Bein útsending: Tilkynnt um friðarverðlaun Nóbels Þórdís Valsdóttir skrifar 6. október 2017 08:30 Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu, hlaut friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári fyrir að binda endi á borgarastríð í Kólumbíu Vísir/getty Nóbelsnefnd norska Stórþingsins mun tilkynna innan skamms hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels. Fréttamannafundurinn fer fram í Osló og verður í beinni útsendingu. Fundurinn hefst klukkan 9 og hægt er að fylgjast með útsendingunni hér að neðan. Norska nefndin samanstendur af fimm einstaklingum sem tilnefndir eru af norska þinginu.Mikil spenna ríkir á hverju ári yfir því hver hlýtur verðlaunin. Spekúlantar velta því fyrir sér hverjir koma til með að hreppa vinninginn og engin undantekning er á því nú í ár. Í ár bárust alls 318 tilnefningar, þar af eru 215 einstaklingar og 103 stofnanir. Upplýsingar um tilnefningarnar mega ekki líta dagsins ljós fyrr en 50 árum eftir að verðlaunin eru veitt. Frá árinu 1901 hafa 130 einstaklingar og stofnanir verið sæmd friðarverðlaunum Nóbels. Forseti Kólumbíu, Juan Manuel Santos, hlaut friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári fyrir að binda endi á borgarastríð í Kólumbíu sem kostaði 220 þúsund manns lífið.Líklegir vinningshafar Margir telja líklegt að sjálfboðaliðar á átakasvæðum í Sýrlandi sem ganga undir nafninu „hvítu hjálmarnir“ muni hljóta verðlaunin í ár fyrir að hætta lífi sínu við leit að eftirlifandi fórnarlömbum í húsarústum í Aleppo. Sjálfboðaliðar í Sýrlandi sem kenna sig við hvíta hjálma eru taldir líklegir til að hljóta friðarverðlaunin í ár.Vísir/GettyBandaríkjamaðurinn Edward Snowden hefur einnig verið ofarlega á lista yfir þá sem líklegir teljast til að hreppa verðlaunin í ár. Hann varð þekktur á heimsvísu árið 2013 eftir að hann lak gríðarlegu magni leynilegra gagna bandarískra yfirvalda. Snowden flúði til Rússlands árið 2013. Bandaríkjamenn hafa ákært hann fyrir njósnir og krefjast þess að hann verði framseldur. Einnig hefur Frans páfi verið orðaður við verðlaunin ásamt Angelu Merkel. Hagfræðiverðlaun tilkynnt í næstu viku Friðarverðlaunin eru næstsíðustu Nóbelsverðlaunin sem tilkynnt eru á þessu ári. Á mánudaginn verða síðustu verðlaunin, hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans til minningar um Alfred Nobel, tilkynnt. Sýnt verður beint frá fréttamannafundinum í Stokkhólmi og hægt verður að fylgjast með honum í beinni útsendingu á Vísi. Nóbelsverðlaun Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Sjá meira
Nóbelsnefnd norska Stórþingsins mun tilkynna innan skamms hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels. Fréttamannafundurinn fer fram í Osló og verður í beinni útsendingu. Fundurinn hefst klukkan 9 og hægt er að fylgjast með útsendingunni hér að neðan. Norska nefndin samanstendur af fimm einstaklingum sem tilnefndir eru af norska þinginu.Mikil spenna ríkir á hverju ári yfir því hver hlýtur verðlaunin. Spekúlantar velta því fyrir sér hverjir koma til með að hreppa vinninginn og engin undantekning er á því nú í ár. Í ár bárust alls 318 tilnefningar, þar af eru 215 einstaklingar og 103 stofnanir. Upplýsingar um tilnefningarnar mega ekki líta dagsins ljós fyrr en 50 árum eftir að verðlaunin eru veitt. Frá árinu 1901 hafa 130 einstaklingar og stofnanir verið sæmd friðarverðlaunum Nóbels. Forseti Kólumbíu, Juan Manuel Santos, hlaut friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári fyrir að binda endi á borgarastríð í Kólumbíu sem kostaði 220 þúsund manns lífið.Líklegir vinningshafar Margir telja líklegt að sjálfboðaliðar á átakasvæðum í Sýrlandi sem ganga undir nafninu „hvítu hjálmarnir“ muni hljóta verðlaunin í ár fyrir að hætta lífi sínu við leit að eftirlifandi fórnarlömbum í húsarústum í Aleppo. Sjálfboðaliðar í Sýrlandi sem kenna sig við hvíta hjálma eru taldir líklegir til að hljóta friðarverðlaunin í ár.Vísir/GettyBandaríkjamaðurinn Edward Snowden hefur einnig verið ofarlega á lista yfir þá sem líklegir teljast til að hreppa verðlaunin í ár. Hann varð þekktur á heimsvísu árið 2013 eftir að hann lak gríðarlegu magni leynilegra gagna bandarískra yfirvalda. Snowden flúði til Rússlands árið 2013. Bandaríkjamenn hafa ákært hann fyrir njósnir og krefjast þess að hann verði framseldur. Einnig hefur Frans páfi verið orðaður við verðlaunin ásamt Angelu Merkel. Hagfræðiverðlaun tilkynnt í næstu viku Friðarverðlaunin eru næstsíðustu Nóbelsverðlaunin sem tilkynnt eru á þessu ári. Á mánudaginn verða síðustu verðlaunin, hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans til minningar um Alfred Nobel, tilkynnt. Sýnt verður beint frá fréttamannafundinum í Stokkhólmi og hægt verður að fylgjast með honum í beinni útsendingu á Vísi.
Nóbelsverðlaun Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Sjá meira