Áhersluna þar sem álagið er mest Jóna Sólveig Elínardóttir skrifar 5. október 2017 07:00 Það er deginum ljósara að fjármunum til vegagerðar verður að forgangsraða á þau svæði þar sem álagið og þar með ógn við umferðaröryggi landsmanna er hvað mest. Í þessu ljósi er vert að hafa í huga fjármögnun stórra verkefna sem ekki þola bið á suður- og suðvesturhorni landsins. Tengingar við höfuðborgina, þ.e. tvöföldun á þeim köflum Reykjanesbrautarinnar sem eftir eru og tvöföldun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss en ekki síður tvöföldun Grindavíkurvegar, vegaumbætur á álagssvæðum Gullna hringsins og ný brú í stað fjölförnustu, einbreiðu brúar landsins yfir Jökulsá á Sólheimasandi, eru augljósustu dæmin um bráðaverkefni sem ráðast þarf í. Þá er nauðsynlegt að ráðast í breikkun vegaxla, gerð útsýnisútskota en það síðastnefnda er sennilega ódýrasta og skilvirkasta leiðin til að koma í veg fyrir umferðaróhöpp. Tölfræðin styrkir alla röksemdafærslu um áherslu á þetta landsvæði en álag á vegakerfið er langmest á Suður- og Suðvesturlandi. Þetta kemur til vegna þess gríðarlega fjölda erlendra og innlendra ferðamanna sem heimsækja landsvæðin auk þess sem þorri landsmanna býr þar. Í skýrslu Ferðamálastofu sem gefin var út í júní sl. eru birtar tölur um gistinætur eftir landshlutum en úr þeim má lesa að um 71% allra ferðamanna dvelur næturlangt á suður- og suðvesturhorninu. Talan hækkar upp í 75% ef litið er til vetrar-, vor- og haustmánaða en þá eru eru rúmlega 75% gistinátta á þessu svæði, einmitt þegar álagið á vegina vegna veðurs er í ofanálag hvað mest. Þá segir tölfræðin okkur að hvorki meira né minna en rúmlega helmingur allra sumarbústaða á landinu er á Suðurlandi auk þess sem síaukin umferð stærri og þyngri fólks- og vöruflutningabíla eykur enn á vegslit og hættu á umferðarslysum vegna framúraksturs. Í ljósi þess hversu mjög álagið hefur aukist á vegakerfi þessara landshluta allra síðustu ár, sem birtist hvað gleggst í álagsskemmdum á vegum og síendurteknum fregnum af slysum sem oftar en ekki má rekja til þess hversu vanbúið vegakerfið er, er augljóst að það þarf að forgangsraða fjármunum til þessara svæða. Það er ekki hægt að bjóða fólki upp á að bíða þar til samstaða hefur náðst um útfærslu á gjaldtökukerfi. Þetta þolir enga bið. Höfundur er varaformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Það er deginum ljósara að fjármunum til vegagerðar verður að forgangsraða á þau svæði þar sem álagið og þar með ógn við umferðaröryggi landsmanna er hvað mest. Í þessu ljósi er vert að hafa í huga fjármögnun stórra verkefna sem ekki þola bið á suður- og suðvesturhorni landsins. Tengingar við höfuðborgina, þ.e. tvöföldun á þeim köflum Reykjanesbrautarinnar sem eftir eru og tvöföldun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss en ekki síður tvöföldun Grindavíkurvegar, vegaumbætur á álagssvæðum Gullna hringsins og ný brú í stað fjölförnustu, einbreiðu brúar landsins yfir Jökulsá á Sólheimasandi, eru augljósustu dæmin um bráðaverkefni sem ráðast þarf í. Þá er nauðsynlegt að ráðast í breikkun vegaxla, gerð útsýnisútskota en það síðastnefnda er sennilega ódýrasta og skilvirkasta leiðin til að koma í veg fyrir umferðaróhöpp. Tölfræðin styrkir alla röksemdafærslu um áherslu á þetta landsvæði en álag á vegakerfið er langmest á Suður- og Suðvesturlandi. Þetta kemur til vegna þess gríðarlega fjölda erlendra og innlendra ferðamanna sem heimsækja landsvæðin auk þess sem þorri landsmanna býr þar. Í skýrslu Ferðamálastofu sem gefin var út í júní sl. eru birtar tölur um gistinætur eftir landshlutum en úr þeim má lesa að um 71% allra ferðamanna dvelur næturlangt á suður- og suðvesturhorninu. Talan hækkar upp í 75% ef litið er til vetrar-, vor- og haustmánaða en þá eru eru rúmlega 75% gistinátta á þessu svæði, einmitt þegar álagið á vegina vegna veðurs er í ofanálag hvað mest. Þá segir tölfræðin okkur að hvorki meira né minna en rúmlega helmingur allra sumarbústaða á landinu er á Suðurlandi auk þess sem síaukin umferð stærri og þyngri fólks- og vöruflutningabíla eykur enn á vegslit og hættu á umferðarslysum vegna framúraksturs. Í ljósi þess hversu mjög álagið hefur aukist á vegakerfi þessara landshluta allra síðustu ár, sem birtist hvað gleggst í álagsskemmdum á vegum og síendurteknum fregnum af slysum sem oftar en ekki má rekja til þess hversu vanbúið vegakerfið er, er augljóst að það þarf að forgangsraða fjármunum til þessara svæða. Það er ekki hægt að bjóða fólki upp á að bíða þar til samstaða hefur náðst um útfærslu á gjaldtökukerfi. Þetta þolir enga bið. Höfundur er varaformaður Viðreisnar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun