Aldrei séð svona mikið úrhelli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. september 2017 14:45 Ingi Ragnarsson, bróðir Eiðs, hefur tekið fjölmargar myndir af hamnum í Hamarsá sem sjá má í myndasyrpu neðst í fréttinni. Ingi Ragnarsson Eiður Ragnarsson á Bragðavöllum í Hamarsfirði segir hvorki sig né föður sinn hafa séð aðra eins úrkomu eins og þá sem gengið hefur yfir austanvert landið undanfarin sólarhring. „Það er allt á floti alls staðar eins og segir í laginu,“ segir Eiður sem er fæddur og uppalinn á Bragðavöllum um 11 kílómetra vestan af Djúpavogi. Þar hefur faðir hans, Guðmundur Ragnar Eiðsson, búið frá 1970 og aldrei hafi rignt eins og nú. „Þetta er það mesta sem ég nokkurn tímann séð. Sama segir pabbi,“ segir Eiður. Rignt hafi í gær en svo hafi úrhellið byrjað eftir miðnætti.„Það rigndi alveg svakalega mikið í nótt,“ segir Eiður. Hann hafi merkt það að vatnið í Hamarsá hafi þegar verið búið að hækka töluvert í morgun klukkan sjö. Hún hafi hækkað enn meira í framhaldinu en nú sé aðeins farið að sjatna aftur.„En það er enn að bæta í rigninguna svo maður veit ekki hvernig þetta verður.“Að neðan má sjá myndband sem Eiður tók í hádeginu í dag.Eiður leyfði blaðamanni að hlusta á rigninguna dynja á þakinu á bænum í gegnum símann. Ekki fer milli mála að úrhellið er gríðarlegt.Þá segir Eiður að vegurinn inn að Hamarsseli sé á kafi. Bóndinn þar sem því lokaður inni en vegurinn sinni einnig hlutverki varnargarðs. Vegagerðin standi vaktina og reyni að halda honum eins og hægt sé.Frá björgunaraðgerðum í Lóni í A-Skaftafellssýslu. Björgunarsveitarmenn sigla á bátum yfir tún í von um að bjarga því sem hægt er að bjarga.LandsbjörgVíða á Austurlandi er sauðfé í hættu vegna vatnavaxtanna. Óttast er að lömb hafi drukknað í Fljótsdal af þeim sökum eins og lesa má um hér.Í frétt á vef Vegagerðarinnar segir að vegir á Suðaustur- og Austurlandi hafi skemmst allvíða vegna vatnavaxta s.s. þar sem runnið hefur úr vegköntum. Vatn flæðir yfir þjóðveg 1 við Hómsá á Mýrum, vegurinn er fær en þar er rétt að fara um með varúð. Vegur 966 í Breiðdal er í sundur vegna vatnsskemmda, alveg innst í dalnum - og eins er vegurinn upp í Laka ófær vegna vatnsskemmda.Að neðan má sjá myndir sem Ingi Ragnarsson, bróðir Eiðs, tók af Hamarsánni í ham í úrhellinu á Austurlandi. Smellið á örvarnar til að fletta eða flettið með fingrunum í snjallsíma. Veður Tengdar fréttir Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Óttast er að lömb hafi drukknað eftir að Jökulsá í Fljótsdal fór yfir bakka sína í morgun eftir mikið vatnsveður. Líklegt er að þjóðvegur eitt lokist vegna vatnavaxta. 27. september 2017 14:30 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Eiður Ragnarsson á Bragðavöllum í Hamarsfirði segir hvorki sig né föður sinn hafa séð aðra eins úrkomu eins og þá sem gengið hefur yfir austanvert landið undanfarin sólarhring. „Það er allt á floti alls staðar eins og segir í laginu,“ segir Eiður sem er fæddur og uppalinn á Bragðavöllum um 11 kílómetra vestan af Djúpavogi. Þar hefur faðir hans, Guðmundur Ragnar Eiðsson, búið frá 1970 og aldrei hafi rignt eins og nú. „Þetta er það mesta sem ég nokkurn tímann séð. Sama segir pabbi,“ segir Eiður. Rignt hafi í gær en svo hafi úrhellið byrjað eftir miðnætti.„Það rigndi alveg svakalega mikið í nótt,“ segir Eiður. Hann hafi merkt það að vatnið í Hamarsá hafi þegar verið búið að hækka töluvert í morgun klukkan sjö. Hún hafi hækkað enn meira í framhaldinu en nú sé aðeins farið að sjatna aftur.„En það er enn að bæta í rigninguna svo maður veit ekki hvernig þetta verður.“Að neðan má sjá myndband sem Eiður tók í hádeginu í dag.Eiður leyfði blaðamanni að hlusta á rigninguna dynja á þakinu á bænum í gegnum símann. Ekki fer milli mála að úrhellið er gríðarlegt.Þá segir Eiður að vegurinn inn að Hamarsseli sé á kafi. Bóndinn þar sem því lokaður inni en vegurinn sinni einnig hlutverki varnargarðs. Vegagerðin standi vaktina og reyni að halda honum eins og hægt sé.Frá björgunaraðgerðum í Lóni í A-Skaftafellssýslu. Björgunarsveitarmenn sigla á bátum yfir tún í von um að bjarga því sem hægt er að bjarga.LandsbjörgVíða á Austurlandi er sauðfé í hættu vegna vatnavaxtanna. Óttast er að lömb hafi drukknað í Fljótsdal af þeim sökum eins og lesa má um hér.Í frétt á vef Vegagerðarinnar segir að vegir á Suðaustur- og Austurlandi hafi skemmst allvíða vegna vatnavaxta s.s. þar sem runnið hefur úr vegköntum. Vatn flæðir yfir þjóðveg 1 við Hómsá á Mýrum, vegurinn er fær en þar er rétt að fara um með varúð. Vegur 966 í Breiðdal er í sundur vegna vatnsskemmda, alveg innst í dalnum - og eins er vegurinn upp í Laka ófær vegna vatnsskemmda.Að neðan má sjá myndir sem Ingi Ragnarsson, bróðir Eiðs, tók af Hamarsánni í ham í úrhellinu á Austurlandi. Smellið á örvarnar til að fletta eða flettið með fingrunum í snjallsíma.
Veður Tengdar fréttir Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Óttast er að lömb hafi drukknað eftir að Jökulsá í Fljótsdal fór yfir bakka sína í morgun eftir mikið vatnsveður. Líklegt er að þjóðvegur eitt lokist vegna vatnavaxta. 27. september 2017 14:30 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Óttast er að lömb hafi drukknað eftir að Jökulsá í Fljótsdal fór yfir bakka sína í morgun eftir mikið vatnsveður. Líklegt er að þjóðvegur eitt lokist vegna vatnavaxta. 27. september 2017 14:30