Þotu Primera Air lent aftur með hraði skömmu eftir flugtak á Alicante Birgir Olgeirsson skrifar 17. október 2017 14:51 Farþegaþota frá Primera Air. Vísir Lenda þurfti farþegaþotu Primera Air á Alicante-flugvelli á Spáni skömmu eftir flugtak klukkan tvö í dag. Fjöldi Íslendinga var á meðal farþega í þotunni en einhverjir þeirra heyrðu háan smell skömmu eftir flugtak. Skömmu síðar var þotunni flogið langan hring og henni lent aftur á Alicante-flugvelli. Farþegarnir voru sendir aftur inn í flugstöð og bíða nú eftir frekari upplýsingum. Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna þotunni var snúið við og lent aftur með hraði en flest bendir til þess að um sé að ræða vélarbilun. Tilkynning hefur borist frá Primera Air en þar kemur fram að skömmu eftir flugtak hafi kviknað varúðarljós sem bentu til bilunar í öðrum hreyfli.Flugstöðin í Alicante.Vísir/GettyFerðaskrifstofan Heimsferðir átti sæti bókuð með þessu flugi Primera Air. Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, segir í samtali við Vísi að hann bíði eftir upplýsingum frá Primera Air um það hvenær vélin fer aftur af stað. Vonast er til að bilunin sé minniháttar en þeir sem voru á vegum Heimsferða verða látnir vita þegar frekari upplýsingar berast. Uppfært klukkan 15:15 Eftirfarandi tilkynning var að berast frá Primera Air vegna málsins: Flugvél Primera Air Nordic snéri fyrr í dag tilbaka til Alicante á Spáni vegna tæknibilunar. Vélin, sem hefur flugnúmerið 6F108, var á leið til Keflavikur frá Alicante og skömmu eftir flugtak kviknuðu varúðarljós sem bentu til bilunar í öðrum hreyfli vélarinnar. Í samræmi við vinnureglur var ákveðið að snúa vélinni við og lenda henni aftur í Alicante. Flugvélin lenti kl 15:30 að staðartíma í Alicante. Tæknimenn eru að skoða vélina og gert er ráð fyrir að vélin fari frá Alicante með farþegana til Keflavíkur eftir skoðun. Farþegar bíða nú í flugstöðinni eftir frekari fréttum. Öryggi farþega Primera Air er alltaf í fyrirrúmi og var af þeim ástæðum ákveðið að snúa vélinni við. Flugmenn vélarinnar eru þjálfaðir til að bregðast við í aðstæðum sem þessum og lendingin var í samræmi við verkferla félagsins í tilvikum sem þessum. Áhöfn og farþegar hafa það gott samkvæmt upplýsingum frá Alicante. Uppfært klukkan 16:55:ÖNNUR VÉL SÆKIR FARÞEGA FRÁ ALICANTEÁkveðið hefur verið að senda aðra flugvél til Alicante á Spáni til að sækja farþega Primera Air sem voru um borð í vél með flugnúmerið 6F108, en henni var snúið til baka til flugvallar skömmu eftir flugtak um miðjan dag í dag. Viðvörunarljós sem kviknuðu bentu til bilunar í öðrum hreyfli vélarinnar og í samræmi við vinnureglur var ákveðið að snúa vélinni við og lenda henni aftur í Alicante. Flugvélin lenti kl 15:30 að staðartíma í Alicante. Tæknimenn skoðuðu vélina og hafa nú staðfest bilun í hreyflinum. Óskað hefur verið eftir varahlutum til viðgerða en um er að ræða olíusíu í vinstri hreyfli. Hins vegar er ljóst að viðgerð muni ekki ljúka áður en kemur til lögbundins hvíldartíma áhafnar og því hefur verið ákveðið að senda aðra flugvél til að sækja farþega. Farþegum flugvélarinnar verður nú ekið aftur til Alicante þar sem þeim er boðin gisting á hóteli ásamt kvöldverði. Áætlað er að farþegar fljúgi til Keflavíkur kl. 05:00 að staðartíma. Fréttir af flugi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Lenda þurfti farþegaþotu Primera Air á Alicante-flugvelli á Spáni skömmu eftir flugtak klukkan tvö í dag. Fjöldi Íslendinga var á meðal farþega í þotunni en einhverjir þeirra heyrðu háan smell skömmu eftir flugtak. Skömmu síðar var þotunni flogið langan hring og henni lent aftur á Alicante-flugvelli. Farþegarnir voru sendir aftur inn í flugstöð og bíða nú eftir frekari upplýsingum. Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna þotunni var snúið við og lent aftur með hraði en flest bendir til þess að um sé að ræða vélarbilun. Tilkynning hefur borist frá Primera Air en þar kemur fram að skömmu eftir flugtak hafi kviknað varúðarljós sem bentu til bilunar í öðrum hreyfli.Flugstöðin í Alicante.Vísir/GettyFerðaskrifstofan Heimsferðir átti sæti bókuð með þessu flugi Primera Air. Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, segir í samtali við Vísi að hann bíði eftir upplýsingum frá Primera Air um það hvenær vélin fer aftur af stað. Vonast er til að bilunin sé minniháttar en þeir sem voru á vegum Heimsferða verða látnir vita þegar frekari upplýsingar berast. Uppfært klukkan 15:15 Eftirfarandi tilkynning var að berast frá Primera Air vegna málsins: Flugvél Primera Air Nordic snéri fyrr í dag tilbaka til Alicante á Spáni vegna tæknibilunar. Vélin, sem hefur flugnúmerið 6F108, var á leið til Keflavikur frá Alicante og skömmu eftir flugtak kviknuðu varúðarljós sem bentu til bilunar í öðrum hreyfli vélarinnar. Í samræmi við vinnureglur var ákveðið að snúa vélinni við og lenda henni aftur í Alicante. Flugvélin lenti kl 15:30 að staðartíma í Alicante. Tæknimenn eru að skoða vélina og gert er ráð fyrir að vélin fari frá Alicante með farþegana til Keflavíkur eftir skoðun. Farþegar bíða nú í flugstöðinni eftir frekari fréttum. Öryggi farþega Primera Air er alltaf í fyrirrúmi og var af þeim ástæðum ákveðið að snúa vélinni við. Flugmenn vélarinnar eru þjálfaðir til að bregðast við í aðstæðum sem þessum og lendingin var í samræmi við verkferla félagsins í tilvikum sem þessum. Áhöfn og farþegar hafa það gott samkvæmt upplýsingum frá Alicante. Uppfært klukkan 16:55:ÖNNUR VÉL SÆKIR FARÞEGA FRÁ ALICANTEÁkveðið hefur verið að senda aðra flugvél til Alicante á Spáni til að sækja farþega Primera Air sem voru um borð í vél með flugnúmerið 6F108, en henni var snúið til baka til flugvallar skömmu eftir flugtak um miðjan dag í dag. Viðvörunarljós sem kviknuðu bentu til bilunar í öðrum hreyfli vélarinnar og í samræmi við vinnureglur var ákveðið að snúa vélinni við og lenda henni aftur í Alicante. Flugvélin lenti kl 15:30 að staðartíma í Alicante. Tæknimenn skoðuðu vélina og hafa nú staðfest bilun í hreyflinum. Óskað hefur verið eftir varahlutum til viðgerða en um er að ræða olíusíu í vinstri hreyfli. Hins vegar er ljóst að viðgerð muni ekki ljúka áður en kemur til lögbundins hvíldartíma áhafnar og því hefur verið ákveðið að senda aðra flugvél til að sækja farþega. Farþegum flugvélarinnar verður nú ekið aftur til Alicante þar sem þeim er boðin gisting á hóteli ásamt kvöldverði. Áætlað er að farþegar fljúgi til Keflavíkur kl. 05:00 að staðartíma.
Fréttir af flugi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira