Sá heitir Cameron Forte og 24 ára gamall framherji. Hann boðaði komu sína til Keflavíkur á Twitter í dag.
Forte lék með þremur liðum í bandaríska háskólaboltanum á árunum 2012-16. Síðasta árið sitt í háskóla lék hann með Portland State og skoraði 19,2 stig, tók 9,3 fráköst og gaf 2,6 stoðsendingar að meðaltali í leik með liðinu.
Forte á að fylla skarð Kevins Young sem var látinn fara eftir aðeins nokkrar vikur í herbúðum Keflavíkur.
Keflvíkingar mæta Valsmönnum í 1. umferð Domino's deildar karla á fimmtudaginn kemur.
Gods timing; Year 2!!!!!! Keflavík BC thank you for the opportunity. Iceland I'm on my way let's get to work. pic.twitter.com/jNWeexPeul
— Cameron Forte (@Smoothiewhatup) October 3, 2017