Hvíta húsið tekur orsakir loftslagsbreytinga ekki alvarlega Kjartan Kjartansson skrifar 12. september 2017 17:00 Með hækkandi sjávarstöðu og hlýnandi jörðu eykst hættan á öflugum fellibyljum og flóðum. Myndin er frá Jacksonville þar sem ár flæddu yfir bakka sína í gær. Vísir/AFP Heimavarnaráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta segir að ríkisstjórn hans taki afleiðingar loftslagsbreytinga alvarlega en ekki orsakir þeirra. Hann segir að bíða þurfi betri tíma um tengsl hnattrænnar hlýnunar við tvo öfluga fellibyli sem hafa skollið á Bandaríkjunum með skömmu millibili. Töluvert hefur verið rætt um hvernig hnattræn hlýnun af völdum manna gæti hafa aukið styrk fellibyljanna Harvey og Irmu sem hafa valdið mannskaða og eyðileggingu í sunnanverðum Bandaríkjunum á skömmum tíma. Vísindamenn hafa bent á að þó að loftslagsbreytingar valdi ekki myndun fellibyljanna þá geri hlýrri sjór og loft þeim kleift að verða öflugari en ella.Segist þurfa að rannsaka tengslin beturSlík umræða er þó eitur í beinum ríkisstjórnar Trump og fjölda repúblikana en meirihluti þeirra afneitar vísindalegri þekkingu á orsökum loftslagsbreytinga. Þannig sagði Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA), að það væri „tillitsleysi“ í garð Texas-búa að ræða um hvort að loftslagsbreytingar hafi gert fellibylinn Harvey enn öflugri. Pruitt hefur áður sagst ekki trúa því að koltvísýringur sé aðalorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar, þvert á það sem loftslagsvísindamenn, þar á meðal hans eigin stofnunar, segja.Bossert sagðist ekki hafa getu til að greina orsakir fellibyljanna í Bandaríkjanna að svo stöddu.Vísir/AFPÁ blaðamannafundi Hvíta hússins í gær var Tom Bossert, heimavarnaráðgjafi Trump, spurður út í tengsl loftslagsbreytinga við veðuröfgarnar. Sagði hann of snemmt að segja til um það og að ríkisstjórnin þyrfti að ráðast í greiningu á hver leitnin væri í þeim efnum „við síðara tæifæri“. „Við höldum áfram að taka loftslagsbreytingar alvarlega, ekki orsakir þeirra, heldur það sem við sjáum,“ sagði Bossert, að því er kemur fram í frétt CNN.Ætla að taka mið af framtíðaraðstæðumRíkisstjórn Trump hefur haft hraðar hendur við að afnema ýmsar reglur sem settar voru á til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga og aðlagast þeim frá því að hann tók við völdum. Þannig hefur verið á það bent að Trump afnam reglur um að taka þyrfti tillit til framtíðarflóða í hlýnandi heimi við mannvirkjagerð sem alríkisstjórnin leggur fé í rétt áður en Harvey olli sögulegum flóðum í Texas. Bossert tók þó fram á fundinum að Trump ætlaði að ganga úr skugga um að alríkisfé yrði ekki notað til að endurreisa hluti sem yrðu í hættu í framtíðinni eða yrðu ekki hannaðir til að standa af sér frekari flóð. Donald Trump Fellibylurinn Harvey Fellibylurinn Irma Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Heimavarnaráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta segir að ríkisstjórn hans taki afleiðingar loftslagsbreytinga alvarlega en ekki orsakir þeirra. Hann segir að bíða þurfi betri tíma um tengsl hnattrænnar hlýnunar við tvo öfluga fellibyli sem hafa skollið á Bandaríkjunum með skömmu millibili. Töluvert hefur verið rætt um hvernig hnattræn hlýnun af völdum manna gæti hafa aukið styrk fellibyljanna Harvey og Irmu sem hafa valdið mannskaða og eyðileggingu í sunnanverðum Bandaríkjunum á skömmum tíma. Vísindamenn hafa bent á að þó að loftslagsbreytingar valdi ekki myndun fellibyljanna þá geri hlýrri sjór og loft þeim kleift að verða öflugari en ella.Segist þurfa að rannsaka tengslin beturSlík umræða er þó eitur í beinum ríkisstjórnar Trump og fjölda repúblikana en meirihluti þeirra afneitar vísindalegri þekkingu á orsökum loftslagsbreytinga. Þannig sagði Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA), að það væri „tillitsleysi“ í garð Texas-búa að ræða um hvort að loftslagsbreytingar hafi gert fellibylinn Harvey enn öflugri. Pruitt hefur áður sagst ekki trúa því að koltvísýringur sé aðalorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar, þvert á það sem loftslagsvísindamenn, þar á meðal hans eigin stofnunar, segja.Bossert sagðist ekki hafa getu til að greina orsakir fellibyljanna í Bandaríkjanna að svo stöddu.Vísir/AFPÁ blaðamannafundi Hvíta hússins í gær var Tom Bossert, heimavarnaráðgjafi Trump, spurður út í tengsl loftslagsbreytinga við veðuröfgarnar. Sagði hann of snemmt að segja til um það og að ríkisstjórnin þyrfti að ráðast í greiningu á hver leitnin væri í þeim efnum „við síðara tæifæri“. „Við höldum áfram að taka loftslagsbreytingar alvarlega, ekki orsakir þeirra, heldur það sem við sjáum,“ sagði Bossert, að því er kemur fram í frétt CNN.Ætla að taka mið af framtíðaraðstæðumRíkisstjórn Trump hefur haft hraðar hendur við að afnema ýmsar reglur sem settar voru á til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga og aðlagast þeim frá því að hann tók við völdum. Þannig hefur verið á það bent að Trump afnam reglur um að taka þyrfti tillit til framtíðarflóða í hlýnandi heimi við mannvirkjagerð sem alríkisstjórnin leggur fé í rétt áður en Harvey olli sögulegum flóðum í Texas. Bossert tók þó fram á fundinum að Trump ætlaði að ganga úr skugga um að alríkisfé yrði ekki notað til að endurreisa hluti sem yrðu í hættu í framtíðinni eða yrðu ekki hannaðir til að standa af sér frekari flóð.
Donald Trump Fellibylurinn Harvey Fellibylurinn Irma Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira