Gylfaginning Lárus S. Lárusson skrifar 16. október 2017 14:45 Ágæti Gylfi Arnbjörnsson. Í morgun talaðir þú um svissnesku leiðina svokölluðu í morgunútvarpi RÚV. Mér fannst því miður gæta ákveðins misskilnings hjá þér um málefnið sem mig langar til þess að benda þér á því ég þykist vita að þú ert vandur að virðingu þinni og vilt gera vel. Mér heyrðist þú halda því fram að fólk myndi glata áunnum réttindum sínum ef það fengi að nýta það iðgjald sem það hefur þegar greitt sem innborgun inn á fasteign. Þetta er misskilningur á því hvernig svissneska leiðin virkar. Fólk heldur þeim réttindum sem það hefur unnið sér inn en í stað þess að iðgjaldið sé geymt í sjóðum lífeyrissjóðs er peningurinn geymdur tímabundið í fasteign viðkomandi. Peningurinn er tryggður á fyrsta veðrétti og verður skilað til lífeyrissjóðsins annað hvort þegar fasteignin er seld síðar eða samkvæmt samkomulagi. Það er aftur á móti rétt hjá þér Gylfi minn að á meðan fólk fær að geyma iðgjaldið í fasteigninni sinni þá ber sá peningur ekki ávöxtun. Á móti kemur að þegar iðgjaldinu er svo skilað til baka til lífeyrissjóðsins, t.d. þegar viðkomandi selur fasteignina eða fyrr, þá má einnig hafa viðbót sem dygði til að halda sömu réttindum og aðrir lífeyrisþegar. Þetta er bara útfærsluatriði. Fullyrðing þín um að fjórðungur lífeyrisréttinda tapist fyrstu tíu árin er því bara ályktun sem þú leyfir þér að grípa til án þess að kynna þér málið betur að því er virðist. Þér er velkomið Gylfi minn að setjast niður með okkur frambjóðendum Framsóknar og fara í gegnum þetta málefni. Vafalaust yrði það fróðlegur fundur fyrir alla því þú hefur marga fjöruna sopið og getur án efa veitt okkur ábendingar til að hugsa um. Þessi leið hefur núna verið nýtt í Sviss í nærri 20 ár og gefið góða raun. Svisslendingar eru klárt fólk og gott, þeim hefur t.d. reitt mjög vel af þrátt fyrir að vera hvorki aðilar að ESB né EES. Það er lágmarks skylda okkar stjórnmálamanna að kanna þær leiðir sem þekktar eru sem gætu aukið og bætt lífsgæði almennings í þessu landi. Það verður að gerast á málefnalegan og upplýstan hátt.Höfundur skipar 1. sæti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Ágæti Gylfi Arnbjörnsson. Í morgun talaðir þú um svissnesku leiðina svokölluðu í morgunútvarpi RÚV. Mér fannst því miður gæta ákveðins misskilnings hjá þér um málefnið sem mig langar til þess að benda þér á því ég þykist vita að þú ert vandur að virðingu þinni og vilt gera vel. Mér heyrðist þú halda því fram að fólk myndi glata áunnum réttindum sínum ef það fengi að nýta það iðgjald sem það hefur þegar greitt sem innborgun inn á fasteign. Þetta er misskilningur á því hvernig svissneska leiðin virkar. Fólk heldur þeim réttindum sem það hefur unnið sér inn en í stað þess að iðgjaldið sé geymt í sjóðum lífeyrissjóðs er peningurinn geymdur tímabundið í fasteign viðkomandi. Peningurinn er tryggður á fyrsta veðrétti og verður skilað til lífeyrissjóðsins annað hvort þegar fasteignin er seld síðar eða samkvæmt samkomulagi. Það er aftur á móti rétt hjá þér Gylfi minn að á meðan fólk fær að geyma iðgjaldið í fasteigninni sinni þá ber sá peningur ekki ávöxtun. Á móti kemur að þegar iðgjaldinu er svo skilað til baka til lífeyrissjóðsins, t.d. þegar viðkomandi selur fasteignina eða fyrr, þá má einnig hafa viðbót sem dygði til að halda sömu réttindum og aðrir lífeyrisþegar. Þetta er bara útfærsluatriði. Fullyrðing þín um að fjórðungur lífeyrisréttinda tapist fyrstu tíu árin er því bara ályktun sem þú leyfir þér að grípa til án þess að kynna þér málið betur að því er virðist. Þér er velkomið Gylfi minn að setjast niður með okkur frambjóðendum Framsóknar og fara í gegnum þetta málefni. Vafalaust yrði það fróðlegur fundur fyrir alla því þú hefur marga fjöruna sopið og getur án efa veitt okkur ábendingar til að hugsa um. Þessi leið hefur núna verið nýtt í Sviss í nærri 20 ár og gefið góða raun. Svisslendingar eru klárt fólk og gott, þeim hefur t.d. reitt mjög vel af þrátt fyrir að vera hvorki aðilar að ESB né EES. Það er lágmarks skylda okkar stjórnmálamanna að kanna þær leiðir sem þekktar eru sem gætu aukið og bætt lífsgæði almennings í þessu landi. Það verður að gerast á málefnalegan og upplýstan hátt.Höfundur skipar 1. sæti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun