Bóndinn í Hamarsseli: Ágætt að láta loka sig inni annað slagið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. september 2017 15:39 Hamarsá rennur undir þjóðveginn á leið sinni til sjávar. Gautur hefur áhyggjur af brúnni haldi ef ekki fari að draga úr vatnavöxtum. Ingi Ragnarsson Gautur Sverrisson, bóndi í Hamarsseli í Djúpavogshreppi kemst ekki langt á meðan hellirignir og ár flæða á Austurlandi. Bærinn er um 15 kílómetra frá hringveginum en nokkur hundruð metrar af veginum inn að bænum eru á kafi í vatni. „Vegurinn er farinn í sundur um 400 metra fyrir neðan bæinn í Hamarsfirði. Svo er hann á floti á um 600-700 metra kafla töluvert utar,“ segir Gautur í samtali við Vísi. Gautur er einn á bæ sínum þar sem hann tók við búi árið 2010. Hann er fæddur og uppalinn í Hamarsseli og segist aldrei hafa séð annað eins. „Mér sýnist Hamarsáin hafa rofið varnargarð og áin er farin að flæða yfir eyrarnar. Ég hef aldrei séð það gerast,“ segir Gautur. Áður hafi þó komið fyrir að vegurinn hafi farið í sundur. Þetta sé þó það mesta sem hann hafi séð. Gautur hefur verið án internets frá því hann vaknaði í morgun. Ekki var það rigningin sem vakti hann enda sofi hann í gegnum flest. En þegar hann hann vaknaði blöstu skemmdirnar við. „Þá var allt komið í sundur og bara allt á floti.“ Hamarssel þar sem Gautur býr er merkt með rauðum punkti á kortinu að neðan. Blái punkturinn sýnir hvar Hamarsá flæðir undir þjóðveginn á leið sinni til sjávar.Loftmyndir.is Gautur komst niður fyrir veginn á traktornum sínum í morgun og að þeim stað þar sem sauðfé hans heldur til. Þar sá hann hvernig vegurinn var á kafi á 600-700 metra kafla. „Þar fer enginn yfir nema fuglinn fljúgandi.“ Veðurspá í gær gerði ráð fyrir mikilli úrkomu á Austfjörðum. Gautur segist þó ekki hafa búist við neinu í líkingu við þetta. „Síðasta laugardag var spáð gríðarlega miklu úrhelli,“ segir Gautur en úrkoman hafi verið minni en spáð gerðu ráð fyrir. „Samkvæmt spánni, sem ég skoðaði í gær, átti þetta ekki að vera eins mikið og þá. En þetta er miklu miklu meira,“ segir Gautur. Bóndinn hefur þó ekki miklar áhyggjur, hann eigi mjólk út í kaffið og hefur það ágætt á bæ sínum. „Enda er það ágætt, að láta loka sig inni annað slagið,“ segir Gautur kíminn.Að neðan má sjá myndasyrpu sem Ingi Ragnarsson, sem rekur ferðaþjónustu á Bragðavöllum ásamt bróður sínum Eiði, tók af Hamarsá og umhverfi í dag. Veður Tengdar fréttir Flæðir yfir veginn í Berufirði Vegna vatnavaxta er vegur ófær í Berufirði, við bæinn Fossá. 27. september 2017 08:19 Fólk sé ekki á ferðinni að ástæðulausu Lögreglan á Austurlandi biður fólk að vera ekki á ferðinni þar að ástæðulausu næsta sólarhringinn en spáð er óvenju mikilli úrkomu á Austurlandi næsta sólarhringinn. 26. september 2017 17:05 Auknar líkur á skriðuföllum á Austurlandi Veðurstofan býst við við mikilli rigningu á Suðausturlandi og Austfjörðum fram yfir hádegi. 27. september 2017 06:04 Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Óttast er að lömb hafi drukknað eftir að Jökulsá í Fljótsdal fór yfir bakka sína í morgun eftir mikið vatnsveður. Líklegt er að þjóðvegur eitt lokist vegna vatnavaxta. 27. september 2017 14:30 Aldrei séð svona mikið úrhelli Þetta er það mesta sem ég nokkurn tímann séð. Sama segir pabbi, segir Eiður Ragnarsson á Bragðavöllum í Hamarsfirði á Austurlandi. 27. september 2017 14:45 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Sjá meira
Gautur Sverrisson, bóndi í Hamarsseli í Djúpavogshreppi kemst ekki langt á meðan hellirignir og ár flæða á Austurlandi. Bærinn er um 15 kílómetra frá hringveginum en nokkur hundruð metrar af veginum inn að bænum eru á kafi í vatni. „Vegurinn er farinn í sundur um 400 metra fyrir neðan bæinn í Hamarsfirði. Svo er hann á floti á um 600-700 metra kafla töluvert utar,“ segir Gautur í samtali við Vísi. Gautur er einn á bæ sínum þar sem hann tók við búi árið 2010. Hann er fæddur og uppalinn í Hamarsseli og segist aldrei hafa séð annað eins. „Mér sýnist Hamarsáin hafa rofið varnargarð og áin er farin að flæða yfir eyrarnar. Ég hef aldrei séð það gerast,“ segir Gautur. Áður hafi þó komið fyrir að vegurinn hafi farið í sundur. Þetta sé þó það mesta sem hann hafi séð. Gautur hefur verið án internets frá því hann vaknaði í morgun. Ekki var það rigningin sem vakti hann enda sofi hann í gegnum flest. En þegar hann hann vaknaði blöstu skemmdirnar við. „Þá var allt komið í sundur og bara allt á floti.“ Hamarssel þar sem Gautur býr er merkt með rauðum punkti á kortinu að neðan. Blái punkturinn sýnir hvar Hamarsá flæðir undir þjóðveginn á leið sinni til sjávar.Loftmyndir.is Gautur komst niður fyrir veginn á traktornum sínum í morgun og að þeim stað þar sem sauðfé hans heldur til. Þar sá hann hvernig vegurinn var á kafi á 600-700 metra kafla. „Þar fer enginn yfir nema fuglinn fljúgandi.“ Veðurspá í gær gerði ráð fyrir mikilli úrkomu á Austfjörðum. Gautur segist þó ekki hafa búist við neinu í líkingu við þetta. „Síðasta laugardag var spáð gríðarlega miklu úrhelli,“ segir Gautur en úrkoman hafi verið minni en spáð gerðu ráð fyrir. „Samkvæmt spánni, sem ég skoðaði í gær, átti þetta ekki að vera eins mikið og þá. En þetta er miklu miklu meira,“ segir Gautur. Bóndinn hefur þó ekki miklar áhyggjur, hann eigi mjólk út í kaffið og hefur það ágætt á bæ sínum. „Enda er það ágætt, að láta loka sig inni annað slagið,“ segir Gautur kíminn.Að neðan má sjá myndasyrpu sem Ingi Ragnarsson, sem rekur ferðaþjónustu á Bragðavöllum ásamt bróður sínum Eiði, tók af Hamarsá og umhverfi í dag.
Veður Tengdar fréttir Flæðir yfir veginn í Berufirði Vegna vatnavaxta er vegur ófær í Berufirði, við bæinn Fossá. 27. september 2017 08:19 Fólk sé ekki á ferðinni að ástæðulausu Lögreglan á Austurlandi biður fólk að vera ekki á ferðinni þar að ástæðulausu næsta sólarhringinn en spáð er óvenju mikilli úrkomu á Austurlandi næsta sólarhringinn. 26. september 2017 17:05 Auknar líkur á skriðuföllum á Austurlandi Veðurstofan býst við við mikilli rigningu á Suðausturlandi og Austfjörðum fram yfir hádegi. 27. september 2017 06:04 Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Óttast er að lömb hafi drukknað eftir að Jökulsá í Fljótsdal fór yfir bakka sína í morgun eftir mikið vatnsveður. Líklegt er að þjóðvegur eitt lokist vegna vatnavaxta. 27. september 2017 14:30 Aldrei séð svona mikið úrhelli Þetta er það mesta sem ég nokkurn tímann séð. Sama segir pabbi, segir Eiður Ragnarsson á Bragðavöllum í Hamarsfirði á Austurlandi. 27. september 2017 14:45 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Sjá meira
Flæðir yfir veginn í Berufirði Vegna vatnavaxta er vegur ófær í Berufirði, við bæinn Fossá. 27. september 2017 08:19
Fólk sé ekki á ferðinni að ástæðulausu Lögreglan á Austurlandi biður fólk að vera ekki á ferðinni þar að ástæðulausu næsta sólarhringinn en spáð er óvenju mikilli úrkomu á Austurlandi næsta sólarhringinn. 26. september 2017 17:05
Auknar líkur á skriðuföllum á Austurlandi Veðurstofan býst við við mikilli rigningu á Suðausturlandi og Austfjörðum fram yfir hádegi. 27. september 2017 06:04
Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Óttast er að lömb hafi drukknað eftir að Jökulsá í Fljótsdal fór yfir bakka sína í morgun eftir mikið vatnsveður. Líklegt er að þjóðvegur eitt lokist vegna vatnavaxta. 27. september 2017 14:30
Aldrei séð svona mikið úrhelli Þetta er það mesta sem ég nokkurn tímann séð. Sama segir pabbi, segir Eiður Ragnarsson á Bragðavöllum í Hamarsfirði á Austurlandi. 27. september 2017 14:45