Óttast að fleiri hafi farist í skógareldunum í Kaliforníu Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2017 15:08 Á annað þúsund íbúðar- og verslunarhúsa hafa orðið eldunum að bráð í norðanverðri Kaliforníu. Vísir/AFP Tilkynnt hefur verið um að minnsta kosti 150 manns sem er saknað til viðbótar við þá ellefu sem staðfest er að hafi farist í skógareldunum í norðanverðri Kaliforníu. Ríkisyfirvöld gera ráð fyrir að tala látinna eigi eftir að hækka. Alls hafa 433 ferkílómetrar lands í norðanverðri Kaliforníu brunnið og valdið gífurlegri eyðileggingu í helstu vínhéruðum ríkisins. Slökkviliðsmenn eru vongóðir um að þeim takist að ná betri tökum á eldunum í dag þegar vindur sem hefur kynt undir þeim gengur niður. Áætlað er að um 1.500 íbúðarhús og verslunarbyggginar hafi eyðilagst og að um tuttugu þúsund manns hafi þurft að flýja heimili sín, að því er segir í frétt Washington Post.NOAA's #GOES16 shows #wildfires (in Geo & Natural Fire Color) raging in parts of #California yesterday. More loops: https://t.co/8l5NGSMGLx pic.twitter.com/WKXhLgorcf— NOAA Satellites (@NOAASatellites) October 10, 2017 Staðfest er að sjö manns hafi farist í Sonoma-sýslu. Þar hafa sýsluyfirvöld fengið tilkynningar um á annað hundrað manns sem er saknað. „Við erum viss um að margt af þessu fólki finnist heilt á húfi og finni ástvini sína aftur en því miður búum við okkur undir frekari mannskaða,“ segir sýslumaðurinn í Sonoma-sýslu. Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, sendi Donald Trump forseta bréf í gær þar sem hann óskaði eftir aðstoð alríkisstjórnarinnar vegna umfangs skógareldanna. Miklir skógarelda hafa geisað í vestanverðum Bandaríkjunum. Alls hafa rúmlega 32.000 ferkílómetrar lands í fjórum ríkjum brunnið. Eldarnir í Washington- og Oregon-ríkjum urðu meðal ananrs til þess að ösku rigndi yfir Seattle-borg. Loftslagsmál Tengdar fréttir Tíu látnir í eldum í vínhéruðum Kaliforníu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stóru svæði í norðurhluta ríkisins. 10. október 2017 07:37 Einn látinn í skógareldum í Kaliforníu Kjarr- og skógareldar geysa í norðurhluta Kaliforníuríkis. 9. október 2017 23:32 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira
Tilkynnt hefur verið um að minnsta kosti 150 manns sem er saknað til viðbótar við þá ellefu sem staðfest er að hafi farist í skógareldunum í norðanverðri Kaliforníu. Ríkisyfirvöld gera ráð fyrir að tala látinna eigi eftir að hækka. Alls hafa 433 ferkílómetrar lands í norðanverðri Kaliforníu brunnið og valdið gífurlegri eyðileggingu í helstu vínhéruðum ríkisins. Slökkviliðsmenn eru vongóðir um að þeim takist að ná betri tökum á eldunum í dag þegar vindur sem hefur kynt undir þeim gengur niður. Áætlað er að um 1.500 íbúðarhús og verslunarbyggginar hafi eyðilagst og að um tuttugu þúsund manns hafi þurft að flýja heimili sín, að því er segir í frétt Washington Post.NOAA's #GOES16 shows #wildfires (in Geo & Natural Fire Color) raging in parts of #California yesterday. More loops: https://t.co/8l5NGSMGLx pic.twitter.com/WKXhLgorcf— NOAA Satellites (@NOAASatellites) October 10, 2017 Staðfest er að sjö manns hafi farist í Sonoma-sýslu. Þar hafa sýsluyfirvöld fengið tilkynningar um á annað hundrað manns sem er saknað. „Við erum viss um að margt af þessu fólki finnist heilt á húfi og finni ástvini sína aftur en því miður búum við okkur undir frekari mannskaða,“ segir sýslumaðurinn í Sonoma-sýslu. Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, sendi Donald Trump forseta bréf í gær þar sem hann óskaði eftir aðstoð alríkisstjórnarinnar vegna umfangs skógareldanna. Miklir skógarelda hafa geisað í vestanverðum Bandaríkjunum. Alls hafa rúmlega 32.000 ferkílómetrar lands í fjórum ríkjum brunnið. Eldarnir í Washington- og Oregon-ríkjum urðu meðal ananrs til þess að ösku rigndi yfir Seattle-borg.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Tíu látnir í eldum í vínhéruðum Kaliforníu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stóru svæði í norðurhluta ríkisins. 10. október 2017 07:37 Einn látinn í skógareldum í Kaliforníu Kjarr- og skógareldar geysa í norðurhluta Kaliforníuríkis. 9. október 2017 23:32 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira
Tíu látnir í eldum í vínhéruðum Kaliforníu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stóru svæði í norðurhluta ríkisins. 10. október 2017 07:37
Einn látinn í skógareldum í Kaliforníu Kjarr- og skógareldar geysa í norðurhluta Kaliforníuríkis. 9. október 2017 23:32