Evrópa ekki líkleg til stórræða í Katalóníu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 3. október 2017 06:00 Stúdentar mótmæltu lögregluofbeldi í Barcelona í gær. Framferði stjórnvalda í Madrid hefur verið mótmælt um alla Evrópu. Stjórnvöld í Katalóníu segjast enn vilja ná friðsamlegu samkomulagi við þau í Madrid. vísir/epa Ísland myndi ekki taka afstöðu til mögulegrar sjálfstæðisyfirlýsingar Katalóníu nema með aðkomu Alþingis, segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og telur ekki æskilegt að starfsstjórn taki sjálfstæða afstöðu í málum eins og þessu, að svo stöddu. Aðspurð segir Jóna Sólveig Elínardóttir, formaður utanríkismálanefndar, að nefndin hafi ekki komið saman vegna málsins.Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands.vísir/gva„Evrópusambandið er aumingi og gerir ekki neitt og getur ekkert gert,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem hefur verið með annan fótinn á Spáni undanfarin ár. Jón er ekki bjartsýnn á framhaldið. Madrid hafi haft um tvær leiðir að velja. Annars vegar viðræður að siðaðra manna hætti eða valdbeitingu. „Nú eru þeir búnir að brenna brýr að baki sér með því að siga gömlu fasistalögreglunni á íbúa Katalóníu og þar með eru þeir búnir að eyðileggja sinn málstað og það má þakka fyrir ef þetta endar ekki í blóðugri borgarastyrjöld aftur.“ Jón segir nauðsynlegt að skilja sjálfstæðisþrá Katalóníumanna í sögulegu ljósi og bendir á að Spánverjar hafi aldrei gert tímabil fasismans upp, heldur hafi þeir haldið sig við sáttmála gleymskunnar. „Í honum fólst að láta hina dauðu grafa hina dauðu; gleyma fortíðinni og einblína bara á nýja framtíð lýðræðislegs Spánar.“ Jón segir þennan sáttmála vera að trosna upp núna. „Það er varla til sú fjölskylda á Spáni sem ekki hefur átt um sárt að binda vegna Franco, og PP [Þjóðarflokkurinn] er náttúrulega bara arftaki fasistanna,“ segir Jón og bætir við: „Lögreglan, kirkjan, herinn og landeigendaklíkan. Það er PP og þeir eru harðir á því að það má ekki opna grafir fortíðarinnar og þess vegna eru sárin ógróin.“ Jón Baldvin telur einu færu leiðina vera að alþjóðasamfélagið þrýsti á og beiti sér fyrir samningum og bendir á að að Evrópusambandið (ESB) var stofnað til að halda frið á stríðshrjáðu meginlandi Evrópu. „Þar af leiðir að ESB á auðvitað í ljósi þessa uppruna og eðlis bandalagsins að hlutast til um að koma á friði og samningum,“ segir Jón, en er ekki vongóður um að bandalagið beiti áhrifum sínum. „Þeir geta í besta falli boðist til að miðla málum. Ég veit ekki einu sinni hvort þeir hafa döngun í sér til þess. Lögfræðingarnir munu segja nei, Spánn er fullgilt aðildarríki og það er engin miðstjórn í Evrópusambandinu sem hefur heimild til að blanda sér í málefni aðildarríkja. Valdamestu ríki Evrópusambandsins eru gömul nýlenduríki og ég á nú ekki von á að þau beiti sér fyrir milligöngu Evrópusambandsins í málinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Yfir 760 særðir í Katalóníu: „Það segja allir: Franco er genginn aftur“ Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, sem stödd er í Barcelona, segist vera í áfalli yfir ofbeldinu. 1. október 2017 21:00 Segir Katalóníu geta lýst yfir sjálfstæði í kjölfar kosninganna Leiðtogi Katalóníu, Carles Puigdemont, sagði tækifæri hafa gefist til einhliða sjálfstæðisyfirlýsingar. 1. október 2017 21:57 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Ísland myndi ekki taka afstöðu til mögulegrar sjálfstæðisyfirlýsingar Katalóníu nema með aðkomu Alþingis, segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og telur ekki æskilegt að starfsstjórn taki sjálfstæða afstöðu í málum eins og þessu, að svo stöddu. Aðspurð segir Jóna Sólveig Elínardóttir, formaður utanríkismálanefndar, að nefndin hafi ekki komið saman vegna málsins.Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands.vísir/gva„Evrópusambandið er aumingi og gerir ekki neitt og getur ekkert gert,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem hefur verið með annan fótinn á Spáni undanfarin ár. Jón er ekki bjartsýnn á framhaldið. Madrid hafi haft um tvær leiðir að velja. Annars vegar viðræður að siðaðra manna hætti eða valdbeitingu. „Nú eru þeir búnir að brenna brýr að baki sér með því að siga gömlu fasistalögreglunni á íbúa Katalóníu og þar með eru þeir búnir að eyðileggja sinn málstað og það má þakka fyrir ef þetta endar ekki í blóðugri borgarastyrjöld aftur.“ Jón segir nauðsynlegt að skilja sjálfstæðisþrá Katalóníumanna í sögulegu ljósi og bendir á að Spánverjar hafi aldrei gert tímabil fasismans upp, heldur hafi þeir haldið sig við sáttmála gleymskunnar. „Í honum fólst að láta hina dauðu grafa hina dauðu; gleyma fortíðinni og einblína bara á nýja framtíð lýðræðislegs Spánar.“ Jón segir þennan sáttmála vera að trosna upp núna. „Það er varla til sú fjölskylda á Spáni sem ekki hefur átt um sárt að binda vegna Franco, og PP [Þjóðarflokkurinn] er náttúrulega bara arftaki fasistanna,“ segir Jón og bætir við: „Lögreglan, kirkjan, herinn og landeigendaklíkan. Það er PP og þeir eru harðir á því að það má ekki opna grafir fortíðarinnar og þess vegna eru sárin ógróin.“ Jón Baldvin telur einu færu leiðina vera að alþjóðasamfélagið þrýsti á og beiti sér fyrir samningum og bendir á að að Evrópusambandið (ESB) var stofnað til að halda frið á stríðshrjáðu meginlandi Evrópu. „Þar af leiðir að ESB á auðvitað í ljósi þessa uppruna og eðlis bandalagsins að hlutast til um að koma á friði og samningum,“ segir Jón, en er ekki vongóður um að bandalagið beiti áhrifum sínum. „Þeir geta í besta falli boðist til að miðla málum. Ég veit ekki einu sinni hvort þeir hafa döngun í sér til þess. Lögfræðingarnir munu segja nei, Spánn er fullgilt aðildarríki og það er engin miðstjórn í Evrópusambandinu sem hefur heimild til að blanda sér í málefni aðildarríkja. Valdamestu ríki Evrópusambandsins eru gömul nýlenduríki og ég á nú ekki von á að þau beiti sér fyrir milligöngu Evrópusambandsins í málinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Yfir 760 særðir í Katalóníu: „Það segja allir: Franco er genginn aftur“ Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, sem stödd er í Barcelona, segist vera í áfalli yfir ofbeldinu. 1. október 2017 21:00 Segir Katalóníu geta lýst yfir sjálfstæði í kjölfar kosninganna Leiðtogi Katalóníu, Carles Puigdemont, sagði tækifæri hafa gefist til einhliða sjálfstæðisyfirlýsingar. 1. október 2017 21:57 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Yfir 760 særðir í Katalóníu: „Það segja allir: Franco er genginn aftur“ Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, sem stödd er í Barcelona, segist vera í áfalli yfir ofbeldinu. 1. október 2017 21:00
Segir Katalóníu geta lýst yfir sjálfstæði í kjölfar kosninganna Leiðtogi Katalóníu, Carles Puigdemont, sagði tækifæri hafa gefist til einhliða sjálfstæðisyfirlýsingar. 1. október 2017 21:57