Milljónir flúðu áður en Irma skall á Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. september 2017 06:00 Svo öflugur var stormurinn í Miami í gær að byggingarkranar brotnuðu. Nordicphotos/Getty Að minnsta kosti 6,3 milljónum manna var skipað að flýja Flórídaríki í Bandaríkjunum áður en fjórða stigs fellibylurinn Irma skall á ríkinu í gær. Varað var við því að stormurinn væri lífshættulegur. Ekki flúðu allir sem gert var að flýja. Jette Margrethe Dige Rokos er ein þeirra sem flúðu heimili sín. Hún er dönsk, búsett í Tampa og var áður kennari í Borgarholtsskóla. Flúði hún til borgarinnar Nashville í Tennessee. „Við fórum frá Tampa á fimmtudagsmorgun. Við búum í Tampa nálægt MacDill herstöðinni og það er sjór þar báðum megin við okkur. Það er búist við því allra versta,“ segir Jette.Jette Margrethe Dige Rokosmynd/jetteÉg á vinkonu í Sarasota og hún var ein heima með tvo stráka. Hún gat ekki fengið bensín á bílinn sinn og situr þess vegna ennþá föst í Sarasota. Hún keyrði alla leið til Nashville á fimmtudag og segir það hafa tekið fimmtán klukkustundir. „Alla leiðina út úr Flórída var hvergi hægt að fá bensín. Það var strax á fimmtudag. Við stoppuðum til dæmis í bæ sem heitir Perry, alveg nyrst í Flórída. Þar var dálítið óhugnanlegt að sjá plastpoka utan um bensíndælurnar. Þar var ekkert að fá.“ Jette segir sig og sína vel setta. Hún hafi verið vel undirbúin, með nóg af bensíni, peninga í lausu og á ágætis bíl. Sömu sögu var ekki að segja af vinafólki hennar sem býr í borginni Sarasota í Flórída. „Ég á vinkonu í Sarasota og hún var ein heima með tvo stráka. Hún gat ekki fengið bensín á bílinn sinn og situr þess vegna ennþá föst í Sarasota.“Tré rifnuðu upp með rótum í Pembroke Pines á suðurodda Flórída í gær.Nordicphotos/AFPJafnvel á fimmtudagsmorgun, þegar hún var að undirbúa sig fyrir brottför, var Jette ekki viss um að það væri nauðsynlegt að fara. „Við höfðum ennþá þessa tilfinningu að þetta væru dálitlar ýkjur. Svo kemur í ljós að við hefðum eiginlega átt að hafa meiri farangur með okkur því við getum ekki snúið til baka í bráð. Það verður að vera komið rafmagn á, annars erum við í 35 stiga hita með enga loftræstingu,“ segir hún og bætir því við að hún hafi enga hugmynd um hvenær hún komist heim til Tampa aftur. Jette segist hins vegar ekki hafa miklar áhyggjur af heimili sínu. Hún búi í sterkbyggðu húsi sem sé með þeim betri á svæðinu.Rick Scott, ríkisstjóri Flórída.Nordicphotos/AFPIrma skall á Keys-svæðinu á suðurodda ríkisins af miklum ofsa en hélt síðan áfram í norðurátt, yfir meðal annars Miami og Tampa. Meðalvindhraði Irmu var um 58 metrar á sekúndu sem er nokkuð minna en þegar fellibylurinn var yfir Karíbahafi. Samkvæmt nýjustu spá bandarísku veðurstofunnar áður en Fréttablaðið fór í prentun var talið líklegt að stormurinn myndi fara í norðvestur en áður hafði því verið spáð að Irma færi í norðaustur og myndi ganga yfir austurströnd Georgíu. Vegna þess sagðist Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, hafa þungar áhyggjur af vesturströnd ríkisins í viðtali við NBC í gær. „Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að vernda hvern einasta íbúa ríkisins,“ sagði ríkisstjórinn. Scott sagði jafnframt að um 10.000 þjóðaröryggisverðir hefðu verið kallaðir til ríkisins til að hjálpa þeim sem urðu eftir. „Ég veit að stormurinn er mikið gjöreyðingarafl og lífshættulegur en ég hef einnig miklar áhyggjur af flóðum.“Götur miðborgar Miami breyttust á augabragði í beljandi stórfljót vegna gríðarlegrar rigningar.vísir/EPAÞá lofaði Scott Almannavarnir Bandaríkjanna (FEMA) og Donald Trump forseta. „Þau hafa hjálpað okkur með öllum tiltækum ráðum. Þau vita að það verður gríðarlega mikil vinna að byggja ríkið upp eftir storminn en við erum tilbúin. „Ég hef unnið af miklu kappi, eins og aðrir, að því að fá fólk til að rýma svæðið og ég vona að það hafi sem flestir farið.“ Þegar Fréttablaðið fór í prentun höfðu þrjú látið lífið í Flórída vegna Irmu, öll létust þau í bílslysum. Að minnsta kosti 27 höfðu látið lífið á eyjum Karíbahafsins en þar gekk stormurinn meðal annars yfir Kúbu, Púertó Ríkó, Sankti Martin og Barbúda með þeim afleiðingum að byggingar hrundu, innviðir löskuðust og rafmagn fór af. Fellibylurinn Irma Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Að minnsta kosti 6,3 milljónum manna var skipað að flýja Flórídaríki í Bandaríkjunum áður en fjórða stigs fellibylurinn Irma skall á ríkinu í gær. Varað var við því að stormurinn væri lífshættulegur. Ekki flúðu allir sem gert var að flýja. Jette Margrethe Dige Rokos er ein þeirra sem flúðu heimili sín. Hún er dönsk, búsett í Tampa og var áður kennari í Borgarholtsskóla. Flúði hún til borgarinnar Nashville í Tennessee. „Við fórum frá Tampa á fimmtudagsmorgun. Við búum í Tampa nálægt MacDill herstöðinni og það er sjór þar báðum megin við okkur. Það er búist við því allra versta,“ segir Jette.Jette Margrethe Dige Rokosmynd/jetteÉg á vinkonu í Sarasota og hún var ein heima með tvo stráka. Hún gat ekki fengið bensín á bílinn sinn og situr þess vegna ennþá föst í Sarasota. Hún keyrði alla leið til Nashville á fimmtudag og segir það hafa tekið fimmtán klukkustundir. „Alla leiðina út úr Flórída var hvergi hægt að fá bensín. Það var strax á fimmtudag. Við stoppuðum til dæmis í bæ sem heitir Perry, alveg nyrst í Flórída. Þar var dálítið óhugnanlegt að sjá plastpoka utan um bensíndælurnar. Þar var ekkert að fá.“ Jette segir sig og sína vel setta. Hún hafi verið vel undirbúin, með nóg af bensíni, peninga í lausu og á ágætis bíl. Sömu sögu var ekki að segja af vinafólki hennar sem býr í borginni Sarasota í Flórída. „Ég á vinkonu í Sarasota og hún var ein heima með tvo stráka. Hún gat ekki fengið bensín á bílinn sinn og situr þess vegna ennþá föst í Sarasota.“Tré rifnuðu upp með rótum í Pembroke Pines á suðurodda Flórída í gær.Nordicphotos/AFPJafnvel á fimmtudagsmorgun, þegar hún var að undirbúa sig fyrir brottför, var Jette ekki viss um að það væri nauðsynlegt að fara. „Við höfðum ennþá þessa tilfinningu að þetta væru dálitlar ýkjur. Svo kemur í ljós að við hefðum eiginlega átt að hafa meiri farangur með okkur því við getum ekki snúið til baka í bráð. Það verður að vera komið rafmagn á, annars erum við í 35 stiga hita með enga loftræstingu,“ segir hún og bætir því við að hún hafi enga hugmynd um hvenær hún komist heim til Tampa aftur. Jette segist hins vegar ekki hafa miklar áhyggjur af heimili sínu. Hún búi í sterkbyggðu húsi sem sé með þeim betri á svæðinu.Rick Scott, ríkisstjóri Flórída.Nordicphotos/AFPIrma skall á Keys-svæðinu á suðurodda ríkisins af miklum ofsa en hélt síðan áfram í norðurátt, yfir meðal annars Miami og Tampa. Meðalvindhraði Irmu var um 58 metrar á sekúndu sem er nokkuð minna en þegar fellibylurinn var yfir Karíbahafi. Samkvæmt nýjustu spá bandarísku veðurstofunnar áður en Fréttablaðið fór í prentun var talið líklegt að stormurinn myndi fara í norðvestur en áður hafði því verið spáð að Irma færi í norðaustur og myndi ganga yfir austurströnd Georgíu. Vegna þess sagðist Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, hafa þungar áhyggjur af vesturströnd ríkisins í viðtali við NBC í gær. „Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að vernda hvern einasta íbúa ríkisins,“ sagði ríkisstjórinn. Scott sagði jafnframt að um 10.000 þjóðaröryggisverðir hefðu verið kallaðir til ríkisins til að hjálpa þeim sem urðu eftir. „Ég veit að stormurinn er mikið gjöreyðingarafl og lífshættulegur en ég hef einnig miklar áhyggjur af flóðum.“Götur miðborgar Miami breyttust á augabragði í beljandi stórfljót vegna gríðarlegrar rigningar.vísir/EPAÞá lofaði Scott Almannavarnir Bandaríkjanna (FEMA) og Donald Trump forseta. „Þau hafa hjálpað okkur með öllum tiltækum ráðum. Þau vita að það verður gríðarlega mikil vinna að byggja ríkið upp eftir storminn en við erum tilbúin. „Ég hef unnið af miklu kappi, eins og aðrir, að því að fá fólk til að rýma svæðið og ég vona að það hafi sem flestir farið.“ Þegar Fréttablaðið fór í prentun höfðu þrjú látið lífið í Flórída vegna Irmu, öll létust þau í bílslysum. Að minnsta kosti 27 höfðu látið lífið á eyjum Karíbahafsins en þar gekk stormurinn meðal annars yfir Kúbu, Púertó Ríkó, Sankti Martin og Barbúda með þeim afleiðingum að byggingar hrundu, innviðir löskuðust og rafmagn fór af.
Fellibylurinn Irma Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent