Viðreisn vill kosningar sem fyrst Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. september 2017 05:48 Frá fundi þingflokks Viðreisnar í vor þegar ákveðið var hvaða þrír þingmenn flokksins yrðu ráðherrar. Visir/Eyþór Þingflokkur Viðreisnar kallar eftir því að kosið verði sem fyrst eftir að Björt framtíð ákvað í gærkvöldi að slíta stjórnarsamstarfinu vegna „alvarlegs trúnaðarbrests.“Þingflokkurinn fundaði í Austurstræti frá klukkan rúmlega 1 eftir miðnætti til um klukkan 4. Hann sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar fundarins þar sem segir meðal annars að það sé skylda stjórnvalda gagnvart almenningi að vinnubrögð standist stranga skoðun, í málum er varða uppreist æru og alvarlega glæpi eins og þá sem rætt var um í gær. „Fréttir gærdagsins af málsmeðferð um uppreist æru hafa vakið sterk viðbrögð innan raða Viðreisnar, líkt og í samfélaginu öllu. Vinnubrögð í málum af þessu tagi verða að standast stranga skoðun þar sem ekkert er undan dregið. Það er skylda stjórnvalda gagnvart almenningi og þolendum þeirra alvarlegu glæpa sem málið varðar. Í ljósi stöðunnar sem nú er komin upp telur þingflokkur Viðreisnar réttast að boðað verði til kosninga hið fyrsta,“ segir í tilkynningu þingflokksins. Staðan sem Viðreisn vísar til og Björt framtíð segir trúnaðarbrest snýr að því að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hafi leynt því fyrir samráðherrum og samstarfsflokkum í ríkisstjórn að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hefði verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmds kynferðisbrotamanns, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra. Sigríður greindi Bjarna frá umsögninni um mánuði eftir að ráðuneytið hafði gefið það út að engar upplýsingar myndu fást um meðmælendur þeirra sem hlotið hafa uppreist æru.Benedikt Jóhannesson ræddi málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Alþingi Uppreist æru Tengdar fréttir „Í villtustu bíómynd eða rugluðustu skáldsögu þá hefði manni ekki getað dottið þetta í hug“ Bergur Þór Ingólfsson, faðir stúlku sem Robert Downey braut gegn, segir að auðvitað hafi aðstandendum og brotaþolum dottið ýmislegt í hug þegar þau upplifðu tregðuna í kerfinu við að veita upplýsingar um uppreist æru Roberts sem hann fékk í september í fyrra. 14. september 2017 20:50 Eigin hagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 00:43 Björt Ólafsdóttir um stjórnarslitin: „Ljóst að traustinu er ekki fyrir að fara“ "Eins og staðan er núna þá leyfir samviskan okkur ekki annað en að slíta þessu samstarfi,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra Bjartrar framtíðar, en stjórn flokksins samþykkti á fundi seint í gærkvöldi að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 07:00 Sagði Bjarna frá umsögn föður hans mánuði eftir yfirlýsingu ráðuneytisins um þögn Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sagði Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, frá því að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila Hjalta Sigurjóns Haukssonar, dæmds kynferðisbrotamanns, á umsókn hans um uppreist æru. 14. september 2017 22:01 Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Þingflokkur Viðreisnar kallar eftir því að kosið verði sem fyrst eftir að Björt framtíð ákvað í gærkvöldi að slíta stjórnarsamstarfinu vegna „alvarlegs trúnaðarbrests.“Þingflokkurinn fundaði í Austurstræti frá klukkan rúmlega 1 eftir miðnætti til um klukkan 4. Hann sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar fundarins þar sem segir meðal annars að það sé skylda stjórnvalda gagnvart almenningi að vinnubrögð standist stranga skoðun, í málum er varða uppreist æru og alvarlega glæpi eins og þá sem rætt var um í gær. „Fréttir gærdagsins af málsmeðferð um uppreist æru hafa vakið sterk viðbrögð innan raða Viðreisnar, líkt og í samfélaginu öllu. Vinnubrögð í málum af þessu tagi verða að standast stranga skoðun þar sem ekkert er undan dregið. Það er skylda stjórnvalda gagnvart almenningi og þolendum þeirra alvarlegu glæpa sem málið varðar. Í ljósi stöðunnar sem nú er komin upp telur þingflokkur Viðreisnar réttast að boðað verði til kosninga hið fyrsta,“ segir í tilkynningu þingflokksins. Staðan sem Viðreisn vísar til og Björt framtíð segir trúnaðarbrest snýr að því að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hafi leynt því fyrir samráðherrum og samstarfsflokkum í ríkisstjórn að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hefði verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmds kynferðisbrotamanns, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra. Sigríður greindi Bjarna frá umsögninni um mánuði eftir að ráðuneytið hafði gefið það út að engar upplýsingar myndu fást um meðmælendur þeirra sem hlotið hafa uppreist æru.Benedikt Jóhannesson ræddi málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Alþingi Uppreist æru Tengdar fréttir „Í villtustu bíómynd eða rugluðustu skáldsögu þá hefði manni ekki getað dottið þetta í hug“ Bergur Þór Ingólfsson, faðir stúlku sem Robert Downey braut gegn, segir að auðvitað hafi aðstandendum og brotaþolum dottið ýmislegt í hug þegar þau upplifðu tregðuna í kerfinu við að veita upplýsingar um uppreist æru Roberts sem hann fékk í september í fyrra. 14. september 2017 20:50 Eigin hagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 00:43 Björt Ólafsdóttir um stjórnarslitin: „Ljóst að traustinu er ekki fyrir að fara“ "Eins og staðan er núna þá leyfir samviskan okkur ekki annað en að slíta þessu samstarfi,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra Bjartrar framtíðar, en stjórn flokksins samþykkti á fundi seint í gærkvöldi að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 07:00 Sagði Bjarna frá umsögn föður hans mánuði eftir yfirlýsingu ráðuneytisins um þögn Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sagði Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, frá því að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila Hjalta Sigurjóns Haukssonar, dæmds kynferðisbrotamanns, á umsókn hans um uppreist æru. 14. september 2017 22:01 Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
„Í villtustu bíómynd eða rugluðustu skáldsögu þá hefði manni ekki getað dottið þetta í hug“ Bergur Þór Ingólfsson, faðir stúlku sem Robert Downey braut gegn, segir að auðvitað hafi aðstandendum og brotaþolum dottið ýmislegt í hug þegar þau upplifðu tregðuna í kerfinu við að veita upplýsingar um uppreist æru Roberts sem hann fékk í september í fyrra. 14. september 2017 20:50
Eigin hagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 00:43
Björt Ólafsdóttir um stjórnarslitin: „Ljóst að traustinu er ekki fyrir að fara“ "Eins og staðan er núna þá leyfir samviskan okkur ekki annað en að slíta þessu samstarfi,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra Bjartrar framtíðar, en stjórn flokksins samþykkti á fundi seint í gærkvöldi að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 07:00
Sagði Bjarna frá umsögn föður hans mánuði eftir yfirlýsingu ráðuneytisins um þögn Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sagði Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, frá því að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila Hjalta Sigurjóns Haukssonar, dæmds kynferðisbrotamanns, á umsókn hans um uppreist æru. 14. september 2017 22:01
Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06