Hjálpartæki – þarfasti þjónninn Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 12. október 2017 07:00 Þann 27.september sl. stóð Öryrkjabandalag Íslands fyrir afar fróðlegu málþingi um hjálpartæki daglegs lífs. Hjálpartæki eru einhver mikilvægasta fjárfesting sem hugsast getur, því þau gera fólki kleift að taka þátt í samfélaginu. Lög og reglugerðir þarf þó að taka til gagngerrar endurskoðunar til þess að þau nái raunverulegu markmiði sínu, en núverandi regluverk er ekki í takti við Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem íslensk stjórnvöld hafa þó fullgilt. Meðan aðgangur að viðeigandi hjálpartækjum er ekki í lagi er tómt mál að tala um að auka samfélagsþátttöku og þar með atvinnuþátttöku fatlaðs fólks. Aðgengi að hjálpartækjum snýst þó um svo miklu meira en að hver og einn eigi sem mest af nýjustu og flottustu græjunum. Aðgengi að hjálpartækjum snýst umfram allt um að hafa aðgang að þeim tækjum sem henta hverjum og einum best og gagnast í daglegu amstri. Þar þarf að líta til fleiri þátta en sjúkdómsgreininga eða skerðingar. Efla þarf sérfræðiaðstoð til fólks þegar kemur að vali á hjálpartækjunum og gera fólki mögulegt að prófa tækin, ekki einungis í verslun heldur í þess eigin nærumhverfi. Að sama skapi verður að treysta fötluðu fólki til að þekkja eigin þarfir – því hver kærir sig um að sanka að sér hjálpartækjum sem virka ekki? Slíkt er einfaldlega sóun á fjármunum sem væri betur varið í hjálpartæki sem raunverulega koma að gagni. Illa valin hjálpartæki sem ekki uppfylla þarfir fólks eru auk þess til þess fallin að veita falska mynd af getu fólks til að taka þátt í samfélaginu. Þá er sérstaklega mikilvægt að aðgengi barna að viðeigandi hjálpartækjum sé ávallt tryggt. Þau eru ekki aðeins nauðsynleg til að létta börnum lífið heldur eru þau grundvöllur þess að börn geti þroskast og dafnað í samfélagi við annað fólk, ekki síst önnur börn. Sá sem ekki hefur fullan aðgang að samfélaginu sem barn mun ekki öðlast hann við það eitt að fullorðnast. Á sama hátt er brýnt að huga að eldra fólki sem margt þarf hjálpartæki til að halda færni sinni. Einnig er aðkallandi að tryggja fólki fullnægjandi aðstoð við viðhald á slíkum búnaði. Það má ekki missa sjónar á þessum tveimur hópum, þótt þeir séu ekki á vinnumarkaði. Það eru því mörg krefjandi en um leið spennandi verkefni sem bíða stjórnvalda á þessu sviði að kosningum loknum. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Þann 27.september sl. stóð Öryrkjabandalag Íslands fyrir afar fróðlegu málþingi um hjálpartæki daglegs lífs. Hjálpartæki eru einhver mikilvægasta fjárfesting sem hugsast getur, því þau gera fólki kleift að taka þátt í samfélaginu. Lög og reglugerðir þarf þó að taka til gagngerrar endurskoðunar til þess að þau nái raunverulegu markmiði sínu, en núverandi regluverk er ekki í takti við Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem íslensk stjórnvöld hafa þó fullgilt. Meðan aðgangur að viðeigandi hjálpartækjum er ekki í lagi er tómt mál að tala um að auka samfélagsþátttöku og þar með atvinnuþátttöku fatlaðs fólks. Aðgengi að hjálpartækjum snýst þó um svo miklu meira en að hver og einn eigi sem mest af nýjustu og flottustu græjunum. Aðgengi að hjálpartækjum snýst umfram allt um að hafa aðgang að þeim tækjum sem henta hverjum og einum best og gagnast í daglegu amstri. Þar þarf að líta til fleiri þátta en sjúkdómsgreininga eða skerðingar. Efla þarf sérfræðiaðstoð til fólks þegar kemur að vali á hjálpartækjunum og gera fólki mögulegt að prófa tækin, ekki einungis í verslun heldur í þess eigin nærumhverfi. Að sama skapi verður að treysta fötluðu fólki til að þekkja eigin þarfir – því hver kærir sig um að sanka að sér hjálpartækjum sem virka ekki? Slíkt er einfaldlega sóun á fjármunum sem væri betur varið í hjálpartæki sem raunverulega koma að gagni. Illa valin hjálpartæki sem ekki uppfylla þarfir fólks eru auk þess til þess fallin að veita falska mynd af getu fólks til að taka þátt í samfélaginu. Þá er sérstaklega mikilvægt að aðgengi barna að viðeigandi hjálpartækjum sé ávallt tryggt. Þau eru ekki aðeins nauðsynleg til að létta börnum lífið heldur eru þau grundvöllur þess að börn geti þroskast og dafnað í samfélagi við annað fólk, ekki síst önnur börn. Sá sem ekki hefur fullan aðgang að samfélaginu sem barn mun ekki öðlast hann við það eitt að fullorðnast. Á sama hátt er brýnt að huga að eldra fólki sem margt þarf hjálpartæki til að halda færni sinni. Einnig er aðkallandi að tryggja fólki fullnægjandi aðstoð við viðhald á slíkum búnaði. Það má ekki missa sjónar á þessum tveimur hópum, þótt þeir séu ekki á vinnumarkaði. Það eru því mörg krefjandi en um leið spennandi verkefni sem bíða stjórnvalda á þessu sviði að kosningum loknum. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun