Aparnir og fjármálakerfi morgundagsins! Friðrik Þór Snorrason skrifar 27. september 2017 07:00 Ör framþróun í tækni og markvissar aðgerðir stjórnvalda víðsvegar í Evrópu til að opna fjármálamarkaði munu leiða til mikillar grósku og nýsköpunar í fjármálaþjónustu á komandi árum. Þessar breytingar munu gerbylta hvernig viðskiptavinir nota fjármálaþjónustu, hvernig hún er veitt og hvaða aðilar koma til með að geta veitt slíka þjónustu. Þjónustustig til neytenda og fyrirtækja mun jafnframt hækka á sama tíma og nýjar fjölbreyttari fjármálaafurðir verða í boði. Einnig munu nýir þátttakendur, sem nýta nýstárleg viðskiptamódel til að keppa við hin hefðbundnu fjármálafyrirtæki, hasla sér völl á fjármálamarkaði. Af þeim sökum eru bankar víðsvegar um heim að endurskoða viðskiptamódel sín og eru sumir hverjir byrjaðir að taka sín fyrstu skref í að móta ný stafræn viðskiptamódel með það að markmiði að efla samkeppnishæfni sína til framtíðar.Ný tekjumódel í greiðslum Með tilkomu nýrra tæknilausna og nýrra laga um greiðsluþjónustu (e. PSD2), sem innleidd verða innan Evrópusambandsins í byrjun næsta árs, mun þátttakendum í greiðsluþjónustu fjölga. Þóknunartekjur af viðskiptabankastarfsemi sem byggjast að mestu leyti á ýmiss konar greiðsluþjónustu munu eiga undir högg að sækja vegna aukinnar samkeppni á markaði. Þessar tekjur standa í dag undir 20-25% af tekjum viðskiptabankastarfsemi evrópskra banka, en hreinar þóknunartekjur af viðskiptabankastarfsemi stóru íslensku bankanna voru tæpir 12 milljarðar króna árið 2016. Hinir nýju þátttakendur á markaði fyrir greiðsluþjónustu munu ekki treysta á kortatekjur af færslugjöldum, árgjöldum, kortalánum og yfirdráttarvöxtum heldur á tekjur af vinnslu og notkun gagna. Þessir nýju aðilar munu afmá mörkin á milli fjölmiðla, auglýsinga, vörukaupa og greiðslna og skapa á þann hátt virði fyrir sjálfan sig í alls óskyldum rekstri. Líklegt verður að teljast að hinir nýju þjónustuveitendur byggi tekjumódel sín á vinnslu greiðslu- og neyslugagna. Þannig mætti sjá fyrir sér að notendaskilmálar greiðsluapps myndu heimila birtingu auglýsinga í hvert sinn sem reikningsyfirlit eða kassakvittun er skoðuð. Auk auglýsingatekna gæti greiðsluþjónustuveitandinn tekið söluþóknun, t.d. ef auglýsing tryggingarfyrirtækis sem birtist í farsímaappi viðskiptavinar sem þarf að endurnýja tryggingar leiðir til sölu á nýjum tryggingum. Eins og ég hef áður fjallað um telja sérfræðingar að nýir þátttakendur í greiðsluþjónustu muni gera það að verkum að þóknunartekjur af viðskiptabankastarfsemi muni lækka um 40-80% á næstu árum. Jafnframt mun opnun markaðarins hafa áhrif til lækkunar á vaxtatekjum bankanna, þar sem nýjir þátttakendur geta boðið upp á nýjar óhefðbundnar leiðir til að ávaxta fjármuni og afla lánsfjármagns. Þó ber að hafa í huga að tækifærin sem bankar standa frammi fyrir vegna stafrænivæðingar á fjármálaþjónustu eru fjölmörg og ef haldið er rétt á spilunum geta þau tryggt vöxt og rekstur bankanna til lengri tíma litið.Apar munu knýja áfram tannhjól fjármálamarkaðarinsMeð tilkomu internetsins hafa fjölmörg fyrirtæki náð undraverðum árangri og vexti með því að þróa viðskiptamódel sem byggja á opnum API (e. Application Programming Interface) sem á slæmri íslensku eru kallaðir „opnir apar“. Þessi þriggja stafa skammstöfun fælir sennilega marga lesendur frá því að halda áfram lestri pistilsins. Þeir sem reyna hins vegar ekki að skilja og nýta „opna apa“ í rekstri fjármálafyrirtækja eiga á hættu að verða undir í samkeppni á markaði. Breytingarnar sem eru framundan á fjármálamarkaði eru það miklar. Viðskiptalega séð einfalda opin API samvinnu á milli ótengdra aðila og opna þannig á nýjar leiðir til nýsköpunar á lausnum og mótunar nýrra opinna viðskiptamódela. eBay var eitt fyrsta internetfyrirtækið til að þróa nýtt viðskiptamódel sem byggði á opnum API. Með því að bjóða opin og stöðluð API, gat eBay búið til vistkerfi af söluaðilum sem tengdust markaðstorgi eBay. Einnig varð til net af samstarfsaðilum sem þróuðu ýmsar virðisaukandi þjónustur ofan á grunnlausnir eBay. Á þennan hátt margfaldaði eBay þróunargetu félagsins og stækkaði sölunet sitt án þess að kostnaður félagsins margfaldaðist. Fjölmörg evrópsk sprotafyrirtæki eru að nýta sér þessa opnun á markaði og eru að þróa opin viðskiptamódel í fjármálaþjónustu. Sum þessara fyrirtækja hafa valið að sérhæfa sig á mjög afmörkuðu sviði fjármálaþjónustu en áforma að bjóða viðskiptavinum sínum alhliða þjónustuframboð í gegnum opin API. Monzo og Starling bank í Bretlandi eru dæmi um banka sem fylgja þessari hugmyndafræði. Þeir bjóða eingöngu upp á farsímabankaþjónustu og takmarka sína eigin vöruþróun við einstakt notendaviðmót, innlánareikning og greiðslukort, en treysta á sérvalda samstarfsaðila til bjóða sínum viðskiptavinum upp á nokkuð heildstætt þjónustuframboð. Notkun opinna API er hins vegar ekki takmörkuð við sprotafyrirtæki. Fjölmargar bankastofnanir hafa byrjað að endurskoða sín viðskiptamódel með tilliti til notkunar á opnum API og þróunar á neti af samstarfsaðilum. Markmið þeirra er að ýta undir nýsköpun og efla þjónustuframboðið; styrkja tryggð og tengsl við viðskiptavini; og lækka kostnað. Þótt að slík opnun þýði óhjákvæmilega að bankar gefi eftir eignarhald á tilteknum þáttum í virðiskeðju fjármálaþjónustu þá veita API þjónustan og samstarfsnetið þeim aðgengi að nýjum mörkuðum og stærri tekjulindum sem þeir hefðu annars ekki haft aðgang að. Bankar standa í raun frammi fyrir stefnumótandi ákvörðun um hvaða hlutverki þeir ætli að gegna í virðiskeðju fjármálaþjónustu framtíðarinnar og þurfa því að skoða sérstaklega hvernig staðið verður að framleiðslu og dreifingu afurða sem þeir ætla að bjóða sínum viðskiptavinum.Lengri útgáfu af greininni má finna á rb.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ör framþróun í tækni og markvissar aðgerðir stjórnvalda víðsvegar í Evrópu til að opna fjármálamarkaði munu leiða til mikillar grósku og nýsköpunar í fjármálaþjónustu á komandi árum. Þessar breytingar munu gerbylta hvernig viðskiptavinir nota fjármálaþjónustu, hvernig hún er veitt og hvaða aðilar koma til með að geta veitt slíka þjónustu. Þjónustustig til neytenda og fyrirtækja mun jafnframt hækka á sama tíma og nýjar fjölbreyttari fjármálaafurðir verða í boði. Einnig munu nýir þátttakendur, sem nýta nýstárleg viðskiptamódel til að keppa við hin hefðbundnu fjármálafyrirtæki, hasla sér völl á fjármálamarkaði. Af þeim sökum eru bankar víðsvegar um heim að endurskoða viðskiptamódel sín og eru sumir hverjir byrjaðir að taka sín fyrstu skref í að móta ný stafræn viðskiptamódel með það að markmiði að efla samkeppnishæfni sína til framtíðar.Ný tekjumódel í greiðslum Með tilkomu nýrra tæknilausna og nýrra laga um greiðsluþjónustu (e. PSD2), sem innleidd verða innan Evrópusambandsins í byrjun næsta árs, mun þátttakendum í greiðsluþjónustu fjölga. Þóknunartekjur af viðskiptabankastarfsemi sem byggjast að mestu leyti á ýmiss konar greiðsluþjónustu munu eiga undir högg að sækja vegna aukinnar samkeppni á markaði. Þessar tekjur standa í dag undir 20-25% af tekjum viðskiptabankastarfsemi evrópskra banka, en hreinar þóknunartekjur af viðskiptabankastarfsemi stóru íslensku bankanna voru tæpir 12 milljarðar króna árið 2016. Hinir nýju þátttakendur á markaði fyrir greiðsluþjónustu munu ekki treysta á kortatekjur af færslugjöldum, árgjöldum, kortalánum og yfirdráttarvöxtum heldur á tekjur af vinnslu og notkun gagna. Þessir nýju aðilar munu afmá mörkin á milli fjölmiðla, auglýsinga, vörukaupa og greiðslna og skapa á þann hátt virði fyrir sjálfan sig í alls óskyldum rekstri. Líklegt verður að teljast að hinir nýju þjónustuveitendur byggi tekjumódel sín á vinnslu greiðslu- og neyslugagna. Þannig mætti sjá fyrir sér að notendaskilmálar greiðsluapps myndu heimila birtingu auglýsinga í hvert sinn sem reikningsyfirlit eða kassakvittun er skoðuð. Auk auglýsingatekna gæti greiðsluþjónustuveitandinn tekið söluþóknun, t.d. ef auglýsing tryggingarfyrirtækis sem birtist í farsímaappi viðskiptavinar sem þarf að endurnýja tryggingar leiðir til sölu á nýjum tryggingum. Eins og ég hef áður fjallað um telja sérfræðingar að nýir þátttakendur í greiðsluþjónustu muni gera það að verkum að þóknunartekjur af viðskiptabankastarfsemi muni lækka um 40-80% á næstu árum. Jafnframt mun opnun markaðarins hafa áhrif til lækkunar á vaxtatekjum bankanna, þar sem nýjir þátttakendur geta boðið upp á nýjar óhefðbundnar leiðir til að ávaxta fjármuni og afla lánsfjármagns. Þó ber að hafa í huga að tækifærin sem bankar standa frammi fyrir vegna stafrænivæðingar á fjármálaþjónustu eru fjölmörg og ef haldið er rétt á spilunum geta þau tryggt vöxt og rekstur bankanna til lengri tíma litið.Apar munu knýja áfram tannhjól fjármálamarkaðarinsMeð tilkomu internetsins hafa fjölmörg fyrirtæki náð undraverðum árangri og vexti með því að þróa viðskiptamódel sem byggja á opnum API (e. Application Programming Interface) sem á slæmri íslensku eru kallaðir „opnir apar“. Þessi þriggja stafa skammstöfun fælir sennilega marga lesendur frá því að halda áfram lestri pistilsins. Þeir sem reyna hins vegar ekki að skilja og nýta „opna apa“ í rekstri fjármálafyrirtækja eiga á hættu að verða undir í samkeppni á markaði. Breytingarnar sem eru framundan á fjármálamarkaði eru það miklar. Viðskiptalega séð einfalda opin API samvinnu á milli ótengdra aðila og opna þannig á nýjar leiðir til nýsköpunar á lausnum og mótunar nýrra opinna viðskiptamódela. eBay var eitt fyrsta internetfyrirtækið til að þróa nýtt viðskiptamódel sem byggði á opnum API. Með því að bjóða opin og stöðluð API, gat eBay búið til vistkerfi af söluaðilum sem tengdust markaðstorgi eBay. Einnig varð til net af samstarfsaðilum sem þróuðu ýmsar virðisaukandi þjónustur ofan á grunnlausnir eBay. Á þennan hátt margfaldaði eBay þróunargetu félagsins og stækkaði sölunet sitt án þess að kostnaður félagsins margfaldaðist. Fjölmörg evrópsk sprotafyrirtæki eru að nýta sér þessa opnun á markaði og eru að þróa opin viðskiptamódel í fjármálaþjónustu. Sum þessara fyrirtækja hafa valið að sérhæfa sig á mjög afmörkuðu sviði fjármálaþjónustu en áforma að bjóða viðskiptavinum sínum alhliða þjónustuframboð í gegnum opin API. Monzo og Starling bank í Bretlandi eru dæmi um banka sem fylgja þessari hugmyndafræði. Þeir bjóða eingöngu upp á farsímabankaþjónustu og takmarka sína eigin vöruþróun við einstakt notendaviðmót, innlánareikning og greiðslukort, en treysta á sérvalda samstarfsaðila til bjóða sínum viðskiptavinum upp á nokkuð heildstætt þjónustuframboð. Notkun opinna API er hins vegar ekki takmörkuð við sprotafyrirtæki. Fjölmargar bankastofnanir hafa byrjað að endurskoða sín viðskiptamódel með tilliti til notkunar á opnum API og þróunar á neti af samstarfsaðilum. Markmið þeirra er að ýta undir nýsköpun og efla þjónustuframboðið; styrkja tryggð og tengsl við viðskiptavini; og lækka kostnað. Þótt að slík opnun þýði óhjákvæmilega að bankar gefi eftir eignarhald á tilteknum þáttum í virðiskeðju fjármálaþjónustu þá veita API þjónustan og samstarfsnetið þeim aðgengi að nýjum mörkuðum og stærri tekjulindum sem þeir hefðu annars ekki haft aðgang að. Bankar standa í raun frammi fyrir stefnumótandi ákvörðun um hvaða hlutverki þeir ætli að gegna í virðiskeðju fjármálaþjónustu framtíðarinnar og þurfa því að skoða sérstaklega hvernig staðið verður að framleiðslu og dreifingu afurða sem þeir ætla að bjóða sínum viðskiptavinum.Lengri útgáfu af greininni má finna á rb.is.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar