Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. september 2017 14:30 Björgunarsveitarmenn sigla á bátum yfir túnin í von um að bjarga því sem hægt er að bjarga. Mynd/Landsbjörg Talið er að tugir kinda hafi drepist þegar Jökulsá á Fljótsdal flæddi yfir bakka sína við Valþjófstaðanes eftir mikla úrkomu í dag og í nótt. Björgunarsveitarmenn sigla á bátum yfir túnin í von um að bjarga því sem hægt er að bjarga. „Það eru flöt tún hérna sem liggja að Jökulsá á Fljótsdal. Þetta er kallað Valþjófsstaðanes og yfir það liggur klofhátt vatn að stórum hluta,“ segir Agnar Benediktsson í Björgunarsveitinni jökli í samtali við Vísi. Töluverð úrkoma hefur verið á Suðausturlandi og Austfjörðum og hafa orðið miklir vatnavextir í ám og lækjum vegna þess. Á vef Veðurstofunnar má sjá að rennsli í Jökulsá í Fljótsdal hefur nærri þrefaldast á örfáum klukkutímum við Valþjófsstaðanes. Þá hefur vatnshæð hækkað um nærri einn og hálfan metra.Sigmar Daði Viðarsson.Sigmar Daði Viðarsson, formaður björgunarsveitarinnar, segist í samtali við Vísi telja að vatn sé enn að aukast á svæðinu. Verið er að taka stöðuna og skoða önnur svæði í grennd og hvort bregðast þurfi við þar. Agnar segir ljóst að tugir kinda hafi drepist en í samtali við Austurfrétt sagði Friðrik Ingi Ingólfsson, bóndi á Valþjófsstað 2, að um 200 lömb hafi átt að vera á túnunum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Egilstöðum hefur rignt mikið og er talið líklegt að þjóðvegur 1 um Skriðdal við Skriðuvatn lokist vegna vatnavaxtanna. Þá hefur björgunarsveitin á Höfn í Hornafirði aðstoðað bændur á Volaseli í Lóni í Austur-Skaftafellsýslu við að bjarga fé frá drukknun eftir mikla vatnavexti. Þar hefur einnig rignt mikið.Ljóst er að úrhellið hefur haft áhrif víðar á Austurlandi en í Fljótsdal.Að neðan má sjá myndir sem Ingi Ragnarsson, tók af Hamarsá í Hamarsfirði í ham í úrhellinu á Austurlandi. Smellið á örvarnar til að fletta eða flettið með fingrunum í snjallsíma. Veður Tengdar fréttir Aldrei séð svona mikið úrhelli Þetta er það mesta sem ég nokkurn tímann séð. Sama segir pabbi, segir Eiður Ragnarsson á Bragðavöllum í Hamarsfirði á Austurlandi. 27. september 2017 14:45 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Talið er að tugir kinda hafi drepist þegar Jökulsá á Fljótsdal flæddi yfir bakka sína við Valþjófstaðanes eftir mikla úrkomu í dag og í nótt. Björgunarsveitarmenn sigla á bátum yfir túnin í von um að bjarga því sem hægt er að bjarga. „Það eru flöt tún hérna sem liggja að Jökulsá á Fljótsdal. Þetta er kallað Valþjófsstaðanes og yfir það liggur klofhátt vatn að stórum hluta,“ segir Agnar Benediktsson í Björgunarsveitinni jökli í samtali við Vísi. Töluverð úrkoma hefur verið á Suðausturlandi og Austfjörðum og hafa orðið miklir vatnavextir í ám og lækjum vegna þess. Á vef Veðurstofunnar má sjá að rennsli í Jökulsá í Fljótsdal hefur nærri þrefaldast á örfáum klukkutímum við Valþjófsstaðanes. Þá hefur vatnshæð hækkað um nærri einn og hálfan metra.Sigmar Daði Viðarsson.Sigmar Daði Viðarsson, formaður björgunarsveitarinnar, segist í samtali við Vísi telja að vatn sé enn að aukast á svæðinu. Verið er að taka stöðuna og skoða önnur svæði í grennd og hvort bregðast þurfi við þar. Agnar segir ljóst að tugir kinda hafi drepist en í samtali við Austurfrétt sagði Friðrik Ingi Ingólfsson, bóndi á Valþjófsstað 2, að um 200 lömb hafi átt að vera á túnunum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Egilstöðum hefur rignt mikið og er talið líklegt að þjóðvegur 1 um Skriðdal við Skriðuvatn lokist vegna vatnavaxtanna. Þá hefur björgunarsveitin á Höfn í Hornafirði aðstoðað bændur á Volaseli í Lóni í Austur-Skaftafellsýslu við að bjarga fé frá drukknun eftir mikla vatnavexti. Þar hefur einnig rignt mikið.Ljóst er að úrhellið hefur haft áhrif víðar á Austurlandi en í Fljótsdal.Að neðan má sjá myndir sem Ingi Ragnarsson, tók af Hamarsá í Hamarsfirði í ham í úrhellinu á Austurlandi. Smellið á örvarnar til að fletta eða flettið með fingrunum í snjallsíma.
Veður Tengdar fréttir Aldrei séð svona mikið úrhelli Þetta er það mesta sem ég nokkurn tímann séð. Sama segir pabbi, segir Eiður Ragnarsson á Bragðavöllum í Hamarsfirði á Austurlandi. 27. september 2017 14:45 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Aldrei séð svona mikið úrhelli Þetta er það mesta sem ég nokkurn tímann séð. Sama segir pabbi, segir Eiður Ragnarsson á Bragðavöllum í Hamarsfirði á Austurlandi. 27. september 2017 14:45