Stöðnun er ekki ávísun á stöðugleika Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 29. september 2017 06:00 Í komandi kosningabaráttu verður hugtakinu stöðugleiki teflt fram með föðurlegu ívafi af flokkum sem telja að kosning allra flokka undir áttræðu boði ekkert nema upplausn og glundroða. Að minnsta áhættan felist í því að veðja á engar breytingar, meira bákn og flókinn strúktúr undir merkjum stöðugleika. Það má vel vera að þannig hafi þetta verið á árum áður en þeir tímar koma vonandi ekki aftur. Tími sterka leiðtogans (kk.) er liðinn undir lok og stóru blokkirnar í pólitík standa eftir hálftómar og með mikla þörf fyrir viðhald. Hann var hvorki stór né gamall flokkurinn sem leiddi borgarstjórn Reykjavíkur frá 2010-14 og þaðan af síður státaði hann af miklum strúktúr. Árin fjögur liðu engu að síður undir styrkri stjórn borgarstjórans, ólíkt kjörtímabilinu á undan þegar „kjölfestuflokkar“ íslenskra stjórnmála héldu um tauminn. Stöðugleikinn fæst nefnilega miklu frekar með því að vanda sig og þroskast í takti við margbreytilegan heim. Í því felst ekki upplausn heldur heilbrigð skynsemi. Þar standa margir nýju flokkanna stöðugri fótum en hinir enda frjálsari og opnari fyrir nútímanum. Stærðin skiptir nefnilega ekki alltaf máli heldur miklu frekar stefna og sveigjanleiki. Og hugrekki til að breytast og þroskast. Ein helsta áskorun stjórnmálanna er að hreyfa við kerfum, hvaða nafni sem þau nefnast, þannig að um þau skapist aukin sátt og traust á meðal almennings. Að sama skapi eru þeir sem mest eru andsnúnir slíkum breytingum að jafnaði þeir sem mest tala um stöðugleika. Gagnvart gylliboðum um slíkan stöðugleika þarf að vera á varðbergi. Loforð um stöðugleika felur í sér óstöðugleika ef það byggir á því að standa vörð um sérhagsmuni framar almannahagsmunum. Því fyrr sem við áttum okkur á því að samfélagið er fyrir okkur öll en ekki bara sum, þeim mun fyrr næst hinn raunverulegi stöðugleiki.Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Sjá meira
Í komandi kosningabaráttu verður hugtakinu stöðugleiki teflt fram með föðurlegu ívafi af flokkum sem telja að kosning allra flokka undir áttræðu boði ekkert nema upplausn og glundroða. Að minnsta áhættan felist í því að veðja á engar breytingar, meira bákn og flókinn strúktúr undir merkjum stöðugleika. Það má vel vera að þannig hafi þetta verið á árum áður en þeir tímar koma vonandi ekki aftur. Tími sterka leiðtogans (kk.) er liðinn undir lok og stóru blokkirnar í pólitík standa eftir hálftómar og með mikla þörf fyrir viðhald. Hann var hvorki stór né gamall flokkurinn sem leiddi borgarstjórn Reykjavíkur frá 2010-14 og þaðan af síður státaði hann af miklum strúktúr. Árin fjögur liðu engu að síður undir styrkri stjórn borgarstjórans, ólíkt kjörtímabilinu á undan þegar „kjölfestuflokkar“ íslenskra stjórnmála héldu um tauminn. Stöðugleikinn fæst nefnilega miklu frekar með því að vanda sig og þroskast í takti við margbreytilegan heim. Í því felst ekki upplausn heldur heilbrigð skynsemi. Þar standa margir nýju flokkanna stöðugri fótum en hinir enda frjálsari og opnari fyrir nútímanum. Stærðin skiptir nefnilega ekki alltaf máli heldur miklu frekar stefna og sveigjanleiki. Og hugrekki til að breytast og þroskast. Ein helsta áskorun stjórnmálanna er að hreyfa við kerfum, hvaða nafni sem þau nefnast, þannig að um þau skapist aukin sátt og traust á meðal almennings. Að sama skapi eru þeir sem mest eru andsnúnir slíkum breytingum að jafnaði þeir sem mest tala um stöðugleika. Gagnvart gylliboðum um slíkan stöðugleika þarf að vera á varðbergi. Loforð um stöðugleika felur í sér óstöðugleika ef það byggir á því að standa vörð um sérhagsmuni framar almannahagsmunum. Því fyrr sem við áttum okkur á því að samfélagið er fyrir okkur öll en ekki bara sum, þeim mun fyrr næst hinn raunverulegi stöðugleiki.Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og þingmaður Viðreisnar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun