Fylgjast með hitabeltisstormi sem gæti náð til Íslands Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2017 17:00 Mögulegar slóðir Ófelíu samkvæmt spálíkönum NCAR. NCAR Nýjustu veðurspálíkön benda til þess að hitabeltisstormurinn Ófelía gæti náð til vestanverðrar Evrópu og jafnvel Íslands. Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir þó nær ómögulegt að segja hvert stormurinn stefni og hvað verði úr honum. Fylgst verður með honum nálgist hann Norður-Atlantshaf. Ófelía er nú flokkuð sem hitabeltisstormur þar sem hún marar yfir hlýjum sjó í sunnanverðu Atlantshafi, allnokkru suðvestur af Asoreyjum í kringum 30. breiddargráðu norður. Líkön Veðurrannsóknamiðstöðvar Bandaríkjanna (NCAR) benda til þess að stormurinn gæti nálgast styrk fellibyls og stefnt að vestanverðri Evrópu. Sumar mögulegar slóðir færðu storminn upp að ströndum Íslands. Samkvæmt yfirliti Fellibyljamiðstöðvar Bandaríkjanna er mesti samfelldi vindhraðinn í Ófelíu um 22 m/s. Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur, segir að Ófelía sé lítill hitabeltisstormur og mun veikara fyrirbæri en fellibyljirnir sem gengu yfir Karíbahaf og Bandaríkin í byrjun hausts. Ólíklegt sé að meira verði úr honum. Líklegra sé að leifarnar af honum færu yfir vestanverða Evrópu en Ísland eins og staðan er núna.Latest models show #Ophelia may pose a rare hurricane-force threat to western Europe this weekend. pic.twitter.com/5uGwbe8PY6— Eric Holthaus (@EricHolthaus) October 10, 2017 Hann leggur áherslu á að mikil óvissa sé um hvað verði úr storminum. Spárnar breytist verulega í hverri keyrslu á þeim. Vel verði fylgst með honum ef hann kemst inn á norðanvert Atlantshaf. „Spáin næstu daga er að það verði lægðagangur á landinu næstu daga en engin stórviðri sjáanleg í kortinu, að minnsta kosti ekki næstu þrjá eða fjóra daga, eins langt og maður treystir sér til að spá fyrir með einhverri vissu,“ segir Haraldur sem telur alltof snemmt að spá nokkru um ferðir Ófelíu. Þrátt fyrir að verulega drægi úr styrk storms af þessu tagi þegar hann færðist norður á bóginn segir Haraldur að þeir geti umbreyst í krappar fárviðrislægðir sem valdi tjóni á Íslandi. Frægt dæmi um þetta sé lægð sem skall á landinu í september árið 1973 og var leifar af fellibylnum Ellen. Algengara sé hins vegar að slíkt gerist á veturna en á haustin.Samkvæmt spá Fellibyljamiðstöðvar Bandaríkjanna fer Ófelía fram hjá Asoreyjum um helgina.NHC Veður Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Nýjustu veðurspálíkön benda til þess að hitabeltisstormurinn Ófelía gæti náð til vestanverðrar Evrópu og jafnvel Íslands. Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir þó nær ómögulegt að segja hvert stormurinn stefni og hvað verði úr honum. Fylgst verður með honum nálgist hann Norður-Atlantshaf. Ófelía er nú flokkuð sem hitabeltisstormur þar sem hún marar yfir hlýjum sjó í sunnanverðu Atlantshafi, allnokkru suðvestur af Asoreyjum í kringum 30. breiddargráðu norður. Líkön Veðurrannsóknamiðstöðvar Bandaríkjanna (NCAR) benda til þess að stormurinn gæti nálgast styrk fellibyls og stefnt að vestanverðri Evrópu. Sumar mögulegar slóðir færðu storminn upp að ströndum Íslands. Samkvæmt yfirliti Fellibyljamiðstöðvar Bandaríkjanna er mesti samfelldi vindhraðinn í Ófelíu um 22 m/s. Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur, segir að Ófelía sé lítill hitabeltisstormur og mun veikara fyrirbæri en fellibyljirnir sem gengu yfir Karíbahaf og Bandaríkin í byrjun hausts. Ólíklegt sé að meira verði úr honum. Líklegra sé að leifarnar af honum færu yfir vestanverða Evrópu en Ísland eins og staðan er núna.Latest models show #Ophelia may pose a rare hurricane-force threat to western Europe this weekend. pic.twitter.com/5uGwbe8PY6— Eric Holthaus (@EricHolthaus) October 10, 2017 Hann leggur áherslu á að mikil óvissa sé um hvað verði úr storminum. Spárnar breytist verulega í hverri keyrslu á þeim. Vel verði fylgst með honum ef hann kemst inn á norðanvert Atlantshaf. „Spáin næstu daga er að það verði lægðagangur á landinu næstu daga en engin stórviðri sjáanleg í kortinu, að minnsta kosti ekki næstu þrjá eða fjóra daga, eins langt og maður treystir sér til að spá fyrir með einhverri vissu,“ segir Haraldur sem telur alltof snemmt að spá nokkru um ferðir Ófelíu. Þrátt fyrir að verulega drægi úr styrk storms af þessu tagi þegar hann færðist norður á bóginn segir Haraldur að þeir geti umbreyst í krappar fárviðrislægðir sem valdi tjóni á Íslandi. Frægt dæmi um þetta sé lægð sem skall á landinu í september árið 1973 og var leifar af fellibylnum Ellen. Algengara sé hins vegar að slíkt gerist á veturna en á haustin.Samkvæmt spá Fellibyljamiðstöðvar Bandaríkjanna fer Ófelía fram hjá Asoreyjum um helgina.NHC
Veður Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira