmálaráðherra Sigríður Á. Andersen greindi Bjarna frá því í júlí að Benedikt faðir hans hefði mælt með uppreist æru fyrir Hjalta. Mánuði fyrr tilkynnti dómsmálaráðuneytið að það mæti það sem svo að ekki mætti birta nöfn umsagnaraðila. Alþingi Uppreist æru Tengdar fréttir Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 00:43 Björt Ólafsdóttir um stjórnarslitin: „Ljóst að traustinu er ekki fyrir að fara“ "Eins og staðan er núna þá leyfir samviskan okkur ekki annað en að slíta þessu samstarfi,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra Bjartrar framtíðar, en stjórn flokksins samþykkti á fundi seint í gærkvöldi að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 07:00 Viðreisn vill kosningar sem fyrst Þingflokkur Viðreisnar fundaði í Austurstræti frá klukkan rúmlega 1 eftir miðnætti til um klukkan 4. 15. september 2017 05:48 Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
„Þetta eru allnokkur tíðindi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í samtali við Vísi um stjórnarslitin. Spurður hvað komi til greina í þessari stöðu, hvort reynt verði að mynda nýja ríkisstjórn eða hvort boða þurfi til kosninga, segist Sigurður alla þurfa að melta það sem hefur gerst. „Ég á von á því að flestir muni hitta sína þingflokka. Við Framsóknarmenn munum hittast eftir hádegið og fara yfir stöðuna og hvaða hugsanlegu möguleikar eru í stöðunni. Það er ljóst að eftir erfiðar stjórnarmyndunarviðræður síðasta vetur var þetta niðurstaðan. Þessi niðurstaða entist í átta mánuði. Ég held að það verði flókið að taka upp þráðinn þar sem stjórnarmyndunarviðræður hættu í janúar. Það gæti verið óhjákvæmilegt að horfa til kosninga, en ég ætla ekki að útiloka neitt og ætla að ræða við þingflokk minn áður en ég ræði þetta frekar,“ segir Sigurður Ingi. Framsóknarflokkurinn er með átta þingmenn og gæti fræðilega séð myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn, en frá Viðreisn bárust þau skilaboð við síðustu stjórnarmyndunarviðræður að flokkurinn myndi ekki vinna með Framsóknarflokknum. Í desember í fyrra sagðist Sigurður Ingi helst vilja mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum, en VG er með 10 þingmenn. Það þýðir að Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og VG yrðu með 39 manna meirihluta á þingi ef af því yrði. Sigurður segir í samtali við Vísi að hann muni fyrst ræða við þingflokk sinn áður en hann tjáir sig um nokkurn skapaðan hlut. Spurður út í þessa atburðarás alla, segir Sigurður að nokkrar spurningar hafi vaknað sem þarf að fara yfir á þinginu. „En ég skal viðurkenna það að að afleiðingin af þessu í gærkvöldi kom mér á óvart.“ Eins og áður hefur komið fram samþykkti stjórn Bjartrar framtíðar að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn, á fundi sínu í gærkvöldi. Í tilkynningu frá Bjartri framtíð segir að ástæðan sé alvarlegur trúnaðarbrestur innan ríkisstjórnarinnar.Boðað var til stjórnarfundarins í ljósi nýjustu vendinga í málum sem tengjast uppreist æru en greint var frá því í gær að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, hefði verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmds kynferðisbrotamanns, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra. Dómsmálaráðherra Sigríður Á. Andersen greindi Bjarna frá því í júlí að Benedikt faðir hans hefði mælt með uppreist æru fyrir Hjalta. Mánuði fyrr tilkynnti dómsmálaráðuneytið að það mæti það sem svo að ekki mætti birta nöfn umsagnaraðila.
Alþingi Uppreist æru Tengdar fréttir Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 00:43 Björt Ólafsdóttir um stjórnarslitin: „Ljóst að traustinu er ekki fyrir að fara“ "Eins og staðan er núna þá leyfir samviskan okkur ekki annað en að slíta þessu samstarfi,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra Bjartrar framtíðar, en stjórn flokksins samþykkti á fundi seint í gærkvöldi að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 07:00 Viðreisn vill kosningar sem fyrst Þingflokkur Viðreisnar fundaði í Austurstræti frá klukkan rúmlega 1 eftir miðnætti til um klukkan 4. 15. september 2017 05:48 Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 00:43
Björt Ólafsdóttir um stjórnarslitin: „Ljóst að traustinu er ekki fyrir að fara“ "Eins og staðan er núna þá leyfir samviskan okkur ekki annað en að slíta þessu samstarfi,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra Bjartrar framtíðar, en stjórn flokksins samþykkti á fundi seint í gærkvöldi að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 07:00
Viðreisn vill kosningar sem fyrst Þingflokkur Viðreisnar fundaði í Austurstræti frá klukkan rúmlega 1 eftir miðnætti til um klukkan 4. 15. september 2017 05:48
Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06