Ákvörðun Trump „stærstu mistök í sögu nútímastjórnmála“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. september 2017 07:26 Stephen Bannon ræddi við Charlie Rose í 60 mínútum. CBS Stephen Bannon, fyrrum ráðgjafi Bandaríkjaforseta, segir að ákvörðun Donalds Trump um að reka fyrrum alríkislögreglustjórann James Comey gætu verið „stærstu mistök í sögu nútímastjórnmála.“ Bannon lét hafa þetta eftir sér í viðtali við fréttaskýringaþáttinn 60 mínútum í gærkvöldi - fyrsta sjónvarpsviðtalinu sem hann veitir eftir að hann yfirgaf Hvíta húsið. „Ég er ekki í nokkrum vafa um það að hefði James Comey ekki verið rekinn þá værum við ekki að horfa upp á þessa rannsóknarnefnd,“ sagði Bannon og vísar þar til nefndarinnar, undir stjórn Roberts Mueller, sem rannsakar meint samráð forsetaframboðs Trump við Rússa. „Það væri engin Mueller-rannsókn af þeirri stærðargráðu sem er ljóst að Mueller stefnir á,“ bætti Bannon við.Sjá einnig: Mueller tekur höndum saman við saksóknara í New YorkRobert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi í kjölfar brottrekstar James Comey í maí síðastliðnum. Þeir sem þekkja til rannsóknar Mueller segja í samtali við Washington Post að hann rannsaki nú hvers vegna Comey var látinn fara. Margir telji að ákvörðun Trumps um að láta reka Comey hafi hindrað framgang réttvísinnar en alríkislögreglustjórinn rannsakaði aðkomu Rússa að kosningabaráttunni vestanhafs í fyrra. Bannon neitaði að svara sjónvarpsmanninum Charlie Rose þegar hann spurðist fyrir um samtöl hans við forsetann um brottreksturinn, meðan Bannon starfaði enn innan veggja Hvíta hússins. Hann gaf þó upp að ekki hefði verið rætt um að reka Mueller á þeim tíma sem hann starfaði fyrir forsetann.Steve Bannon's not done... More from @CharlieRose's #60Minutes interview with Steve Bannon: https://t.co/cIFkKZZ5ff— 60 Minutes (@60Minutes) September 10, 2017 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump búinn að reka yfirmann FBI Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna lagði til við forsetann að James Comey yrði rekinn. 9. maí 2017 22:02 Til rannsóknar hvort Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Robert S. Mueller III, sérstakur saksóknari, hefur nú tekið til rannsóknar hvort að forsetinn sjálfur hafi gert tilraun til að hindra framgang réttvísinnar. 14. júní 2017 22:56 Mueller tekur höndum saman við saksóknara í New York Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump getur ekki treyst á náðun forsetans ef ríkisyfirvöld í New York fá hann sakfelldan. 31. ágúst 2017 11:29 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira
Stephen Bannon, fyrrum ráðgjafi Bandaríkjaforseta, segir að ákvörðun Donalds Trump um að reka fyrrum alríkislögreglustjórann James Comey gætu verið „stærstu mistök í sögu nútímastjórnmála.“ Bannon lét hafa þetta eftir sér í viðtali við fréttaskýringaþáttinn 60 mínútum í gærkvöldi - fyrsta sjónvarpsviðtalinu sem hann veitir eftir að hann yfirgaf Hvíta húsið. „Ég er ekki í nokkrum vafa um það að hefði James Comey ekki verið rekinn þá værum við ekki að horfa upp á þessa rannsóknarnefnd,“ sagði Bannon og vísar þar til nefndarinnar, undir stjórn Roberts Mueller, sem rannsakar meint samráð forsetaframboðs Trump við Rússa. „Það væri engin Mueller-rannsókn af þeirri stærðargráðu sem er ljóst að Mueller stefnir á,“ bætti Bannon við.Sjá einnig: Mueller tekur höndum saman við saksóknara í New YorkRobert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi í kjölfar brottrekstar James Comey í maí síðastliðnum. Þeir sem þekkja til rannsóknar Mueller segja í samtali við Washington Post að hann rannsaki nú hvers vegna Comey var látinn fara. Margir telji að ákvörðun Trumps um að láta reka Comey hafi hindrað framgang réttvísinnar en alríkislögreglustjórinn rannsakaði aðkomu Rússa að kosningabaráttunni vestanhafs í fyrra. Bannon neitaði að svara sjónvarpsmanninum Charlie Rose þegar hann spurðist fyrir um samtöl hans við forsetann um brottreksturinn, meðan Bannon starfaði enn innan veggja Hvíta hússins. Hann gaf þó upp að ekki hefði verið rætt um að reka Mueller á þeim tíma sem hann starfaði fyrir forsetann.Steve Bannon's not done... More from @CharlieRose's #60Minutes interview with Steve Bannon: https://t.co/cIFkKZZ5ff— 60 Minutes (@60Minutes) September 10, 2017
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump búinn að reka yfirmann FBI Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna lagði til við forsetann að James Comey yrði rekinn. 9. maí 2017 22:02 Til rannsóknar hvort Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Robert S. Mueller III, sérstakur saksóknari, hefur nú tekið til rannsóknar hvort að forsetinn sjálfur hafi gert tilraun til að hindra framgang réttvísinnar. 14. júní 2017 22:56 Mueller tekur höndum saman við saksóknara í New York Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump getur ekki treyst á náðun forsetans ef ríkisyfirvöld í New York fá hann sakfelldan. 31. ágúst 2017 11:29 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira
Trump búinn að reka yfirmann FBI Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna lagði til við forsetann að James Comey yrði rekinn. 9. maí 2017 22:02
Til rannsóknar hvort Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Robert S. Mueller III, sérstakur saksóknari, hefur nú tekið til rannsóknar hvort að forsetinn sjálfur hafi gert tilraun til að hindra framgang réttvísinnar. 14. júní 2017 22:56
Mueller tekur höndum saman við saksóknara í New York Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump getur ekki treyst á náðun forsetans ef ríkisyfirvöld í New York fá hann sakfelldan. 31. ágúst 2017 11:29