Vilja hvorki taka velferðina að láni né efna til hennar með því að skattleggja þjóðina í drep Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. október 2017 20:42 Benedikt ávarpaði fylgismenn Viðreisnar á kosningahátíð flokksins í dag. Viðreisn „Við viljum byggja upp velferðina á skynsamlegri hagstjórn. Aðhald og varfærni er ekki andstaða velferðar heldur þvert á móti undirstaða velferðar. Þess vegna segjum við að þetta fari mjög vel saman,“ segir Benedikt Jóhannesson, starfandi fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar. Viðreisn hélt í dag sérlega kosningahátíð á Hótel Natura í tilefni þess að kosningabaráttan er formlega hafin. Hátt í þrjú hundruð stuðningsmenn Viðreisnar mættu á fundinn og formaður flokksins, Benedikt Jóhannesson, var á meðal þeirra sem hélt ræðu. Í samtali við Vísi segir Benedikt að slagorð Viðreisnar í kosningabaráttunni „vinstri velferð og hægri hagstjórn“ feli í sér að „það að borga niður skuldir og að vera ekki með hallarekstur á ríkinu þýðir að við getum dregið úr skuldum, vaxtakostnaðurinn verður minni og minni vextir þýða meiri velferð.“ Benedikt segir að með þessu sparist „alvöru fjárhæðir.“ „Seðlabankinn í kjölfarið lækkar síðan vaxtaprósentuna og tekur það sérstaklega fram að hagstjórnin sé með þeim hætti að þeir telji það óhætt en vara jafnframt við að ef menn snúi af þessari braut gæti þurft að hækka aftur,“ segir Benedikt.Hvernig hyggist þið koma böndum á krónuna, líkt og þú komst inn á í ræðunni?„Það viljum við gera í fyrsta lagi með myntfestu í gegnum myntráð þá nýtum við gjaldeyrisvaraforða þjóðarinnar til þess að grípa inn í og kaupa og selja krónur til þess að halda henni innan ákveðinna marka.“ Benedikt segir að flokksmenn Viðreisnar sjái það sem fyrsta skrefið í áttinni að því að taka síðan upp Evru. „Þá njótum við þess vaxtastigs sem er á Evrusvæðinu. Munurinn á vöxtunum hér á landi og í nágrannalöndunum er svo mikill að það má segja að við séum að vinna sirka klukkustund á dag bara fyrir vaxtamuninum,“ segir Benedikt. Í ræðunni talaðir þú auk þess um að kosningarnar ættu að snúast um lífskjör fólksins í landinu en ekki einstaka stjórnmálamenn. Finnst þér umræðan hverfast um of um einstaka stjórnmálamenn? „Já, við sjáum heila stjórnmálaflokka mælast í skoðanakönnunum, flokka sem hafa ekki sett neina stefnuskrá fram ennþá. Við höfum alltaf talið að okkar aðalsmerki væri frjálslynd stefnuskrá sem við höfum sett fram og meitlað svona þrjú megin atriði úr, það er að segja, gengisfestu, lækkun vaxta og lækkun húsnæðisverðs. Núna höfum við bætt við að losa frítekjumark fyrir aldraða,“ segir Benedikt að lokum. Kosningar 2017 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Við viljum byggja upp velferðina á skynsamlegri hagstjórn. Aðhald og varfærni er ekki andstaða velferðar heldur þvert á móti undirstaða velferðar. Þess vegna segjum við að þetta fari mjög vel saman,“ segir Benedikt Jóhannesson, starfandi fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar. Viðreisn hélt í dag sérlega kosningahátíð á Hótel Natura í tilefni þess að kosningabaráttan er formlega hafin. Hátt í þrjú hundruð stuðningsmenn Viðreisnar mættu á fundinn og formaður flokksins, Benedikt Jóhannesson, var á meðal þeirra sem hélt ræðu. Í samtali við Vísi segir Benedikt að slagorð Viðreisnar í kosningabaráttunni „vinstri velferð og hægri hagstjórn“ feli í sér að „það að borga niður skuldir og að vera ekki með hallarekstur á ríkinu þýðir að við getum dregið úr skuldum, vaxtakostnaðurinn verður minni og minni vextir þýða meiri velferð.“ Benedikt segir að með þessu sparist „alvöru fjárhæðir.“ „Seðlabankinn í kjölfarið lækkar síðan vaxtaprósentuna og tekur það sérstaklega fram að hagstjórnin sé með þeim hætti að þeir telji það óhætt en vara jafnframt við að ef menn snúi af þessari braut gæti þurft að hækka aftur,“ segir Benedikt.Hvernig hyggist þið koma böndum á krónuna, líkt og þú komst inn á í ræðunni?„Það viljum við gera í fyrsta lagi með myntfestu í gegnum myntráð þá nýtum við gjaldeyrisvaraforða þjóðarinnar til þess að grípa inn í og kaupa og selja krónur til þess að halda henni innan ákveðinna marka.“ Benedikt segir að flokksmenn Viðreisnar sjái það sem fyrsta skrefið í áttinni að því að taka síðan upp Evru. „Þá njótum við þess vaxtastigs sem er á Evrusvæðinu. Munurinn á vöxtunum hér á landi og í nágrannalöndunum er svo mikill að það má segja að við séum að vinna sirka klukkustund á dag bara fyrir vaxtamuninum,“ segir Benedikt. Í ræðunni talaðir þú auk þess um að kosningarnar ættu að snúast um lífskjör fólksins í landinu en ekki einstaka stjórnmálamenn. Finnst þér umræðan hverfast um of um einstaka stjórnmálamenn? „Já, við sjáum heila stjórnmálaflokka mælast í skoðanakönnunum, flokka sem hafa ekki sett neina stefnuskrá fram ennþá. Við höfum alltaf talið að okkar aðalsmerki væri frjálslynd stefnuskrá sem við höfum sett fram og meitlað svona þrjú megin atriði úr, það er að segja, gengisfestu, lækkun vaxta og lækkun húsnæðisverðs. Núna höfum við bætt við að losa frítekjumark fyrir aldraða,“ segir Benedikt að lokum.
Kosningar 2017 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira