Hinn 29 ára gamli Kaepernick hefur verið án liðs síðan hann yfirgaf herbúðir San Francisco 49ers í mars.
Kaepernick vakti mikla athygli þegar hann stóð ekki á meðan bandaríski þjóðsöngurinn var spilaður fyrir leik í ágúst í fyrra. Með þessu vildi hann mótmæla því óréttlæti sem blökkumenn búa við í Bandaríkjunum.
Fjöldi leikmanna í NFL-deildinni, sem og annað íþróttafólk, hefur síðan fylgt fordæmi Kaepernicks. Það fór ekki vel í Donald Trump Bandaríkjaforseta sem sagði að leikmennirnir sýndu vanvirðingu með þessu uppátæki. Trump hvatti svo eigendur liðanna í NFL-deildinni til að reka þá leikmenn sem stóðu ekki á meðan þjóðsöngurinn var leikinn.
Um þarsíðustu helgi gekk Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, út af leik Indiana Colts og San Francisco að beiðni Trumps, eftir að nokkrir leikmenn neituðu að standa á meðan þjóðsöngnum stóð.
I asked @VP Pence to leave stadium if any players kneeled, disrespecting our country. I am proud of him and @SecondLady Karen.
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 8, 2017