Brennuvargarnir Dóra Sif Tynes og Hanna Katrín Friðriksson skrifar 12. október 2017 15:11 Umræða um Evrópumál á Íslandi verður því miður gjarnan klisjukennd. Hræðsla við málefnalega umræðu um stöðu Íslands í Evrópu leiðir ýmsa í þá gildru að nota margþvældar og úreltar upphrópanir í von um að fæla fólk frá frekari skoðun. Þrír fyrrverandi forsætisráðherrar leituðu í sameiginlega klisjukistu þegar lífskjör almennings bar á góma í umræðuþætti Ríkissjónvarpsins síðastliðinn sunnudag. Umræðuefnið var staða ungra Íslendinga og þær áskoranir sem stjórnmálin á Íslandi standa frammi fyrir við að tryggja hér samkeppnishæf lífskjör. Það er einfaldlega dýrt að búa á Íslandi. Það er ekki lögmál, það er val. Þeir ofurvextir sem einstaklingar, fyrirtæki og ríki bera af lánum sínum eru afleiðing af pólitískum ákvörðunum í gegnum tíðina. Því ástandi er hægt að breyta. En þá verða stjórnmálamenn að þora í málefnalega umræðu. Upp úr kistunni sl. sunnudag dró Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, klisjuna um brennandi Evrópu. Sigurður Ingi Jónsson, formaður Framsóknarflokksins, varaði við Portúgal og Spáni, sem eins og margir vita hafa átt í verulegum efnahagsvanda. Líklega veit Sigurður Ingi þó að fátt ef eitthvað er sambærilegt við efnahagslíf Íslands og þessara tveggja suður Evrópulanda. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að unga fólkið ætti frekar að vilja greiða þessa háu vexti frekar en búa við mikið atvinnuleysi. Á mannamáli þýðir þetta að unga fólkið á að borga fyrir að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína. Þá vinnu að tryggja þannig efnahagsumhverfi að hér verði næg störf án þess að fólk borgi beinlínis með sér í formi ofurvaxta. Hverjar eru svo staðreyndirnar um Evrópu? Hagvöxtur innan Evrópussambandsins hefur nú verið stöðugur um nokkurt skeið. Að sama skapi fer stuðningur við sambandið og grunngildi þess vaxandi. Í Bretlandi studdi meirihluti ungra kjósenda áframhaldandi veru í Evrópusambandinu. Þessir kjósendur hafa nú þungar áhyggjur af því að missa réttinn til að geta ferðast, numið og starfað víðsvegar í Evrópu. Það er jákvætt að ungt fólk skuli hafa áhuga á því að sækja sér menntun og reynslu til annarra landa, færa þannig mikilvæga þekkingu inn í samfélagið okkar, auka víðsýni og umburðarlyndi. Fæstir myndu vilja hverfa aftur til tíma vegabréfaáritana og flókins kerfis dvalar- og atvinnuleyfa. Það er rétt sem kom fram hjá forsætisráðherra að samgöngur við Ísland hafa sjaldan verið betri en nú. Við verðum bara að tryggja að unga fólkið okkar kaupi sér ekki bara miða aðra leið, heldur skili sér heim aftur.Dóra Sif er varaþingmaður Viðreisnar fyrir Reykjavík suður og Hanna Katrín er þingmaður Viðreisnar fyrir Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Dóra Sif Tynes Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða um Evrópumál á Íslandi verður því miður gjarnan klisjukennd. Hræðsla við málefnalega umræðu um stöðu Íslands í Evrópu leiðir ýmsa í þá gildru að nota margþvældar og úreltar upphrópanir í von um að fæla fólk frá frekari skoðun. Þrír fyrrverandi forsætisráðherrar leituðu í sameiginlega klisjukistu þegar lífskjör almennings bar á góma í umræðuþætti Ríkissjónvarpsins síðastliðinn sunnudag. Umræðuefnið var staða ungra Íslendinga og þær áskoranir sem stjórnmálin á Íslandi standa frammi fyrir við að tryggja hér samkeppnishæf lífskjör. Það er einfaldlega dýrt að búa á Íslandi. Það er ekki lögmál, það er val. Þeir ofurvextir sem einstaklingar, fyrirtæki og ríki bera af lánum sínum eru afleiðing af pólitískum ákvörðunum í gegnum tíðina. Því ástandi er hægt að breyta. En þá verða stjórnmálamenn að þora í málefnalega umræðu. Upp úr kistunni sl. sunnudag dró Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, klisjuna um brennandi Evrópu. Sigurður Ingi Jónsson, formaður Framsóknarflokksins, varaði við Portúgal og Spáni, sem eins og margir vita hafa átt í verulegum efnahagsvanda. Líklega veit Sigurður Ingi þó að fátt ef eitthvað er sambærilegt við efnahagslíf Íslands og þessara tveggja suður Evrópulanda. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að unga fólkið ætti frekar að vilja greiða þessa háu vexti frekar en búa við mikið atvinnuleysi. Á mannamáli þýðir þetta að unga fólkið á að borga fyrir að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína. Þá vinnu að tryggja þannig efnahagsumhverfi að hér verði næg störf án þess að fólk borgi beinlínis með sér í formi ofurvaxta. Hverjar eru svo staðreyndirnar um Evrópu? Hagvöxtur innan Evrópussambandsins hefur nú verið stöðugur um nokkurt skeið. Að sama skapi fer stuðningur við sambandið og grunngildi þess vaxandi. Í Bretlandi studdi meirihluti ungra kjósenda áframhaldandi veru í Evrópusambandinu. Þessir kjósendur hafa nú þungar áhyggjur af því að missa réttinn til að geta ferðast, numið og starfað víðsvegar í Evrópu. Það er jákvætt að ungt fólk skuli hafa áhuga á því að sækja sér menntun og reynslu til annarra landa, færa þannig mikilvæga þekkingu inn í samfélagið okkar, auka víðsýni og umburðarlyndi. Fæstir myndu vilja hverfa aftur til tíma vegabréfaáritana og flókins kerfis dvalar- og atvinnuleyfa. Það er rétt sem kom fram hjá forsætisráðherra að samgöngur við Ísland hafa sjaldan verið betri en nú. Við verðum bara að tryggja að unga fólkið okkar kaupi sér ekki bara miða aðra leið, heldur skili sér heim aftur.Dóra Sif er varaþingmaður Viðreisnar fyrir Reykjavík suður og Hanna Katrín er þingmaður Viðreisnar fyrir Reykjavík suður.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun