Meira tjón fram undan vegna Mariu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. september 2017 06:00 Maria olli miklu tjóni á eyjunni Guadeloupe. Fellibylurinn, sem fór af þriðja stigi og upp á það fimmta á örfáum klukkustundum, hreyfist nú í vesturátt og er búist við því að hann gangi yfir fleiri eyjar og leiki þær grátt. vísir/afp Fellibylurinn Maria komst á fimmta stig áður en hún gekk yfir Dóminíku og Guadeloupe í Karíbahafi í gær og olli miklu tjóni. Búist er við því að Maria gangi yfir Bandarísku og Bresku Jómfrúaeyjar í dag. Þá átti stormurinn að ganga yfir Púertó Ríkó og Montserrat í nótt, það hafði hann ekki gert þegar Fréttablaðið fór í prentun. „Allt sem peningar geta keypt hefur tapast. Minn helsti ótti nú í morgunsárið er sá að við fáum fréttir af alvarlegum meiðslum, mögulega manntjóni, vegna aurskriðna sem rigningar fellibylsins komu líklega af stað,“ sagði Roosevelt Skerrit, forsætisráðherra Dóminíku, í tilkynningu sem hann birti á Facebook í gær. Skerrit sagði jafnframt að þakið á bústað forsætisráðherra hefði rifnað af líkt og á húsum margra annarra. Þá ítrekaði Dóminíkumaðurinn að ríkið þyrfti alla þá hjálp sem það gæti fengið. Of snemmt væri þó að segja til um ástand flugvalla og hafna. „Þess vegna vil ég gjarnan biðja vinaþjóðir og samtök um að senda okkur hjálp með þyrlum.“ Á Guadeloupe olli Maria meðal annars svo miklum flóðum að vegir og heilu húsin voru á kafi í gær þegar stormurinn gekk yfir. Snemma á mánudag var Maria fyrsta stigs fellibylur en í fyrrinótt var hún komin á fimmta stig. Fór hún til að mynda af þriðja stigi og upp á það fimmta á örfáum klukkustundum. Olli Maria því meira tjóni á Dóminíku en búist var við. Eftir að Maria náði landi á eyjunni veiktist hún og fór niður á fjórða stig en styrktist skjótt aftur og fór upp á fimmta stig á ný. Meðalvindhraði Mariu í gær var rúmlega 70 metrar á sekúndu. Til samanburðar var meðalvindhraði Irmu um 83 metrar á sekúndu þegar hún olli miklum skaða á meðal annars Barbúda og Sankti Martin. Steve Cleaton, veðurfræðingur hjá BBC, sagði í gær að helsta ástæðan fyrir því hversu mikið og fljótt stormurinn styrktist væri óvenjuhlýr sjór. Yfirborðshiti sjávar í Karíbahafi væri nú einni til tveimur gráðum hærri en vanalegt er miðað við árstíma. Spár Fellibyljastofnunar Bandaríkjanna (NHC) gera ráð fyrir því að slóð Mariu verði svipuð slóð fellibylsins Irmu sem hrelldi íbúa við Karíbahaf á dögunum. Þó gera spár ekki ráð fyrir því að Maria gangi sem fellibylur á meginland Bandaríkjanna en það gæti breyst. Irma olli gífurlegu tjóni á allnokkrum eyjum í Karíbahafi. BBC greindi frá því í gær að nokkrar þeirra eyja sem Maria stefnir á hafi ekki farið illa út úr Irmu og hafi því verið notaðar sem eins konar birgðastöðvar fyrir hjálparstarf. Til að mynda hafi Púertó Ríkó veitt nágrannaríkjum sínum dýrmæta aðstoð. Nú sé það starf í mikilli hættu vegna yfirvofandi hamfara. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Fellibylurinn Maria komst á fimmta stig áður en hún gekk yfir Dóminíku og Guadeloupe í Karíbahafi í gær og olli miklu tjóni. Búist er við því að Maria gangi yfir Bandarísku og Bresku Jómfrúaeyjar í dag. Þá átti stormurinn að ganga yfir Púertó Ríkó og Montserrat í nótt, það hafði hann ekki gert þegar Fréttablaðið fór í prentun. „Allt sem peningar geta keypt hefur tapast. Minn helsti ótti nú í morgunsárið er sá að við fáum fréttir af alvarlegum meiðslum, mögulega manntjóni, vegna aurskriðna sem rigningar fellibylsins komu líklega af stað,“ sagði Roosevelt Skerrit, forsætisráðherra Dóminíku, í tilkynningu sem hann birti á Facebook í gær. Skerrit sagði jafnframt að þakið á bústað forsætisráðherra hefði rifnað af líkt og á húsum margra annarra. Þá ítrekaði Dóminíkumaðurinn að ríkið þyrfti alla þá hjálp sem það gæti fengið. Of snemmt væri þó að segja til um ástand flugvalla og hafna. „Þess vegna vil ég gjarnan biðja vinaþjóðir og samtök um að senda okkur hjálp með þyrlum.“ Á Guadeloupe olli Maria meðal annars svo miklum flóðum að vegir og heilu húsin voru á kafi í gær þegar stormurinn gekk yfir. Snemma á mánudag var Maria fyrsta stigs fellibylur en í fyrrinótt var hún komin á fimmta stig. Fór hún til að mynda af þriðja stigi og upp á það fimmta á örfáum klukkustundum. Olli Maria því meira tjóni á Dóminíku en búist var við. Eftir að Maria náði landi á eyjunni veiktist hún og fór niður á fjórða stig en styrktist skjótt aftur og fór upp á fimmta stig á ný. Meðalvindhraði Mariu í gær var rúmlega 70 metrar á sekúndu. Til samanburðar var meðalvindhraði Irmu um 83 metrar á sekúndu þegar hún olli miklum skaða á meðal annars Barbúda og Sankti Martin. Steve Cleaton, veðurfræðingur hjá BBC, sagði í gær að helsta ástæðan fyrir því hversu mikið og fljótt stormurinn styrktist væri óvenjuhlýr sjór. Yfirborðshiti sjávar í Karíbahafi væri nú einni til tveimur gráðum hærri en vanalegt er miðað við árstíma. Spár Fellibyljastofnunar Bandaríkjanna (NHC) gera ráð fyrir því að slóð Mariu verði svipuð slóð fellibylsins Irmu sem hrelldi íbúa við Karíbahaf á dögunum. Þó gera spár ekki ráð fyrir því að Maria gangi sem fellibylur á meginland Bandaríkjanna en það gæti breyst. Irma olli gífurlegu tjóni á allnokkrum eyjum í Karíbahafi. BBC greindi frá því í gær að nokkrar þeirra eyja sem Maria stefnir á hafi ekki farið illa út úr Irmu og hafi því verið notaðar sem eins konar birgðastöðvar fyrir hjálparstarf. Til að mynda hafi Púertó Ríkó veitt nágrannaríkjum sínum dýrmæta aðstoð. Nú sé það starf í mikilli hættu vegna yfirvofandi hamfara.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira