Togstreitan eykst á Kóreuskaga Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. september 2017 23:57 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hafa átt í hatrömmum deilum undanfarið. Þeir hóta hvor öðrum gereyðileggingu og kalla hvor annan geðsjúkan. Visir/AFP Bandarískar sprengju-og orrustuþotur hafa aldrei á 21. öldinni flogið norðar meðfram austurströnd Norður-Kóreu en gert var í dag. Tilgangurinn var að sýna fram á þau miklu hernaðarúrræði sem Bandaríkjamenn hefðu yfir að ráða og jafnframt að þeir gætu mætt hvaða ógn sem væri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pentagon, varnarmálastofnun Bandaríkjanna. Þoturnar eru, sem fyrr segir, sagðar hafa flogið norðar meðfram hlutlausu belti austurstrandar Norður-Kóreu en gert hefur verið á þessari öld að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Þetta er nýjasta útspil Bandaríkjanna í afar viðkvæmum deilum landanna á milli þar sem öryggi fjölda fólks er í húfi. Spennan á milli þjóðhöfðingjanna Donalds Trumps og Kims Jong-un stigmagnast með hverjum deginum en þeir hafa haft í hótunum um að gereyðileggja ríki hvors annars. Síðast gerðu Norður-Kóreumenn kjarnavopnatilraun þann þriðja september og var þar um að ræða langöflugasta kjarnavopn sem ríkið hefur gert tilraunir með hingað til. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, brást í gær við nýjum viðskiptaþvingunum sem Trump fyrirskipaði gegn einræðisríkinu á fimmtudag sem og eldræðu forsetans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna frá því á mánudag þar sem forsetinn hótaði fyrrnefndri gereyðileggingu ef Kim-stjórnin myndi ekki stöðva kjarnorkuáætlun sína.Kim Jong-un ráðlagði Trump að vanda orðaval sitt og sagði hegðun hans á allsherjarþinginu „geðsjúka“. Ræða Trumps hefði í raun verið stríðsyfirlýsing og myndi stjórn Kims hugsa vandlega um hvernig henni bæri að svara. Tengdar fréttir Jarðskjálfti mælist nálægt kjarnorkutilraunasvæði Norður-Kóreu Jarðskjálfti að stærðinni 3,4 mældist í dag í Norður Kóreu. 23. september 2017 10:55 Segir Trump og Kim Jong-un haga sér eins og leikskólabörn Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að líkja megi orðaskaki Donald Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu við slagsmál leikskólabarna 22. september 2017 23:30 Trump geltandi hundur í augum Norður-Kóreu Utanríkirsáðherra Norður-Kóreu vorkennir aðstoðarmönnum Bandaríkjaforseta. 21. september 2017 07:09 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Fleiri fréttir Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepnir í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Sjá meira
Bandarískar sprengju-og orrustuþotur hafa aldrei á 21. öldinni flogið norðar meðfram austurströnd Norður-Kóreu en gert var í dag. Tilgangurinn var að sýna fram á þau miklu hernaðarúrræði sem Bandaríkjamenn hefðu yfir að ráða og jafnframt að þeir gætu mætt hvaða ógn sem væri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pentagon, varnarmálastofnun Bandaríkjanna. Þoturnar eru, sem fyrr segir, sagðar hafa flogið norðar meðfram hlutlausu belti austurstrandar Norður-Kóreu en gert hefur verið á þessari öld að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Þetta er nýjasta útspil Bandaríkjanna í afar viðkvæmum deilum landanna á milli þar sem öryggi fjölda fólks er í húfi. Spennan á milli þjóðhöfðingjanna Donalds Trumps og Kims Jong-un stigmagnast með hverjum deginum en þeir hafa haft í hótunum um að gereyðileggja ríki hvors annars. Síðast gerðu Norður-Kóreumenn kjarnavopnatilraun þann þriðja september og var þar um að ræða langöflugasta kjarnavopn sem ríkið hefur gert tilraunir með hingað til. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, brást í gær við nýjum viðskiptaþvingunum sem Trump fyrirskipaði gegn einræðisríkinu á fimmtudag sem og eldræðu forsetans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna frá því á mánudag þar sem forsetinn hótaði fyrrnefndri gereyðileggingu ef Kim-stjórnin myndi ekki stöðva kjarnorkuáætlun sína.Kim Jong-un ráðlagði Trump að vanda orðaval sitt og sagði hegðun hans á allsherjarþinginu „geðsjúka“. Ræða Trumps hefði í raun verið stríðsyfirlýsing og myndi stjórn Kims hugsa vandlega um hvernig henni bæri að svara.
Tengdar fréttir Jarðskjálfti mælist nálægt kjarnorkutilraunasvæði Norður-Kóreu Jarðskjálfti að stærðinni 3,4 mældist í dag í Norður Kóreu. 23. september 2017 10:55 Segir Trump og Kim Jong-un haga sér eins og leikskólabörn Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að líkja megi orðaskaki Donald Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu við slagsmál leikskólabarna 22. september 2017 23:30 Trump geltandi hundur í augum Norður-Kóreu Utanríkirsáðherra Norður-Kóreu vorkennir aðstoðarmönnum Bandaríkjaforseta. 21. september 2017 07:09 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Fleiri fréttir Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepnir í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Sjá meira
Jarðskjálfti mælist nálægt kjarnorkutilraunasvæði Norður-Kóreu Jarðskjálfti að stærðinni 3,4 mældist í dag í Norður Kóreu. 23. september 2017 10:55
Segir Trump og Kim Jong-un haga sér eins og leikskólabörn Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að líkja megi orðaskaki Donald Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu við slagsmál leikskólabarna 22. september 2017 23:30
Trump geltandi hundur í augum Norður-Kóreu Utanríkirsáðherra Norður-Kóreu vorkennir aðstoðarmönnum Bandaríkjaforseta. 21. september 2017 07:09