Þotu Primera Air lent aftur með hraði skömmu eftir flugtak á Alicante Birgir Olgeirsson skrifar 17. október 2017 14:51 Farþegaþota frá Primera Air. Vísir Lenda þurfti farþegaþotu Primera Air á Alicante-flugvelli á Spáni skömmu eftir flugtak klukkan tvö í dag. Fjöldi Íslendinga var á meðal farþega í þotunni en einhverjir þeirra heyrðu háan smell skömmu eftir flugtak. Skömmu síðar var þotunni flogið langan hring og henni lent aftur á Alicante-flugvelli. Farþegarnir voru sendir aftur inn í flugstöð og bíða nú eftir frekari upplýsingum. Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna þotunni var snúið við og lent aftur með hraði en flest bendir til þess að um sé að ræða vélarbilun. Tilkynning hefur borist frá Primera Air en þar kemur fram að skömmu eftir flugtak hafi kviknað varúðarljós sem bentu til bilunar í öðrum hreyfli.Flugstöðin í Alicante.Vísir/GettyFerðaskrifstofan Heimsferðir átti sæti bókuð með þessu flugi Primera Air. Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, segir í samtali við Vísi að hann bíði eftir upplýsingum frá Primera Air um það hvenær vélin fer aftur af stað. Vonast er til að bilunin sé minniháttar en þeir sem voru á vegum Heimsferða verða látnir vita þegar frekari upplýsingar berast. Uppfært klukkan 15:15 Eftirfarandi tilkynning var að berast frá Primera Air vegna málsins: Flugvél Primera Air Nordic snéri fyrr í dag tilbaka til Alicante á Spáni vegna tæknibilunar. Vélin, sem hefur flugnúmerið 6F108, var á leið til Keflavikur frá Alicante og skömmu eftir flugtak kviknuðu varúðarljós sem bentu til bilunar í öðrum hreyfli vélarinnar. Í samræmi við vinnureglur var ákveðið að snúa vélinni við og lenda henni aftur í Alicante. Flugvélin lenti kl 15:30 að staðartíma í Alicante. Tæknimenn eru að skoða vélina og gert er ráð fyrir að vélin fari frá Alicante með farþegana til Keflavíkur eftir skoðun. Farþegar bíða nú í flugstöðinni eftir frekari fréttum. Öryggi farþega Primera Air er alltaf í fyrirrúmi og var af þeim ástæðum ákveðið að snúa vélinni við. Flugmenn vélarinnar eru þjálfaðir til að bregðast við í aðstæðum sem þessum og lendingin var í samræmi við verkferla félagsins í tilvikum sem þessum. Áhöfn og farþegar hafa það gott samkvæmt upplýsingum frá Alicante. Uppfært klukkan 16:55:ÖNNUR VÉL SÆKIR FARÞEGA FRÁ ALICANTEÁkveðið hefur verið að senda aðra flugvél til Alicante á Spáni til að sækja farþega Primera Air sem voru um borð í vél með flugnúmerið 6F108, en henni var snúið til baka til flugvallar skömmu eftir flugtak um miðjan dag í dag. Viðvörunarljós sem kviknuðu bentu til bilunar í öðrum hreyfli vélarinnar og í samræmi við vinnureglur var ákveðið að snúa vélinni við og lenda henni aftur í Alicante. Flugvélin lenti kl 15:30 að staðartíma í Alicante. Tæknimenn skoðuðu vélina og hafa nú staðfest bilun í hreyflinum. Óskað hefur verið eftir varahlutum til viðgerða en um er að ræða olíusíu í vinstri hreyfli. Hins vegar er ljóst að viðgerð muni ekki ljúka áður en kemur til lögbundins hvíldartíma áhafnar og því hefur verið ákveðið að senda aðra flugvél til að sækja farþega. Farþegum flugvélarinnar verður nú ekið aftur til Alicante þar sem þeim er boðin gisting á hóteli ásamt kvöldverði. Áætlað er að farþegar fljúgi til Keflavíkur kl. 05:00 að staðartíma. Fréttir af flugi Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Lenda þurfti farþegaþotu Primera Air á Alicante-flugvelli á Spáni skömmu eftir flugtak klukkan tvö í dag. Fjöldi Íslendinga var á meðal farþega í þotunni en einhverjir þeirra heyrðu háan smell skömmu eftir flugtak. Skömmu síðar var þotunni flogið langan hring og henni lent aftur á Alicante-flugvelli. Farþegarnir voru sendir aftur inn í flugstöð og bíða nú eftir frekari upplýsingum. Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna þotunni var snúið við og lent aftur með hraði en flest bendir til þess að um sé að ræða vélarbilun. Tilkynning hefur borist frá Primera Air en þar kemur fram að skömmu eftir flugtak hafi kviknað varúðarljós sem bentu til bilunar í öðrum hreyfli.Flugstöðin í Alicante.Vísir/GettyFerðaskrifstofan Heimsferðir átti sæti bókuð með þessu flugi Primera Air. Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, segir í samtali við Vísi að hann bíði eftir upplýsingum frá Primera Air um það hvenær vélin fer aftur af stað. Vonast er til að bilunin sé minniháttar en þeir sem voru á vegum Heimsferða verða látnir vita þegar frekari upplýsingar berast. Uppfært klukkan 15:15 Eftirfarandi tilkynning var að berast frá Primera Air vegna málsins: Flugvél Primera Air Nordic snéri fyrr í dag tilbaka til Alicante á Spáni vegna tæknibilunar. Vélin, sem hefur flugnúmerið 6F108, var á leið til Keflavikur frá Alicante og skömmu eftir flugtak kviknuðu varúðarljós sem bentu til bilunar í öðrum hreyfli vélarinnar. Í samræmi við vinnureglur var ákveðið að snúa vélinni við og lenda henni aftur í Alicante. Flugvélin lenti kl 15:30 að staðartíma í Alicante. Tæknimenn eru að skoða vélina og gert er ráð fyrir að vélin fari frá Alicante með farþegana til Keflavíkur eftir skoðun. Farþegar bíða nú í flugstöðinni eftir frekari fréttum. Öryggi farþega Primera Air er alltaf í fyrirrúmi og var af þeim ástæðum ákveðið að snúa vélinni við. Flugmenn vélarinnar eru þjálfaðir til að bregðast við í aðstæðum sem þessum og lendingin var í samræmi við verkferla félagsins í tilvikum sem þessum. Áhöfn og farþegar hafa það gott samkvæmt upplýsingum frá Alicante. Uppfært klukkan 16:55:ÖNNUR VÉL SÆKIR FARÞEGA FRÁ ALICANTEÁkveðið hefur verið að senda aðra flugvél til Alicante á Spáni til að sækja farþega Primera Air sem voru um borð í vél með flugnúmerið 6F108, en henni var snúið til baka til flugvallar skömmu eftir flugtak um miðjan dag í dag. Viðvörunarljós sem kviknuðu bentu til bilunar í öðrum hreyfli vélarinnar og í samræmi við vinnureglur var ákveðið að snúa vélinni við og lenda henni aftur í Alicante. Flugvélin lenti kl 15:30 að staðartíma í Alicante. Tæknimenn skoðuðu vélina og hafa nú staðfest bilun í hreyflinum. Óskað hefur verið eftir varahlutum til viðgerða en um er að ræða olíusíu í vinstri hreyfli. Hins vegar er ljóst að viðgerð muni ekki ljúka áður en kemur til lögbundins hvíldartíma áhafnar og því hefur verið ákveðið að senda aðra flugvél til að sækja farþega. Farþegum flugvélarinnar verður nú ekið aftur til Alicante þar sem þeim er boðin gisting á hóteli ásamt kvöldverði. Áætlað er að farþegar fljúgi til Keflavíkur kl. 05:00 að staðartíma.
Fréttir af flugi Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira