Getur unga fólkið tekið völdin? Sigurjón Vídalín Guðmundsson skrifar 27. október 2017 12:08 „Ég kýs sjálfstæðisflokkinn, ég hef alltaf kosið sjálfstæðisflokkinn og mun alltaf kjósa sjálfstæðisflokkinn“ Mér verður stundum hugsað til samtals sem ég átti við aldraða frænku mína fyrir um ári síðan. Ég í barnaskap mínum og einfeldni kom því með spurningu sem ég hélt að myndi kannski hreyfa við henni og sagði „En núna hefur sjálfstæðisflokkurinn verið við völd meira og minna í um 20 ár. Það hefur nú ekki verið gert mikið fyrir eldra fólk og öryrkja á þeim tíma. Núna síðast afnámu þeir frítekjumark af launum ellilífeyrisþega, hvað finnst þér um það ?“ Það kom smá þögn og svo sagði hún, „Ég kýs sjálfstæðisflokkinn, ég hef alltaf kosið sjálfstæðisflokkinn og mun alltaf kjósa sjálfstæðisflokkinn“ Ég vissi varla hvort ég ætti að hlæja eða gráta. En svo varð ég eiginlega bara pínu sorgmæddur. Þetta var þá eins og mig hafði alltaf grunað. Þeir voru áskrifendur að fylgi. Það skiptir engu máli hversu illa þeir stóðu sig fyrir almenning í landinu, hversu grímulaus spillingin er, hvernig flokknum hefur verið stjórnað af sérhagsmunaöflum og flokkseigendaklíkunni í áraraðir. Fyrir fólk með þetta viðhorf skiptir það engu máli. Það styður liðið sitt fram í rauðan dauðan. Fólk sem eyðir atkvæði sínu í flokkinn sinn án hugsunar, án þess að vega og meta á gagnrýnin hátt fyrri loforð og efndir, án þess að horfa gagnrýnum augum á það fyrir hvað hann stendur og hvert hann er að stefna er ekki bara að viðhalda ósanngjörnu valdajafnvægi heldur er það að leggja blessun sína yfir allt sem flokkurinn og forysta hans stendur fyrir. Öfugt við það sem það heldur þá er það ekki að viðhald styrk flokksins heldur er það að mola hann niður, innan frá. En svo hugsa ég um unga fólkið okkar. Það er víðsýnna en við sem eldri erum. Heimurinn er miklu minni í dag en fyrir 20 árum og hann heldur áfram að minnka. Það sér heiminn öðruvísi en við. Það gerir sér grein fyrir að það hefur val. Það þarf ekki að búa hérna á Íslandi frekar en það vill í framtíðinni. Það þarf ekki að leggja blessun sína yfir hvað sem er til að komast áfram í lífinu. Það hefur sterka réttlætiskennd og lítið þol gagnvart spillingu, það vill jöfnuð, réttlæti og heiðarleika. Þetta er framtíðin, þetta er fólkið sem hefur tækifærið til að breyta til hins betra. Þetta er fólkið sem mun sennilega segja í framtíðinni ef sjálfstæðisflokkurinn heldur áfram að vera eins og hann er í dag „Ég kýs ekki sjálfstæðisflokkinn, ég kaus aldrei sjálfstæðisflokkinn og hefði aldrei kosið sjálfstæðisflokkinn“ En aðeins, og bara aðeins, ef þau mæta á kjörstað og kjósa. Kjósa nýja framtíð fyrir sig og sína...og kannski líka fyrir okkur hin sem viljum sjá Ísland rísa upp úr niðurlægingu og spillingu síðastu áratuga og taka stefnuna fram á veginn. Sigurjón Vídalín, jarðfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Sigurjón Vídalín Guðmundsson Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
„Ég kýs sjálfstæðisflokkinn, ég hef alltaf kosið sjálfstæðisflokkinn og mun alltaf kjósa sjálfstæðisflokkinn“ Mér verður stundum hugsað til samtals sem ég átti við aldraða frænku mína fyrir um ári síðan. Ég í barnaskap mínum og einfeldni kom því með spurningu sem ég hélt að myndi kannski hreyfa við henni og sagði „En núna hefur sjálfstæðisflokkurinn verið við völd meira og minna í um 20 ár. Það hefur nú ekki verið gert mikið fyrir eldra fólk og öryrkja á þeim tíma. Núna síðast afnámu þeir frítekjumark af launum ellilífeyrisþega, hvað finnst þér um það ?“ Það kom smá þögn og svo sagði hún, „Ég kýs sjálfstæðisflokkinn, ég hef alltaf kosið sjálfstæðisflokkinn og mun alltaf kjósa sjálfstæðisflokkinn“ Ég vissi varla hvort ég ætti að hlæja eða gráta. En svo varð ég eiginlega bara pínu sorgmæddur. Þetta var þá eins og mig hafði alltaf grunað. Þeir voru áskrifendur að fylgi. Það skiptir engu máli hversu illa þeir stóðu sig fyrir almenning í landinu, hversu grímulaus spillingin er, hvernig flokknum hefur verið stjórnað af sérhagsmunaöflum og flokkseigendaklíkunni í áraraðir. Fyrir fólk með þetta viðhorf skiptir það engu máli. Það styður liðið sitt fram í rauðan dauðan. Fólk sem eyðir atkvæði sínu í flokkinn sinn án hugsunar, án þess að vega og meta á gagnrýnin hátt fyrri loforð og efndir, án þess að horfa gagnrýnum augum á það fyrir hvað hann stendur og hvert hann er að stefna er ekki bara að viðhalda ósanngjörnu valdajafnvægi heldur er það að leggja blessun sína yfir allt sem flokkurinn og forysta hans stendur fyrir. Öfugt við það sem það heldur þá er það ekki að viðhald styrk flokksins heldur er það að mola hann niður, innan frá. En svo hugsa ég um unga fólkið okkar. Það er víðsýnna en við sem eldri erum. Heimurinn er miklu minni í dag en fyrir 20 árum og hann heldur áfram að minnka. Það sér heiminn öðruvísi en við. Það gerir sér grein fyrir að það hefur val. Það þarf ekki að búa hérna á Íslandi frekar en það vill í framtíðinni. Það þarf ekki að leggja blessun sína yfir hvað sem er til að komast áfram í lífinu. Það hefur sterka réttlætiskennd og lítið þol gagnvart spillingu, það vill jöfnuð, réttlæti og heiðarleika. Þetta er framtíðin, þetta er fólkið sem hefur tækifærið til að breyta til hins betra. Þetta er fólkið sem mun sennilega segja í framtíðinni ef sjálfstæðisflokkurinn heldur áfram að vera eins og hann er í dag „Ég kýs ekki sjálfstæðisflokkinn, ég kaus aldrei sjálfstæðisflokkinn og hefði aldrei kosið sjálfstæðisflokkinn“ En aðeins, og bara aðeins, ef þau mæta á kjörstað og kjósa. Kjósa nýja framtíð fyrir sig og sína...og kannski líka fyrir okkur hin sem viljum sjá Ísland rísa upp úr niðurlægingu og spillingu síðastu áratuga og taka stefnuna fram á veginn. Sigurjón Vídalín, jarðfræðingur
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar