Kristján Guðmunds: Fyrst og fremst sáttur að vera kominn úr fallsæti Einar Kristinn Helgason skrifar 14. september 2017 20:55 Kristján Guðmundsson VÍSIR/eyþór Eyjamenn eru ekki lengur í fallsæti og verða það ekki í það minnsta um stutta stund. Þeir unnu Grindavík 2-1 á heimavelli í dag. Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, var vitaskuld ánægður í leikslok þegar hann ræddi við Vísi. „Þetta gekk upp í dag já, okkur tókst að sigra. Þetta voru náttúrulega erfiðar aðstæður en við náðum að vinna vel úr þeim í fyrri hálfleik og stóðum vaktina mjög vel í seini hálfleik, mér fannst við yfirvegaðir og fyrst og fremst þeir sem áttu að hugsa um að verjast.“ Þið eruð komnir úr fallsæti eins og er, hvað telur þú að sé nóg svo þið sleppir við fall? „Það er mjög erfitt að segja, eins og komið er eru öll liðin í neðri hlutanum að fá stig en við erum ánægðir að vera komnir úr fallsæti. Ég held við verðum að vinna allavega einn leik í viðbót svo er bara spurning hvar við viljum enda. Fyrst og fremst er ég þó sáttur við að vera kominn úr fallsæti og við ætlum að vinna út frá því.“ Shahab kom óvænt inn í byrjunarlið ÍBV í leiknum gegn KR í síðustu umferð og skoraði svo tvö mörk í leiknum í dag. Samkvæmt Kristjáni hefur Íraninn sýnt góða takta á æfingum og átt fyllilega skilið sæti í byrjunarliði. „Hann er búinn að vera mjög öflugur á æfingum í allt sumar, skora mikið og hefur jafnvel átt skilið að koma fyrr inn í liðið. Hann er bara að koma úr svo gjörsamlega allt öðruvísi knattspyrnuheimi í Íran að það hefur tekið hann langan tíma að aðlgast því að spila 11 gegn 11. Hann leit kannski ekkert sérstaklega vel út fyrr í sumar en nú er hann farinn að skilja betur fótboltann hérna í Evrópu og þetta getur hann, hann afgreiðir boltan hrikalega vel.“ Á hann eftir að skipta sköpum fyrir ykkur í lok leiktíðar? „Hann skipti allavega sköpum í dag, við verðum bara að halda honum lifandi og í gangi og halda áfram að þjálfa hann og kenna honum,“ segir Kristján og bætir við að varnarleikur liðsins hafi sömuleiðis verið til fyrirmyndar. „Yfirvegunin í varnarleiknum skipti einnig mjög miklu máli í dag.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Grindavík 2-1 | Eyjamenn úr fallsæti Eyjamenn lyftu sér upp í 9. sæti Pepsi deildarinnar, allavega um stundasakir, eftir mikilvægan heimasigur á Grindavík. 14. september 2017 20:45 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Eyjamenn eru ekki lengur í fallsæti og verða það ekki í það minnsta um stutta stund. Þeir unnu Grindavík 2-1 á heimavelli í dag. Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, var vitaskuld ánægður í leikslok þegar hann ræddi við Vísi. „Þetta gekk upp í dag já, okkur tókst að sigra. Þetta voru náttúrulega erfiðar aðstæður en við náðum að vinna vel úr þeim í fyrri hálfleik og stóðum vaktina mjög vel í seini hálfleik, mér fannst við yfirvegaðir og fyrst og fremst þeir sem áttu að hugsa um að verjast.“ Þið eruð komnir úr fallsæti eins og er, hvað telur þú að sé nóg svo þið sleppir við fall? „Það er mjög erfitt að segja, eins og komið er eru öll liðin í neðri hlutanum að fá stig en við erum ánægðir að vera komnir úr fallsæti. Ég held við verðum að vinna allavega einn leik í viðbót svo er bara spurning hvar við viljum enda. Fyrst og fremst er ég þó sáttur við að vera kominn úr fallsæti og við ætlum að vinna út frá því.“ Shahab kom óvænt inn í byrjunarlið ÍBV í leiknum gegn KR í síðustu umferð og skoraði svo tvö mörk í leiknum í dag. Samkvæmt Kristjáni hefur Íraninn sýnt góða takta á æfingum og átt fyllilega skilið sæti í byrjunarliði. „Hann er búinn að vera mjög öflugur á æfingum í allt sumar, skora mikið og hefur jafnvel átt skilið að koma fyrr inn í liðið. Hann er bara að koma úr svo gjörsamlega allt öðruvísi knattspyrnuheimi í Íran að það hefur tekið hann langan tíma að aðlgast því að spila 11 gegn 11. Hann leit kannski ekkert sérstaklega vel út fyrr í sumar en nú er hann farinn að skilja betur fótboltann hérna í Evrópu og þetta getur hann, hann afgreiðir boltan hrikalega vel.“ Á hann eftir að skipta sköpum fyrir ykkur í lok leiktíðar? „Hann skipti allavega sköpum í dag, við verðum bara að halda honum lifandi og í gangi og halda áfram að þjálfa hann og kenna honum,“ segir Kristján og bætir við að varnarleikur liðsins hafi sömuleiðis verið til fyrirmyndar. „Yfirvegunin í varnarleiknum skipti einnig mjög miklu máli í dag.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Grindavík 2-1 | Eyjamenn úr fallsæti Eyjamenn lyftu sér upp í 9. sæti Pepsi deildarinnar, allavega um stundasakir, eftir mikilvægan heimasigur á Grindavík. 14. september 2017 20:45 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Grindavík 2-1 | Eyjamenn úr fallsæti Eyjamenn lyftu sér upp í 9. sæti Pepsi deildarinnar, allavega um stundasakir, eftir mikilvægan heimasigur á Grindavík. 14. september 2017 20:45