Fátækt gamalla kvenna Guðlaug Kristjánsdóttir skrifar 11. október 2017 08:32 Það er vont að árið 2017 sé enn full ástæða til að hafa áhyggjur af fátækt kvenna á efri árum. En reyndin er samt sú að misjafnt mat á vinnuframlagi, kynbundinn launamunur, karllægt lífeyriskerfi og óhagstætt námslánakerfi eru þættir sem saman og sinn í hvoru lagi auka á aðstöðumun kynjanna á efri árum hérlendis, þannig að hallar á konur.Vanmat á störfum kvenna Konur hafa í gegnum tíðina lagt af mörkum mikið starf innan heimila sem ekki skapar réttindi til lífeyris, nema á formi ellilífeyris frá Tryggingastofnun sem er frekar magur biti. Að auki er verðmat starfa þar sem konur eru í meirihluta mun lægra en hefðbundinna starfa karla. Sú staðreynd hnikast hægt, þrátt fyrir góð skref á borð við jafnlaunavottun. Karllægt lífeyriskerfi Íslenskur vinnumarkaður er í grunninn sniðinn af körlum, fyrir karla, þar með talið lífeyriskerfið. Nú er öll ávinnsla lífeyrisréttinda aldurstengd, þannig að iðgjöld sem verða til við ungan aldur starfsmanns vega þyngra en þau sem falla til síðar á ævinni. Þessi aldurstenging getur verið konum í óhag af tvennum sökum. Í fyrsta lagi stunda þær oftar langskólanám og koma því síðar út á vinnumarkaðinn og í öðru lagi missa þær meira úr í kringum barneignir. Verðmætu árin á vinnumarkaði eru því færri hjá konum en körlum. Mótvægi við þetta skortir, til dæmis á formi hærri launa fyrir menntun og jafnara verðmats starfa milli kven- og karllægra geira.Námslán og endurgreiðsla þeirra Enn í dag er húsnæðis- og barneignastuðningur námsfólks veittur á formi hærri námslána. Það er í raun merkileg ráðstöfun, að krefjast endurgreiðslna fyrir þennan stuðning með áföllnum vöxtum langt fram eftir ævi. Hver ætli sé pælingin á bakvið það, ef einhver? Getur verið að námslán kvenna beri oftar þetta álag? Afborganir námslána eru tekjutengdar og því saxast hægar á höfuðstólinn eftir því sem laun eru lægri. Á meðan ævitekjur kvenna eru lægri en karla, verða þær því fleiri ár með námslánabyrði í sínu heimilisbókhaldi. Sem er ávísun á minni sparnað.Ellilífeyrir Tryggingastofnunar, frítekjumark og fleira Nýlegar breytingar á forsendum ellilífeyris frá TR mæta mikilli – og réttmætri – gagnrýni. Fyrst og fremst vegna frítekjumarksins, sem dregur úr hvata fólks til að stunda launaða vinnu samhliða lífeyrisgreiðslum. Sú umræða virðist mér samt alveg laus við kynjagleraugu, sem er miður. Árið 2017 fer um 15 milljarða króna aukning inn í ellilífeyrisþátt almannatrygginga, þrátt fyrir frítekjumarkið. Sú hækkun skýrist ekki af fjölgun ellífeyrisþega, því hún er ekki fyrir hendi. Meðalgreiðslur hækka því til hvers og eins þegar á heildina er litið. Aukning er sérstaklega í heimilisuppbótarþættinum, en svo vill til að konur eru í meirihluta hvað þær greiðslur varðar. Konur eru reyndar í meirihluta ellilífeyrisþega yfir höfuð, enda með minni réttindi í almennum sjóðum og mun minni launatekjur en karlar. Við skulum endilega hraða afnámi frítekjumarksins, það er þjóðfélaginu öllu til hagsbóta og um það erum við öll sammála. Gleymum hins vegar ekki því meginverkefni að leiðrétta kjaraskekkjurnar sem skapa enn í dag fátækt gamalla kvenna. Við getum einfaldlega ekki verið þekkt fyrir það.Höfundur er oddviti lista Bjartrar framtíðar í NV-kjördæmi í Alþingiskosningum 2017 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Það er vont að árið 2017 sé enn full ástæða til að hafa áhyggjur af fátækt kvenna á efri árum. En reyndin er samt sú að misjafnt mat á vinnuframlagi, kynbundinn launamunur, karllægt lífeyriskerfi og óhagstætt námslánakerfi eru þættir sem saman og sinn í hvoru lagi auka á aðstöðumun kynjanna á efri árum hérlendis, þannig að hallar á konur.Vanmat á störfum kvenna Konur hafa í gegnum tíðina lagt af mörkum mikið starf innan heimila sem ekki skapar réttindi til lífeyris, nema á formi ellilífeyris frá Tryggingastofnun sem er frekar magur biti. Að auki er verðmat starfa þar sem konur eru í meirihluta mun lægra en hefðbundinna starfa karla. Sú staðreynd hnikast hægt, þrátt fyrir góð skref á borð við jafnlaunavottun. Karllægt lífeyriskerfi Íslenskur vinnumarkaður er í grunninn sniðinn af körlum, fyrir karla, þar með talið lífeyriskerfið. Nú er öll ávinnsla lífeyrisréttinda aldurstengd, þannig að iðgjöld sem verða til við ungan aldur starfsmanns vega þyngra en þau sem falla til síðar á ævinni. Þessi aldurstenging getur verið konum í óhag af tvennum sökum. Í fyrsta lagi stunda þær oftar langskólanám og koma því síðar út á vinnumarkaðinn og í öðru lagi missa þær meira úr í kringum barneignir. Verðmætu árin á vinnumarkaði eru því færri hjá konum en körlum. Mótvægi við þetta skortir, til dæmis á formi hærri launa fyrir menntun og jafnara verðmats starfa milli kven- og karllægra geira.Námslán og endurgreiðsla þeirra Enn í dag er húsnæðis- og barneignastuðningur námsfólks veittur á formi hærri námslána. Það er í raun merkileg ráðstöfun, að krefjast endurgreiðslna fyrir þennan stuðning með áföllnum vöxtum langt fram eftir ævi. Hver ætli sé pælingin á bakvið það, ef einhver? Getur verið að námslán kvenna beri oftar þetta álag? Afborganir námslána eru tekjutengdar og því saxast hægar á höfuðstólinn eftir því sem laun eru lægri. Á meðan ævitekjur kvenna eru lægri en karla, verða þær því fleiri ár með námslánabyrði í sínu heimilisbókhaldi. Sem er ávísun á minni sparnað.Ellilífeyrir Tryggingastofnunar, frítekjumark og fleira Nýlegar breytingar á forsendum ellilífeyris frá TR mæta mikilli – og réttmætri – gagnrýni. Fyrst og fremst vegna frítekjumarksins, sem dregur úr hvata fólks til að stunda launaða vinnu samhliða lífeyrisgreiðslum. Sú umræða virðist mér samt alveg laus við kynjagleraugu, sem er miður. Árið 2017 fer um 15 milljarða króna aukning inn í ellilífeyrisþátt almannatrygginga, þrátt fyrir frítekjumarkið. Sú hækkun skýrist ekki af fjölgun ellífeyrisþega, því hún er ekki fyrir hendi. Meðalgreiðslur hækka því til hvers og eins þegar á heildina er litið. Aukning er sérstaklega í heimilisuppbótarþættinum, en svo vill til að konur eru í meirihluta hvað þær greiðslur varðar. Konur eru reyndar í meirihluta ellilífeyrisþega yfir höfuð, enda með minni réttindi í almennum sjóðum og mun minni launatekjur en karlar. Við skulum endilega hraða afnámi frítekjumarksins, það er þjóðfélaginu öllu til hagsbóta og um það erum við öll sammála. Gleymum hins vegar ekki því meginverkefni að leiðrétta kjaraskekkjurnar sem skapa enn í dag fátækt gamalla kvenna. Við getum einfaldlega ekki verið þekkt fyrir það.Höfundur er oddviti lista Bjartrar framtíðar í NV-kjördæmi í Alþingiskosningum 2017
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun