Skýrt brot á náttúruverndarlögum að landeigendur við Hraunfossa innheimti bílastæðagjald Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. október 2017 21:55 Umhverfisstofnun segir það skýrt brot á náttúruverndarlögum að landeigendur við Hraunfossa innheimti gjald af bílastæðum á svæðinu. Stofnunin ætlar að krefjast lögbanns á gjaldtökunni og dagsekta, en umráðamenn svæðisins ætla hins vegar að halda gjaldtökunni til streitu. Forsvarsmenn H-fossa ehf. sem leigja land í hluta landsins Hraunás gengt Hraunfossum hófu gjaldtöku á bílastæði við fossana á föstudag. Gjaldið sem er innheimt er á bilinu 1500-6000 krónur allt eftir stærð þeirra bíla sem þar leggja. Ákvörðunin er tekin í andstöðu nágranna og yfirvalda og kallaði Umhverfisstofnun til lögreglu og Vegagerðina á föstudag og í gær til þess að koma í fyrir gjaldtökuna. „Umhverfisstofnun telur þetta vera ólöglegt, ganga í berhögg við lög um náttúruvernd,“ segir Ólafur Arnar Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. Fyrr í sumar ætluðu forsvarsmenn H-fossa að hefja gjaldtöku en frestuðu henni þar sem Umhverfisstofnun hugðist leggja fimmhundruð þúsund króna dagsektir á gjaldtökuna. Í dag telja þeir hins vegar Umhverfisstofnun ekki hafa lögsögu yfir þessu svæði því er stofnunin ósammála. Lögreglan hefur hefur enn ekki hlutaðist ekki til um þá gjaldtökuna. „Stofnunin getur farið í þvingunaraðgerðir gagnvart landeigendum þrátt fyrir að lögreglan aðhafist ekki neitt og hún verður bara að svara sjálf fyrir það af hverju hún kýs svo að aðhafast ekki. En við teljum að þarna sé um skýrt brot á lögum um náttúruvernd að ræða,“ segir Ólafur.Íhuga að fara fram á lögbann Talskona H-fossa sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að umráðamenn landsins hygðist nýta þá fjármuni sem koma af gjaldtökunni til þess að byggja upp svæðið og vernda náttúruna, „Landeigendur hafa ekki verið að sinna þessu svæði. Þeir eru bara að hefja þarna aðgerðir við að rukka, þeir eru ekki farnir að sinna þessu svæði með neinum hætti,“ segir Ólafur. Hann segir að á bilinu 5-600 þúsund manns komi á svæðið á hverju ári og því geti gjaldtaka skapa töluverðar tekjur.Ætlið þið að fara fram á lögbann? „Við erum bara að skoða þau verkfæri sem við höfum í kassanum og til hvaða aðgerða er best að grípa og í hvaða röð þannig það mun allt saman koma í ljós væntanlega í byrjun vikunnar.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Umhverfisstofnun óskaði eftir aðstoð lögreglu við að stöðva gjaldtöku við Hraunfossa Landeigendur ætluðu að hefja gjaldtöku í sumar en frestuðu henni. 6. október 2017 13:20 Telja heimilt að taka bílastæðagjald við Hraunfossa Forsvarsmenn H-fossa ehf. sem hafa tekið á leigu hluta landsins Hraunsás gegnt Hraunfossum telja sér heimilt að innheimta gjald á bílastæði við fossana sem eru hluti þess lands sem þeir eru með á leigu. 6. október 2017 15:06 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira
Umhverfisstofnun segir það skýrt brot á náttúruverndarlögum að landeigendur við Hraunfossa innheimti gjald af bílastæðum á svæðinu. Stofnunin ætlar að krefjast lögbanns á gjaldtökunni og dagsekta, en umráðamenn svæðisins ætla hins vegar að halda gjaldtökunni til streitu. Forsvarsmenn H-fossa ehf. sem leigja land í hluta landsins Hraunás gengt Hraunfossum hófu gjaldtöku á bílastæði við fossana á föstudag. Gjaldið sem er innheimt er á bilinu 1500-6000 krónur allt eftir stærð þeirra bíla sem þar leggja. Ákvörðunin er tekin í andstöðu nágranna og yfirvalda og kallaði Umhverfisstofnun til lögreglu og Vegagerðina á föstudag og í gær til þess að koma í fyrir gjaldtökuna. „Umhverfisstofnun telur þetta vera ólöglegt, ganga í berhögg við lög um náttúruvernd,“ segir Ólafur Arnar Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. Fyrr í sumar ætluðu forsvarsmenn H-fossa að hefja gjaldtöku en frestuðu henni þar sem Umhverfisstofnun hugðist leggja fimmhundruð þúsund króna dagsektir á gjaldtökuna. Í dag telja þeir hins vegar Umhverfisstofnun ekki hafa lögsögu yfir þessu svæði því er stofnunin ósammála. Lögreglan hefur hefur enn ekki hlutaðist ekki til um þá gjaldtökuna. „Stofnunin getur farið í þvingunaraðgerðir gagnvart landeigendum þrátt fyrir að lögreglan aðhafist ekki neitt og hún verður bara að svara sjálf fyrir það af hverju hún kýs svo að aðhafast ekki. En við teljum að þarna sé um skýrt brot á lögum um náttúruvernd að ræða,“ segir Ólafur.Íhuga að fara fram á lögbann Talskona H-fossa sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að umráðamenn landsins hygðist nýta þá fjármuni sem koma af gjaldtökunni til þess að byggja upp svæðið og vernda náttúruna, „Landeigendur hafa ekki verið að sinna þessu svæði. Þeir eru bara að hefja þarna aðgerðir við að rukka, þeir eru ekki farnir að sinna þessu svæði með neinum hætti,“ segir Ólafur. Hann segir að á bilinu 5-600 þúsund manns komi á svæðið á hverju ári og því geti gjaldtaka skapa töluverðar tekjur.Ætlið þið að fara fram á lögbann? „Við erum bara að skoða þau verkfæri sem við höfum í kassanum og til hvaða aðgerða er best að grípa og í hvaða röð þannig það mun allt saman koma í ljós væntanlega í byrjun vikunnar.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Umhverfisstofnun óskaði eftir aðstoð lögreglu við að stöðva gjaldtöku við Hraunfossa Landeigendur ætluðu að hefja gjaldtöku í sumar en frestuðu henni. 6. október 2017 13:20 Telja heimilt að taka bílastæðagjald við Hraunfossa Forsvarsmenn H-fossa ehf. sem hafa tekið á leigu hluta landsins Hraunsás gegnt Hraunfossum telja sér heimilt að innheimta gjald á bílastæði við fossana sem eru hluti þess lands sem þeir eru með á leigu. 6. október 2017 15:06 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira
Umhverfisstofnun óskaði eftir aðstoð lögreglu við að stöðva gjaldtöku við Hraunfossa Landeigendur ætluðu að hefja gjaldtöku í sumar en frestuðu henni. 6. október 2017 13:20
Telja heimilt að taka bílastæðagjald við Hraunfossa Forsvarsmenn H-fossa ehf. sem hafa tekið á leigu hluta landsins Hraunsás gegnt Hraunfossum telja sér heimilt að innheimta gjald á bílastæði við fossana sem eru hluti þess lands sem þeir eru með á leigu. 6. október 2017 15:06