Pape um kynþáttafordóma í sinn garð: „Nota gamaldags orð eins og surtur“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. september 2017 09:40 Pape Mamadou Faye í leik gegn Fylki á síðustu leiktíð. vísir/ernir „Ég hafði ekki hugmynd um hvað kynþáttahatur var fyrr en ég flutti til Íslands,“ segir Pape Mamadou Faye, framherji Víkings Ólafsvíkur í Pepsi-deild karla í fótbolta í viðtali í DV, en Pape er einn af þeim sem mun taka til máls á ráðstefnu í Hörpu í dag sem ber heitið: „Hatursorðræða í íslensku samfélagi.“ Pape segir frá kynþáttaníði í hans garð á Ísland í viðtalinu en þessi öflugi framherji flutti frá Senegal til Íslands þegar að hann var ellefu ára gamall. Hann byrjaði Val en fór síðar í Fylki. Hann segist strax hafa orðið fyrir fordómum, sér í lagi frá foreldrum drengja úr liðum andstæðinganna. „Þetta gerðist oftar þegar ég var yngri. Þegar að maður er lítill er auðveldara að brjóta mann niður. Sum af þessum orðum særa mig meira en N-orðið. Þau notuðu gamaldagsorð eins og surtur,“ segir Pape. Pape segist hafa fengið beina morðhótun í SMS-skeyti fyrir leik gegn Fjölni og voru sérstakar ráðstafanir gerðar fyrir þann leik þar sem tveir lögreglubílar vöktuðu svæðið. Fjölgun ferðamanna á Íslandi hefur gert líf Pape auðveldara en á árum áður var starað á hann hvert sem hann fór. Hann segir fólk forðast það að sitja við hliðina á honum í strætisvögnum. Helst eru fordómarnir áberandi í sundi. „Í hverri sundlaug er yfirleitt einn pottur með þægilegasta hitastiginu sem flestir eru í. Ég hef oft lent í því að ef ég sest í heitan pott tæmist hann á tveimur mínútum,“ segir Pape Mamadou Faye. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Sjá meira
„Ég hafði ekki hugmynd um hvað kynþáttahatur var fyrr en ég flutti til Íslands,“ segir Pape Mamadou Faye, framherji Víkings Ólafsvíkur í Pepsi-deild karla í fótbolta í viðtali í DV, en Pape er einn af þeim sem mun taka til máls á ráðstefnu í Hörpu í dag sem ber heitið: „Hatursorðræða í íslensku samfélagi.“ Pape segir frá kynþáttaníði í hans garð á Ísland í viðtalinu en þessi öflugi framherji flutti frá Senegal til Íslands þegar að hann var ellefu ára gamall. Hann byrjaði Val en fór síðar í Fylki. Hann segist strax hafa orðið fyrir fordómum, sér í lagi frá foreldrum drengja úr liðum andstæðinganna. „Þetta gerðist oftar þegar ég var yngri. Þegar að maður er lítill er auðveldara að brjóta mann niður. Sum af þessum orðum særa mig meira en N-orðið. Þau notuðu gamaldagsorð eins og surtur,“ segir Pape. Pape segist hafa fengið beina morðhótun í SMS-skeyti fyrir leik gegn Fjölni og voru sérstakar ráðstafanir gerðar fyrir þann leik þar sem tveir lögreglubílar vöktuðu svæðið. Fjölgun ferðamanna á Íslandi hefur gert líf Pape auðveldara en á árum áður var starað á hann hvert sem hann fór. Hann segir fólk forðast það að sitja við hliðina á honum í strætisvögnum. Helst eru fordómarnir áberandi í sundi. „Í hverri sundlaug er yfirleitt einn pottur með þægilegasta hitastiginu sem flestir eru í. Ég hef oft lent í því að ef ég sest í heitan pott tæmist hann á tveimur mínútum,“ segir Pape Mamadou Faye.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Sjá meira