Eldra fólk í forgang Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 16. október 2017 11:24 Þjónusta við eldra fólk hefur því miður ekki verið mikið í umræðunni fyrir þessar kosningar. Þessi hópur er mjög fjölbreytilegur, bæði hvað varðar heilsu, félagslega stöðu og fjárhagslega getu til að mæta ellinni. Nú bíða hundruðir eldri borgara eftir því að komast í hjúkrunarrými, með samþykkt færni og heilsumat sem er nokkurs konar aðgöngumiði inn á heimilin. Það er hins vegar orðið þannig að þessi aðgöngumiði er nú um stundir að mörgu leyti líkari happdrættismiða, alls ekki er víst að menn komist að á hjúkrunarheimili, og sumir bíða mánuðum saman við allsendis óviðunandi aðstæður. Einn mælikvarði á hversu erfitt er að komast inn á hjúkrunarheimili er sá fjöldi einstaklinga sem á hverjum tíma býður eftir hjúkrunarrými inni á spítölum. Þessi fjöldi hefur aukist ár frá ári síðustu ár, og á síðasta ári biðu í það heila yfir 400 einstaklingar á einhverju tímabili inni á Landspítalanum eftir úrræði. 322 fluttust af spítalanum á hjúkrunarheimili, eftir mislanga bið, og um þessar mundir bíða yfir 80 einstaklingar á Landspítalanum eftir að komast á hjúkrunarheimili. Auk þeirra bíða á vegum spítalans milli 15 og 20 manns á heilbrigðistofnunum á Vesturlandi eftir hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu. Þetta fólk hefur lokið meðferð og bíður eftir búsetuúrræði á hjúkrunarheimilum. Sumir myndu kalla slíka flutninga milli landshluta „nútíma-hreppaflutninga“, fólkinu sjálfu og aðstandendum þeirra er nauðugur sá kostur að „þiggja“ erfiðan kost því úrræðin á höfuðborgarsvæðinu eru ekki til. Lauslega áætlað vantar 200-250 hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu einu, en það jafngildir 2-3 nýjum hjúkrunarheimilum eða umtalsverðum viðbyggingum við þau sem eru fyrir. Ekkert slíkt mun opna á þessu ári og miðað við núverandi áætlanir er afar ólíklegt að náist að opna heimili á næsta ári. Á meðan deyr fólk í bið eftir úrræðum, oft inni á sjúkrastofum á spítala. Á síðasta ári létust 111 einstaklingar á Landspítalanum í bið eftir hjúkrunarrými, og hafði þeim þá fjölgað um 66% milli ára. Þetta er algerlega óviðunandi staða. Við verðum að forgangsraða í þágu þessa hóps, eins þess veikasta í samfélaginu. Það getur ekki verið að almenningur vilji hafa þetta svona. Það þarf strax á næsta ári að hefjast handa við byggingu 2-300 nýrra hjúkrunarrýma á landinu. Allt tal um að nýta peningana betur og að það þurfi að hagræða og endurskipuleggja gagnast eldra fólki og fjölskyldum þeirra ekki neitt. Fólk sem hefur verið metið í þjónustuþörf þarf þjónustu, ekki bráðum, heldur strax. Vinstri-græn hafa ítrekað ályktað um þetta efni, nú síðast á landsfundi hreyfingarinnar. Heilbrigðisþjónusta er grundvallarmannréttindi allra íbúa landsins, og við verðum að gera átak í þessum málaflokki.Höfundur er öldrunarlæknir og skipar 2. sæti á framboðslista VG í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Ólafur Þór Gunnarsson Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Sjá meira
Þjónusta við eldra fólk hefur því miður ekki verið mikið í umræðunni fyrir þessar kosningar. Þessi hópur er mjög fjölbreytilegur, bæði hvað varðar heilsu, félagslega stöðu og fjárhagslega getu til að mæta ellinni. Nú bíða hundruðir eldri borgara eftir því að komast í hjúkrunarrými, með samþykkt færni og heilsumat sem er nokkurs konar aðgöngumiði inn á heimilin. Það er hins vegar orðið þannig að þessi aðgöngumiði er nú um stundir að mörgu leyti líkari happdrættismiða, alls ekki er víst að menn komist að á hjúkrunarheimili, og sumir bíða mánuðum saman við allsendis óviðunandi aðstæður. Einn mælikvarði á hversu erfitt er að komast inn á hjúkrunarheimili er sá fjöldi einstaklinga sem á hverjum tíma býður eftir hjúkrunarrými inni á spítölum. Þessi fjöldi hefur aukist ár frá ári síðustu ár, og á síðasta ári biðu í það heila yfir 400 einstaklingar á einhverju tímabili inni á Landspítalanum eftir úrræði. 322 fluttust af spítalanum á hjúkrunarheimili, eftir mislanga bið, og um þessar mundir bíða yfir 80 einstaklingar á Landspítalanum eftir að komast á hjúkrunarheimili. Auk þeirra bíða á vegum spítalans milli 15 og 20 manns á heilbrigðistofnunum á Vesturlandi eftir hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu. Þetta fólk hefur lokið meðferð og bíður eftir búsetuúrræði á hjúkrunarheimilum. Sumir myndu kalla slíka flutninga milli landshluta „nútíma-hreppaflutninga“, fólkinu sjálfu og aðstandendum þeirra er nauðugur sá kostur að „þiggja“ erfiðan kost því úrræðin á höfuðborgarsvæðinu eru ekki til. Lauslega áætlað vantar 200-250 hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu einu, en það jafngildir 2-3 nýjum hjúkrunarheimilum eða umtalsverðum viðbyggingum við þau sem eru fyrir. Ekkert slíkt mun opna á þessu ári og miðað við núverandi áætlanir er afar ólíklegt að náist að opna heimili á næsta ári. Á meðan deyr fólk í bið eftir úrræðum, oft inni á sjúkrastofum á spítala. Á síðasta ári létust 111 einstaklingar á Landspítalanum í bið eftir hjúkrunarrými, og hafði þeim þá fjölgað um 66% milli ára. Þetta er algerlega óviðunandi staða. Við verðum að forgangsraða í þágu þessa hóps, eins þess veikasta í samfélaginu. Það getur ekki verið að almenningur vilji hafa þetta svona. Það þarf strax á næsta ári að hefjast handa við byggingu 2-300 nýrra hjúkrunarrýma á landinu. Allt tal um að nýta peningana betur og að það þurfi að hagræða og endurskipuleggja gagnast eldra fólki og fjölskyldum þeirra ekki neitt. Fólk sem hefur verið metið í þjónustuþörf þarf þjónustu, ekki bráðum, heldur strax. Vinstri-græn hafa ítrekað ályktað um þetta efni, nú síðast á landsfundi hreyfingarinnar. Heilbrigðisþjónusta er grundvallarmannréttindi allra íbúa landsins, og við verðum að gera átak í þessum málaflokki.Höfundur er öldrunarlæknir og skipar 2. sæti á framboðslista VG í Suðvesturkjördæmi
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun