Forsætisráðherra Spánar útilokar ekki að svipta Katalóníu sjálfræði Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2017 08:31 Spænski fáninn var áberandi á mótmælum gegn sjálfstæði Katalóníu á Kólumbusartorgi í Madrid í gær. Vísir/AFP Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, útilokar ekki að beita ákvæðum stjórnarskrár landsins og svipta Katalóna sjálfræði ef stjórnmálaleiðtogar þeirra lýsa yfir sjálfstæði héraðsins. Katalónía er eitt sautján sjálfstjórnarhéraða Spánar sem njóta meiri eða minni sjálfstjórnar. Stjórnvöld þar stóðu fyrir atkvæðagreiðslu um sjálfstæði um síðustu helgi sem stjórnlagadómstól Spánar úrskurðaði ólöglega. Lögreglumenn lokuðu fjölda kjörstaða og gengu hart fram kjósendum og kjörstjórnum. Leiðtogar héraðsins hafa gefið í skyn að þeir muni lýsa yfir sjálfstæði, jafnvel strax í þessari viku. Rajoy hefur völd til að leysa upp héraðsstjórnir og boða til nýrra kosninga þar samkvæmt stjórnarskránni. Fram að þessu hefur hann ekki tekið skýra afstöðu til þess hvort að hann muni neyta þess réttar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Ég útiloka ekki algerlega neitt sem er innan marka laganna. Best væri að ekki þyrfti að vera nauðsynlegt að grípa til öfgafullra lausna en til að forðast það þyrftu hlutirnir að breytast mikið,“ segir Rajoy nú við spænska dagblaðið El País. Tugir þúsunda Spánverja mótmæltu sjálfstæðistilburðum Katalóna á útifundum víða um land í gær. Hvöttu þeir leiðtoga lands og héraðs til að halda friðinn og leysa málin með viðræðum. Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, hefur lýst sig opinn fyrir viðræðum við landsstjórnina en Rajoy hefur útilokað það þar til leiðtogar Katalóna gefa sjálfstæðishugmyndir sínar upp á bátinn. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, útilokar ekki að beita ákvæðum stjórnarskrár landsins og svipta Katalóna sjálfræði ef stjórnmálaleiðtogar þeirra lýsa yfir sjálfstæði héraðsins. Katalónía er eitt sautján sjálfstjórnarhéraða Spánar sem njóta meiri eða minni sjálfstjórnar. Stjórnvöld þar stóðu fyrir atkvæðagreiðslu um sjálfstæði um síðustu helgi sem stjórnlagadómstól Spánar úrskurðaði ólöglega. Lögreglumenn lokuðu fjölda kjörstaða og gengu hart fram kjósendum og kjörstjórnum. Leiðtogar héraðsins hafa gefið í skyn að þeir muni lýsa yfir sjálfstæði, jafnvel strax í þessari viku. Rajoy hefur völd til að leysa upp héraðsstjórnir og boða til nýrra kosninga þar samkvæmt stjórnarskránni. Fram að þessu hefur hann ekki tekið skýra afstöðu til þess hvort að hann muni neyta þess réttar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Ég útiloka ekki algerlega neitt sem er innan marka laganna. Best væri að ekki þyrfti að vera nauðsynlegt að grípa til öfgafullra lausna en til að forðast það þyrftu hlutirnir að breytast mikið,“ segir Rajoy nú við spænska dagblaðið El País. Tugir þúsunda Spánverja mótmæltu sjálfstæðistilburðum Katalóna á útifundum víða um land í gær. Hvöttu þeir leiðtoga lands og héraðs til að halda friðinn og leysa málin með viðræðum. Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, hefur lýst sig opinn fyrir viðræðum við landsstjórnina en Rajoy hefur útilokað það þar til leiðtogar Katalóna gefa sjálfstæðishugmyndir sínar upp á bátinn.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira