Stefnir á að ná 160 kílóum upp Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. október 2017 06:00 Afrekskona. Fanney hefur náð ótrúlegum árangri og er hvergi nærri hætt. Hún stefnir hærra og að lyfta enn þyngra. fréttablaðið/anton Fanney Hauksdóttir varð um helgina Evrópumeistari í bekkpressu þriðja árið í röð. Mótið fór fram á La Manga á Spáni. „Ég fór út til að reyna að verja titilinn minn og það var markmiðið allt frá byrjun. Og það er æðislegt að það gekk upp,“ sagði Fanney í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún var þá nýkomin heim frá Spáni og gullmedalían góða var enn í töskunni. Fanney hefur sankað að sér verðlaunagripum síðan hún byrjaði að keppa á alþjóðamótum árið 2013. Síðan þá hefur Seltirningurinn unnið til 10 verðlauna á HM og EM, bæði í klassískri bekkpressu og bekkpressu með búnaði. Sigur Fanneyjar á EM um helgina var afar öruggur. Hún lyfti 155 kg í fyrstu tilraun og það dugði henni til sigurs. Sonja-Stefanie Krüger frá Þýskaland varð í 2. sæti en hún lyfti 142,5 kg.Öruggur sigur „Sigurinn var öruggur í þetta skiptið. Það var gaman að tryggja þetta í fyrstu lyftu. Ég get ekki verið annað en glöð með þetta,“ sagði Fanney. En fékk hún meiri samkeppni þegar hún vann hina tvo titlana? „Maður veit aldrei hvernig þetta verður. Það er alltaf samkeppni og maður veit aldrei hvað andstæðingurinn gerir. Þetta er alltaf keppni.“ Fanney reyndi tvisvar sinnum við 160 kg en án árangurs. Hún segist stefna að því að ná lyfta þeirri þyngd. „Ég var nærri því að ná þessu í annarri lyftu en var svo alveg búin í þeirri þriðju. Ég finn að ég á þetta inni. Maður þarf bara að vinna vel og reyna að ná því upp,“ sagði Fanney en hennar besti árangur er 157,5 kg sem er bæði Íslands- og Norðurlandamet. Engin mót eru á dagskránni hjá Fanneyju það sem eftir lifir árs en hún tekur aftur upp þráðinn á árinu 2018.Fínt að fá smá hlé „Þetta hefur verið langt keppnistímabil, mörg mót og mikið að gera. Það er fínt að fá smá hlé til að geta æft almennilega. Maður æfir svolítið öðruvísi þegar það er ekki keppnistímabil,“ sagði Fanney sem mun hafa nóg fyrir stafni á næsta ári. Hún stefnir að því að keppa á HM og EM, bæði í klassískri bekkpressu og bekkpressu með búnaði. Aðrar íþróttir Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira
Fanney Hauksdóttir varð um helgina Evrópumeistari í bekkpressu þriðja árið í röð. Mótið fór fram á La Manga á Spáni. „Ég fór út til að reyna að verja titilinn minn og það var markmiðið allt frá byrjun. Og það er æðislegt að það gekk upp,“ sagði Fanney í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún var þá nýkomin heim frá Spáni og gullmedalían góða var enn í töskunni. Fanney hefur sankað að sér verðlaunagripum síðan hún byrjaði að keppa á alþjóðamótum árið 2013. Síðan þá hefur Seltirningurinn unnið til 10 verðlauna á HM og EM, bæði í klassískri bekkpressu og bekkpressu með búnaði. Sigur Fanneyjar á EM um helgina var afar öruggur. Hún lyfti 155 kg í fyrstu tilraun og það dugði henni til sigurs. Sonja-Stefanie Krüger frá Þýskaland varð í 2. sæti en hún lyfti 142,5 kg.Öruggur sigur „Sigurinn var öruggur í þetta skiptið. Það var gaman að tryggja þetta í fyrstu lyftu. Ég get ekki verið annað en glöð með þetta,“ sagði Fanney. En fékk hún meiri samkeppni þegar hún vann hina tvo titlana? „Maður veit aldrei hvernig þetta verður. Það er alltaf samkeppni og maður veit aldrei hvað andstæðingurinn gerir. Þetta er alltaf keppni.“ Fanney reyndi tvisvar sinnum við 160 kg en án árangurs. Hún segist stefna að því að ná lyfta þeirri þyngd. „Ég var nærri því að ná þessu í annarri lyftu en var svo alveg búin í þeirri þriðju. Ég finn að ég á þetta inni. Maður þarf bara að vinna vel og reyna að ná því upp,“ sagði Fanney en hennar besti árangur er 157,5 kg sem er bæði Íslands- og Norðurlandamet. Engin mót eru á dagskránni hjá Fanneyju það sem eftir lifir árs en hún tekur aftur upp þráðinn á árinu 2018.Fínt að fá smá hlé „Þetta hefur verið langt keppnistímabil, mörg mót og mikið að gera. Það er fínt að fá smá hlé til að geta æft almennilega. Maður æfir svolítið öðruvísi þegar það er ekki keppnistímabil,“ sagði Fanney sem mun hafa nóg fyrir stafni á næsta ári. Hún stefnir að því að keppa á HM og EM, bæði í klassískri bekkpressu og bekkpressu með búnaði.
Aðrar íþróttir Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira