Trump gefur í skyn samning við demókrata um sjúkratryggingar Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2017 14:25 Nýjasta útspil Trump er ólíklegt að bæta samband hans við leiðtoga repúblikana í þinginu. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti ýjaði að því í Twitter í morgun að hann gæti tekið höndum saman við demókrata í Bandaríkjaþingi um að semja nýtt frumvarp um sjúkratryggingar. Stirt hefur verið milli Trump og leiðtoga repúblikana í þinginu að undanförnu. Hvorki hefur gengið né rekið hjá repúblikönum að afnema Obamacare, heilbrigðistryggingalögin sem kennd eru við Barack Obama, þrátt fyrir að það hafi verið þeirra helsta stefnumál um árabil. Hefur þeim trekk í trekk mistekist að semja frumvarp sem jafnt harðlínumenn sem hófsamari þingmenn hafa getað sameinast um. Þetta hefur valdið spennu í samskiptum Trump við Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana í öldungadeild þingsins. Ekki er langt síðan að Trump tilkynnti að hann hefði náð samkomulagi við leiðtoga demókrata um að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins og fjármagna rekstur alríkisstjórnarinnar, þvert á vilja leiðtoga repúblikana.Ef eitthvað er að marka tíst Trump virðist Schumer ekki hafa hafnað samstarfstillögunni algerlega.Vísir/AFPNú segir Trump að hann gæti endurtekið þann leik með sjúkratryggingakerfið. Í tísti í morgun sagðist hann hafa rætt við Chuck Schumer, leiðtoga minnihluta demókrata í öldungadeildinni, til að kanna hvort að demókratar hefðu áhuga á að vinna með honum að „frábæru sjúkrafrumvarpi“. „Hver veit!“ tísti Trump.I called Chuck Schumer yesterday to see if the Dems want to do a great HealthCare Bill. ObamaCare is badly broken, big premiums. Who knows!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 7, 2017 Schumer og félagar hafa fram að þessu verið mótfallnir tilraunum repúblikana til að afnema og skipta Obamacare út fyrir önnur lög, að sögn Washington Post. Schumer og fleiri demókratar hafa aftur á móti sagst reiðubúnir að vinna með Trump og öðrum repúblikönum að því að sníða vankanta af Obamacare. Donald Trump Tengdar fréttir Gera aðra tilraun til að slökkva á öndunarvél Obamacare Útlit er fyrir að John McCain muni mögulega aftur greiða úrslitaatkvæðið, en einungis tveir af 52 þingmönnum flokksins hafa lýst yfir andstöðu við frumvarpið. 19. september 2017 13:45 Trump reynir að sprauta adrenalíni í nýtt heilbrigðisfrumvarp repúblikana Jimmy Kimmel sakar einn af flutningsmönnum frumvarpsins um að hafa logið upp í opið geðið á sér. 20. september 2017 15:45 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti ýjaði að því í Twitter í morgun að hann gæti tekið höndum saman við demókrata í Bandaríkjaþingi um að semja nýtt frumvarp um sjúkratryggingar. Stirt hefur verið milli Trump og leiðtoga repúblikana í þinginu að undanförnu. Hvorki hefur gengið né rekið hjá repúblikönum að afnema Obamacare, heilbrigðistryggingalögin sem kennd eru við Barack Obama, þrátt fyrir að það hafi verið þeirra helsta stefnumál um árabil. Hefur þeim trekk í trekk mistekist að semja frumvarp sem jafnt harðlínumenn sem hófsamari þingmenn hafa getað sameinast um. Þetta hefur valdið spennu í samskiptum Trump við Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana í öldungadeild þingsins. Ekki er langt síðan að Trump tilkynnti að hann hefði náð samkomulagi við leiðtoga demókrata um að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins og fjármagna rekstur alríkisstjórnarinnar, þvert á vilja leiðtoga repúblikana.Ef eitthvað er að marka tíst Trump virðist Schumer ekki hafa hafnað samstarfstillögunni algerlega.Vísir/AFPNú segir Trump að hann gæti endurtekið þann leik með sjúkratryggingakerfið. Í tísti í morgun sagðist hann hafa rætt við Chuck Schumer, leiðtoga minnihluta demókrata í öldungadeildinni, til að kanna hvort að demókratar hefðu áhuga á að vinna með honum að „frábæru sjúkrafrumvarpi“. „Hver veit!“ tísti Trump.I called Chuck Schumer yesterday to see if the Dems want to do a great HealthCare Bill. ObamaCare is badly broken, big premiums. Who knows!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 7, 2017 Schumer og félagar hafa fram að þessu verið mótfallnir tilraunum repúblikana til að afnema og skipta Obamacare út fyrir önnur lög, að sögn Washington Post. Schumer og fleiri demókratar hafa aftur á móti sagst reiðubúnir að vinna með Trump og öðrum repúblikönum að því að sníða vankanta af Obamacare.
Donald Trump Tengdar fréttir Gera aðra tilraun til að slökkva á öndunarvél Obamacare Útlit er fyrir að John McCain muni mögulega aftur greiða úrslitaatkvæðið, en einungis tveir af 52 þingmönnum flokksins hafa lýst yfir andstöðu við frumvarpið. 19. september 2017 13:45 Trump reynir að sprauta adrenalíni í nýtt heilbrigðisfrumvarp repúblikana Jimmy Kimmel sakar einn af flutningsmönnum frumvarpsins um að hafa logið upp í opið geðið á sér. 20. september 2017 15:45 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira
Gera aðra tilraun til að slökkva á öndunarvél Obamacare Útlit er fyrir að John McCain muni mögulega aftur greiða úrslitaatkvæðið, en einungis tveir af 52 þingmönnum flokksins hafa lýst yfir andstöðu við frumvarpið. 19. september 2017 13:45
Trump reynir að sprauta adrenalíni í nýtt heilbrigðisfrumvarp repúblikana Jimmy Kimmel sakar einn af flutningsmönnum frumvarpsins um að hafa logið upp í opið geðið á sér. 20. september 2017 15:45