Körfubolti

Tóti túrbó er með hreiminn á hreinu | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þórir Þorbjarnarson í leik með KR í fyrra.
Þórir Þorbjarnarson í leik með KR í fyrra. Vísir/Ernir
Þórir Þorbjarnarson vann fimm stóra titla á þremur fyrstu tímabilum sínum í meistaraflokki KR í körfubolta en núna er þessi stórefnilegi körfuboltastrákur að fara að stíga sín fyrstu spor í bandaríska háskólakörfuboltanum.

Þórir ákvað að fara í Nebraska háskólann og verður hluti af Cornhuskers liðinu á þessu tímabili.

Þórir spenntur fyrir tímabilinu og Nebraska skólinn spenntur fyrir honum enda var tekið viðtal við okkar mann fyrir Twitter-síðu skólans.

Þar má sjá til Þóris á æfingu liðsins en hann mun spila númer 34 í vetur.

Þórir eða „Tóti túrbó“ eins og menn kalla hann oft hér heima er þegar kominn með hreiminn á hreinu þrátt fyrir stutta veru úti í Lincoln.  Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Þóri.



Fyrsti keppnisleikur Nebraska háskólaliðsins á þessu tímabili er síðan á móti 11. nóvember næstkomandi en undirbúningstímabilið hefst með leik á móti Mississippi State um helgina.

Það verður athyglisvert að sjá hvernig gengur hjá Þóri í vetur en lið hans spilar í hinni virtu deild  Big Ten Conference þar sem Ísland hefur ekki átt fulltrúa síðan að Haukur Helgi Pálsson spilaði á sínum tíma í einn vetur með Maryland háskólaliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×