Forsetinn sendi Alþingi ótvíræð skilaboð varðandi stjórnarskrána Heimir Már Pétursson skrifar 12. september 2017 19:00 Forseti Íslands skorar á Alþingi að breyta stjórnarskránni og lögum hvað varðar völd forseta, og þá alveg sérstaklega um aðkomu hans að því að fólk fái uppreist æru. Ekki verði unað við óbreytt ástand og ekki unnið áfram eftir óbreyttu verklagi. Þá verða á hlusta á ríka kröfu um aðrar breytingar á stjórnarskránni. Alþingi var sett með hefðbundnum hætti í dag. Þingmenn og aðrir gestir fóru til guðsþjónustu í Dómkirkjunni og að henni lokinni ávarpaði forseti Íslands Alþingi. Guðni Th. Jóhannesson gerði stjórnarskrána að umtalsefni í ávarpi sínu til þingmanna. Hann sagði Alþingi þungamiðju stjórnskipunar landsins og þangað horfði fólk þegar það æskti endurskoðunar á lögum landsins og því mikilvægt að þingið væri traustsins vert. „Þau sjóinarmið hafa lengi heyrst í samfélaginu og þessum sal að skilgreina þurfi betur í stjórnarskrá völd og ábyrgð forseta Íslands,“ sagði Guðni. Ekki vegna þess að sá þáttur væri brýnni en aðrir þegar rætt væri um breytingar á grunnsáttmála þjóðarinnar, heldur lægi beint við að huga að þessum þætti vegna nýlegra álitamála um stjórnskipulega stöðu forsetans. „Fyrr í sumar brugðust fjölmargir ókvæða við þegar kynferðisbrotamenn fengu uppreist æru eftir afplánun dóms. Engu skipti að stuðst var við lög og ríka hefð um framkvæmdina. Þetta skipti engu vegna þess að lagahugtakið uppreist æru þykir úrelt og villandi. Löngu er tímabært að það heyri sögunni til,“ sagði forsetinn. Vissulega ættu þeir sem tekið hefðu út dóm að feta áfram lífsins göngu þrátt fyrir þær þjáningar sem þeir hefðu valdið öðrum. Einlæg iðrun og yfirbót væru til góðs. „Og þótt fólk geti hlotið borgaraleg réttindi á ný að lokinni betrunar- og refsivist hefur slík aðgerð ekkert með æru að gera. Þá er það sjónarmið skynsamlegt sem alþingismenn hafa lýst að endurheimt ýmissra réttinda megi skilyrða og takmarka að lögum í ljósi þess afbrots sem framið var,“ sagði Guðni. Forsetinn sagði menn verða að læra af biturri reynslu og ásetningur Alþingis og ríkisstjórnar um breytingar á lögum um uppreist æru gæfi honum von um að svo fari. Það sé mikilvægt að hlusta þegar fólki sé misboðið og færi rök fyrir sínu máli og að menn axli ábyrgð. „Sú er raunin núna. Við óbreytt ástand verður ekki unað. Eftir óbreytti verklagi verður ekki unnið,“ sagði forsetinn. Þá lýsti hann þeirri von sinni að Alþingi yrði einnig við kröfum um endurskoðun á stjórnarskrá Íslands á þeim grundvelli sem unnið hafi verið á undanförnum árum á vettvangi stjórnlagaráðs og stjórnarskrárnefnda. Alþingi Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Sjá meira
Forseti Íslands skorar á Alþingi að breyta stjórnarskránni og lögum hvað varðar völd forseta, og þá alveg sérstaklega um aðkomu hans að því að fólk fái uppreist æru. Ekki verði unað við óbreytt ástand og ekki unnið áfram eftir óbreyttu verklagi. Þá verða á hlusta á ríka kröfu um aðrar breytingar á stjórnarskránni. Alþingi var sett með hefðbundnum hætti í dag. Þingmenn og aðrir gestir fóru til guðsþjónustu í Dómkirkjunni og að henni lokinni ávarpaði forseti Íslands Alþingi. Guðni Th. Jóhannesson gerði stjórnarskrána að umtalsefni í ávarpi sínu til þingmanna. Hann sagði Alþingi þungamiðju stjórnskipunar landsins og þangað horfði fólk þegar það æskti endurskoðunar á lögum landsins og því mikilvægt að þingið væri traustsins vert. „Þau sjóinarmið hafa lengi heyrst í samfélaginu og þessum sal að skilgreina þurfi betur í stjórnarskrá völd og ábyrgð forseta Íslands,“ sagði Guðni. Ekki vegna þess að sá þáttur væri brýnni en aðrir þegar rætt væri um breytingar á grunnsáttmála þjóðarinnar, heldur lægi beint við að huga að þessum þætti vegna nýlegra álitamála um stjórnskipulega stöðu forsetans. „Fyrr í sumar brugðust fjölmargir ókvæða við þegar kynferðisbrotamenn fengu uppreist æru eftir afplánun dóms. Engu skipti að stuðst var við lög og ríka hefð um framkvæmdina. Þetta skipti engu vegna þess að lagahugtakið uppreist æru þykir úrelt og villandi. Löngu er tímabært að það heyri sögunni til,“ sagði forsetinn. Vissulega ættu þeir sem tekið hefðu út dóm að feta áfram lífsins göngu þrátt fyrir þær þjáningar sem þeir hefðu valdið öðrum. Einlæg iðrun og yfirbót væru til góðs. „Og þótt fólk geti hlotið borgaraleg réttindi á ný að lokinni betrunar- og refsivist hefur slík aðgerð ekkert með æru að gera. Þá er það sjónarmið skynsamlegt sem alþingismenn hafa lýst að endurheimt ýmissra réttinda megi skilyrða og takmarka að lögum í ljósi þess afbrots sem framið var,“ sagði Guðni. Forsetinn sagði menn verða að læra af biturri reynslu og ásetningur Alþingis og ríkisstjórnar um breytingar á lögum um uppreist æru gæfi honum von um að svo fari. Það sé mikilvægt að hlusta þegar fólki sé misboðið og færi rök fyrir sínu máli og að menn axli ábyrgð. „Sú er raunin núna. Við óbreytt ástand verður ekki unað. Eftir óbreytti verklagi verður ekki unnið,“ sagði forsetinn. Þá lýsti hann þeirri von sinni að Alþingi yrði einnig við kröfum um endurskoðun á stjórnarskrá Íslands á þeim grundvelli sem unnið hafi verið á undanförnum árum á vettvangi stjórnlagaráðs og stjórnarskrárnefnda.
Alþingi Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Sjá meira