Óvænt beygja Irmu forðaði Flórídabúum frá verri flóðum Kjartan Kjartansson skrifar 12. september 2017 10:37 Áin St. Johns í Jacksonville flæddi yfir bakka sína þegar leifar Irmu fóru þar yfir í gær. Beygja fellibyljarins yfir land dró úr flóðum á viðkvæmum stöðum á vesturströndinni. Þess í stað fengu staðir á austurströndinni meiri gusu. Vísir/AFP Flóðin sem varað hafði verið við í Flórída af völdum fellibyljarins Irmu reyndust ekki eins slæm og veðurfræðingar höfðu óttast. Ófyrirséðar breytingar á slóð Irmu hlífðu viðkvæmum svæðum við enn verri flóðum. Irma hefur verið metstormur, ekki síst hvað varðar langlífi. Þannig hefur enginn Atlantshafsfellibylur haldið 83 m/s hámarksvindstyrk í jafnlangan tíma og Irma, 37 klukkustundir. Hátt í þrjátíu dauðsföll af völdum Irmu hafa verið staðfest, fyrst og fremst á eyjum í Karíbahafi. Skiljanlega óttuðust menn því það versta þegar Irma stefndi á Flórídaskaga þar sem láglendir þéttbýlisstaðir lágu vel við höggi fyrir sjávarflóð og úrhelli úr öflugum fellibyl.Kúba tók hluta höggsins Verulegt tjón hefur orðið á Flórída, ekki síst á Keys-eyjunum þar sem Irma gekk fyrst á land sem fjórða stigs fellibylur. Fleiri en sex milljónir heimila hafa misst rafmagn og er óttast að það taki marga daga eða jafnvel vikur að koma því aftur á. Engu að síður virðast vendingar á leið Irmu hafa forðað viðkvæmum og þéttbýlum stöðum frá enn verri hörmungum.Í Havana hefur djúpt vatn legið yfir götum eftir fellibylinn Irmu.Vísir/AFPÍ fyrsta lagi fór miðja Irmu yfir norðurströnd Kúbu þegar hún var enn flokkuð sem fimmta stigs fellibylur. Það dró nokkuð úr styrk fellibyljarins sem fór þá niður í þriðja stig. Þó að hann hafi síðan endurheimt hluta styrks síns á leiðinni til Flórída var stormurinn þá veikari en ella. Gæfa Flórídabúa var hins vegar ógæfa Kúbverja. Að minnsta kosti tíu manns fórust á eyjunni í fellibylnum.Beygja inn á land á heppilegum tíma Sjávarflóð eru fylgifiskur fellibylja þegar öflugir vindar þeirra blása sjónum í átt að landi, ekki síst þegar þau fara saman við háflóð. Í Naples, sunnarlega á skaganum, hafði verið varað við allt að tveggja metra sjávarflóði. Þegar Irma fikraði sig upp Flórídaskaga tók hún óvænta beygju inn á land rétt áður en hún kom að Naples. Það bjargaði þéttbýlissvæðum meðfram vesturströndinni eins og Tampa, Sarasota og Fort Myers frá frekari flóðum.Vegir nærri Naples lokuðust vegna braks af völdum Irmu. Sjávarflóðin þar urðu þó minni en óttast hafði verið.Vísir/AFPEins og útskýrt er í umfjöllun New York Times snúast fellibyljir á norðurhveli jarðar rangsælis um sjálfa sig. Því skiptir nákvæm slóð þeirra miklu máli upp á sjávarflóðin. Hefði Irma haldið sig vestar af vesturströnd Flórída í stað þess að færast austar inn á land hefði eystri og öflugasti hluti fellibyljarins ausið enn meiri sjó yfir vesturströndina. Þegar miðja Irmu var farin norður yfir þessi þéttbýlissvæði og vestanvindurinn blés sjónum í átt að landi hafði dregið verulega úr styrk stormsins og flóðin urðu því ekki eins mikil á vesturströndinni.Flæddi á austurströndinni Irma var hins vegar svo stór að hún náði yfir nær allan Flórídaskagann þegar hún færði sig norður. Austurströnd ríkisins varð því fyrir barðinu á sjávarflóðum þegar Irma blés sjónum að landi þar. Þannig hækkaði sjávarstaða um 1,2 metra í Miami og vatn flæddi yfir götur í miðborginni. Flóðin hefðu þó orðið mun verri þar hefði Irma fært sig austar fyrr en hún gerði. Í Jacksonville, norðaustast í Flórída, urðu einnig mikil flóð af völdum Irmu.Irma er einn alöflugasti fellibylur sem menn hafa upplýsingar um. Þegar hann gekk á land á norðurhluta Kúbu var hann fimmta stigs fellibylur.Vísir/AFPVeðurfræðingar hafa skyldu til að vara við því versta Þrátt fyrir að afleiðingar Irmu á Flórída hafi orðið skárri en á horfðist er þó ekki þar með sagt að veðurfræðingar hafi hlaupið á sig með grafalvarlegum viðvörunum sem þeir gáfu út vegna fellibyljarins. Jason Samenow, yfirveðurfræðingur Washington Post, segir að þar til veðurspár eru orðnar nógu nákvæmar til að sjá fyrir hverja einustu vendingu á slóð fellibyls verði veðurfræðingar að reikna með því versta. Í mörgum tilfellum geti það þó þýtt að afleiðingar storma verði minni en spá gera ráð fyrir. „Í ljósi þess sem er í húfi ef það versta gerist og hugsanleg fórnarlömb þurfa að vera undir það búin hafa veðurfræðingar brýna skyldu til að greina frá möguleikanum,“ skrifar Samenow. Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Óíbúðarhæft á Florida Keys næstu vikurnar Rúmlega 6.5 milljónir heimila í Flórída, tveir þriðju hlutar allra heimila í ríkinu, eru nú án rafmagns eftir að fellibylurinn Irma gekk þar yfir um helgina. 12. september 2017 07:27 Milljónir heimila án rafmagns í Flórída Vitað er um fjóra sem fórust er fellibylurinn Irma skall á Flórída. Irma taldist í gær annars stigs hitabeltisóveður. Donald Trump Bandaríkjaforseti segist munu nýta öll úrræði til að hjálpa íbúum ríkisins. 12. september 2017 06:00 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Flóðin sem varað hafði verið við í Flórída af völdum fellibyljarins Irmu reyndust ekki eins slæm og veðurfræðingar höfðu óttast. Ófyrirséðar breytingar á slóð Irmu hlífðu viðkvæmum svæðum við enn verri flóðum. Irma hefur verið metstormur, ekki síst hvað varðar langlífi. Þannig hefur enginn Atlantshafsfellibylur haldið 83 m/s hámarksvindstyrk í jafnlangan tíma og Irma, 37 klukkustundir. Hátt í þrjátíu dauðsföll af völdum Irmu hafa verið staðfest, fyrst og fremst á eyjum í Karíbahafi. Skiljanlega óttuðust menn því það versta þegar Irma stefndi á Flórídaskaga þar sem láglendir þéttbýlisstaðir lágu vel við höggi fyrir sjávarflóð og úrhelli úr öflugum fellibyl.Kúba tók hluta höggsins Verulegt tjón hefur orðið á Flórída, ekki síst á Keys-eyjunum þar sem Irma gekk fyrst á land sem fjórða stigs fellibylur. Fleiri en sex milljónir heimila hafa misst rafmagn og er óttast að það taki marga daga eða jafnvel vikur að koma því aftur á. Engu að síður virðast vendingar á leið Irmu hafa forðað viðkvæmum og þéttbýlum stöðum frá enn verri hörmungum.Í Havana hefur djúpt vatn legið yfir götum eftir fellibylinn Irmu.Vísir/AFPÍ fyrsta lagi fór miðja Irmu yfir norðurströnd Kúbu þegar hún var enn flokkuð sem fimmta stigs fellibylur. Það dró nokkuð úr styrk fellibyljarins sem fór þá niður í þriðja stig. Þó að hann hafi síðan endurheimt hluta styrks síns á leiðinni til Flórída var stormurinn þá veikari en ella. Gæfa Flórídabúa var hins vegar ógæfa Kúbverja. Að minnsta kosti tíu manns fórust á eyjunni í fellibylnum.Beygja inn á land á heppilegum tíma Sjávarflóð eru fylgifiskur fellibylja þegar öflugir vindar þeirra blása sjónum í átt að landi, ekki síst þegar þau fara saman við háflóð. Í Naples, sunnarlega á skaganum, hafði verið varað við allt að tveggja metra sjávarflóði. Þegar Irma fikraði sig upp Flórídaskaga tók hún óvænta beygju inn á land rétt áður en hún kom að Naples. Það bjargaði þéttbýlissvæðum meðfram vesturströndinni eins og Tampa, Sarasota og Fort Myers frá frekari flóðum.Vegir nærri Naples lokuðust vegna braks af völdum Irmu. Sjávarflóðin þar urðu þó minni en óttast hafði verið.Vísir/AFPEins og útskýrt er í umfjöllun New York Times snúast fellibyljir á norðurhveli jarðar rangsælis um sjálfa sig. Því skiptir nákvæm slóð þeirra miklu máli upp á sjávarflóðin. Hefði Irma haldið sig vestar af vesturströnd Flórída í stað þess að færast austar inn á land hefði eystri og öflugasti hluti fellibyljarins ausið enn meiri sjó yfir vesturströndina. Þegar miðja Irmu var farin norður yfir þessi þéttbýlissvæði og vestanvindurinn blés sjónum í átt að landi hafði dregið verulega úr styrk stormsins og flóðin urðu því ekki eins mikil á vesturströndinni.Flæddi á austurströndinni Irma var hins vegar svo stór að hún náði yfir nær allan Flórídaskagann þegar hún færði sig norður. Austurströnd ríkisins varð því fyrir barðinu á sjávarflóðum þegar Irma blés sjónum að landi þar. Þannig hækkaði sjávarstaða um 1,2 metra í Miami og vatn flæddi yfir götur í miðborginni. Flóðin hefðu þó orðið mun verri þar hefði Irma fært sig austar fyrr en hún gerði. Í Jacksonville, norðaustast í Flórída, urðu einnig mikil flóð af völdum Irmu.Irma er einn alöflugasti fellibylur sem menn hafa upplýsingar um. Þegar hann gekk á land á norðurhluta Kúbu var hann fimmta stigs fellibylur.Vísir/AFPVeðurfræðingar hafa skyldu til að vara við því versta Þrátt fyrir að afleiðingar Irmu á Flórída hafi orðið skárri en á horfðist er þó ekki þar með sagt að veðurfræðingar hafi hlaupið á sig með grafalvarlegum viðvörunum sem þeir gáfu út vegna fellibyljarins. Jason Samenow, yfirveðurfræðingur Washington Post, segir að þar til veðurspár eru orðnar nógu nákvæmar til að sjá fyrir hverja einustu vendingu á slóð fellibyls verði veðurfræðingar að reikna með því versta. Í mörgum tilfellum geti það þó þýtt að afleiðingar storma verði minni en spá gera ráð fyrir. „Í ljósi þess sem er í húfi ef það versta gerist og hugsanleg fórnarlömb þurfa að vera undir það búin hafa veðurfræðingar brýna skyldu til að greina frá möguleikanum,“ skrifar Samenow.
Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Óíbúðarhæft á Florida Keys næstu vikurnar Rúmlega 6.5 milljónir heimila í Flórída, tveir þriðju hlutar allra heimila í ríkinu, eru nú án rafmagns eftir að fellibylurinn Irma gekk þar yfir um helgina. 12. september 2017 07:27 Milljónir heimila án rafmagns í Flórída Vitað er um fjóra sem fórust er fellibylurinn Irma skall á Flórída. Irma taldist í gær annars stigs hitabeltisóveður. Donald Trump Bandaríkjaforseti segist munu nýta öll úrræði til að hjálpa íbúum ríkisins. 12. september 2017 06:00 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Óíbúðarhæft á Florida Keys næstu vikurnar Rúmlega 6.5 milljónir heimila í Flórída, tveir þriðju hlutar allra heimila í ríkinu, eru nú án rafmagns eftir að fellibylurinn Irma gekk þar yfir um helgina. 12. september 2017 07:27
Milljónir heimila án rafmagns í Flórída Vitað er um fjóra sem fórust er fellibylurinn Irma skall á Flórída. Irma taldist í gær annars stigs hitabeltisóveður. Donald Trump Bandaríkjaforseti segist munu nýta öll úrræði til að hjálpa íbúum ríkisins. 12. september 2017 06:00