Heildstæð úttekt sýnir hundraða milljarða gat Sigurður Hannesson skrifar 13. september 2017 07:00 Innviði landsins þarf að þróa og uppfæra í takt við þarfir samfélagsins og framtíð þess. Sú uppbygging er forsenda þess að atvinnulíf blómstri um land allt. Þetta á við um samgöngur, fjarskipti, gagnatengingar og raforku. Á síðustu árum hefur fjárfesting í innviðum verið of lítil og það mun bitna á okkur í framtíðinni verði ekki bætt í. Samkeppnishæfni Íslands er í húfi enda verðum við að standa jafnfætis öðrum ríkjum sem við viljum bera okkur saman við til að ná þeim lífskjörum sem sóst er eftir. Þess vegna er sérstaklega jákvætt að sjá forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar setja þessi mál í forgang fyrir komandi þingvetur en ljóst er að stórátak þarf til. Samtök iðnaðarins vinna að úttekt á stöðu innviða landsins. Heildstæð og ítarleg úttekt af því tagi hefur ekki verið gerð fyrr hér á landi svo vitað sé til en þessi vinna á sér erlendar fyrirmyndir. Ljóst er að fjárfesta þarf fyrir hundruð milljarða króna svo innviðir landsins séu nægilega sterkir og styðji við framtíðarvöxt.Brýn innviðaverkefni um land allt Innviðaverkefnin eru fjölmörg. Nægir að nefna að víða um land eru hættulegir vegakaflar og á hringveginum eru enn hátt í 40 einbreiðar brýr. Margoft hefur komið fram að á höfuðborgarsvæðinu þurfi að bæta samgöngur talsvert. Heilmikil raforka nýtist ekki sökum þess að flutningskerfi raforku er ófullkomið. Með því að bæta úr því væri raforka ekki eingöngu tryggari um land allt heldur yrðu til verðmæti í orku sem ella fer til spillis. Þá þarf að bæta gagnatengingar á landsbyggðinni verulega og það er öryggismál fyrir landsmenn að annar gagnastrengur verði lagður til útlanda. Gögn eru helsta hrávara fjórðu iðnbyltingarinnar en hún snýst að miklu leyti um söfnun þeirra og úrvinnslu. Verðmæti gagna eru mikil og því munu gagnatengingar skipa ríkari sess með tímanum.Samstarf einkaaðila og hins opinbera nauðsynlegt Það er morgunljóst að einkaaðilar verða að koma að uppbyggingu innviða hér á landi. Hið opinbera getur ekki eitt og sér staðið að framkvæmdum upp á hundruð milljarða á næstu árum. Innlendir jafnt sem erlendir fjárfestar eru áhugasamir um innviðauppbyggingu hér á landi. Þekking á rekstri slíkra verkefna hefur byggst upp hér og nægir þar að nefna fyrirtækið Spöl og Hvalfjarðargöngin. Til að setja þetta í samhengi er það rifjað upp að á 1100 ára afmæli byggðar í landinu var þjóðargjöfin Þjóðarbókhlaðan vestur á Melum. Raunar á bygging hússins sér lengri aðdraganda en framkvæmdir hófust árið 1978. Tuttugu árum eftir hin miklu tímamót, eða 1. desember árið 1994, var Þjóðarbókhlaðan tekin í notkun. Kostnaðurinn nam 2,5 milljörðum sem er um 8,4 milljarðar framreiknað með byggingavísitölu. Þetta minnir okkur svo sannarlega á að framkvæmdir á vegum hins opinbera geta tekið óralangan tíma, jafnvel þótt kostnaðurinn sé ekkert í líkingu við uppsafnaða þörf. Slíkan tíma höfum við ekki til stefnu þegar kemur að innviðum Íslands.Núna er rétti tíminn til framkvæmda Á næstu árum mun draga úr hagvexti samkvæmt spám Seðlabanka Íslands. Þar með skapast svigrúm til framkvæmda. Þessu til viðbótar þarf hvort sem er að fjárfesta til að styðja við framtíðarvöxt. Niðurstöður nýlegra útboða í gatnagerð á höfuðborgarsvæðinu benda til þess að nú sé hagstætt að ráðast í framkvæmdir. Það er ekki eftir neinu að bíða.Greinarhöfundur er Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Sigurður Hannesson Skoðun Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Innviði landsins þarf að þróa og uppfæra í takt við þarfir samfélagsins og framtíð þess. Sú uppbygging er forsenda þess að atvinnulíf blómstri um land allt. Þetta á við um samgöngur, fjarskipti, gagnatengingar og raforku. Á síðustu árum hefur fjárfesting í innviðum verið of lítil og það mun bitna á okkur í framtíðinni verði ekki bætt í. Samkeppnishæfni Íslands er í húfi enda verðum við að standa jafnfætis öðrum ríkjum sem við viljum bera okkur saman við til að ná þeim lífskjörum sem sóst er eftir. Þess vegna er sérstaklega jákvætt að sjá forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar setja þessi mál í forgang fyrir komandi þingvetur en ljóst er að stórátak þarf til. Samtök iðnaðarins vinna að úttekt á stöðu innviða landsins. Heildstæð og ítarleg úttekt af því tagi hefur ekki verið gerð fyrr hér á landi svo vitað sé til en þessi vinna á sér erlendar fyrirmyndir. Ljóst er að fjárfesta þarf fyrir hundruð milljarða króna svo innviðir landsins séu nægilega sterkir og styðji við framtíðarvöxt.Brýn innviðaverkefni um land allt Innviðaverkefnin eru fjölmörg. Nægir að nefna að víða um land eru hættulegir vegakaflar og á hringveginum eru enn hátt í 40 einbreiðar brýr. Margoft hefur komið fram að á höfuðborgarsvæðinu þurfi að bæta samgöngur talsvert. Heilmikil raforka nýtist ekki sökum þess að flutningskerfi raforku er ófullkomið. Með því að bæta úr því væri raforka ekki eingöngu tryggari um land allt heldur yrðu til verðmæti í orku sem ella fer til spillis. Þá þarf að bæta gagnatengingar á landsbyggðinni verulega og það er öryggismál fyrir landsmenn að annar gagnastrengur verði lagður til útlanda. Gögn eru helsta hrávara fjórðu iðnbyltingarinnar en hún snýst að miklu leyti um söfnun þeirra og úrvinnslu. Verðmæti gagna eru mikil og því munu gagnatengingar skipa ríkari sess með tímanum.Samstarf einkaaðila og hins opinbera nauðsynlegt Það er morgunljóst að einkaaðilar verða að koma að uppbyggingu innviða hér á landi. Hið opinbera getur ekki eitt og sér staðið að framkvæmdum upp á hundruð milljarða á næstu árum. Innlendir jafnt sem erlendir fjárfestar eru áhugasamir um innviðauppbyggingu hér á landi. Þekking á rekstri slíkra verkefna hefur byggst upp hér og nægir þar að nefna fyrirtækið Spöl og Hvalfjarðargöngin. Til að setja þetta í samhengi er það rifjað upp að á 1100 ára afmæli byggðar í landinu var þjóðargjöfin Þjóðarbókhlaðan vestur á Melum. Raunar á bygging hússins sér lengri aðdraganda en framkvæmdir hófust árið 1978. Tuttugu árum eftir hin miklu tímamót, eða 1. desember árið 1994, var Þjóðarbókhlaðan tekin í notkun. Kostnaðurinn nam 2,5 milljörðum sem er um 8,4 milljarðar framreiknað með byggingavísitölu. Þetta minnir okkur svo sannarlega á að framkvæmdir á vegum hins opinbera geta tekið óralangan tíma, jafnvel þótt kostnaðurinn sé ekkert í líkingu við uppsafnaða þörf. Slíkan tíma höfum við ekki til stefnu þegar kemur að innviðum Íslands.Núna er rétti tíminn til framkvæmda Á næstu árum mun draga úr hagvexti samkvæmt spám Seðlabanka Íslands. Þar með skapast svigrúm til framkvæmda. Þessu til viðbótar þarf hvort sem er að fjárfesta til að styðja við framtíðarvöxt. Niðurstöður nýlegra útboða í gatnagerð á höfuðborgarsvæðinu benda til þess að nú sé hagstætt að ráðast í framkvæmdir. Það er ekki eftir neinu að bíða.Greinarhöfundur er Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun